Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1998, Blaðsíða 61

Læknablaðið - 15.09.1998, Blaðsíða 61
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 677 „ þegar tekið er lífsýni úr tilteknum einstaklingi ineð vitund hans og vilja, til dæmis vegna legu á sjúkrahúsi eða þátttöku í vísindarannsókn, er viðkomandi einstak- lingur ekki einungis að gefa upplýsingar um heilsufar sitt, heldur eftir atvikum líka upplýsingar um heilsufar annars fólks, það er foreldra sinna, barna og systkina. Þessi staðreynd gerir það að verkum, að erfðarannsóknir hljóta ávallt, að minnsta kosti þegar litið er á málið út frá persónuverndarsjónarmiðum, að njóta mikillar sér- stöðu meðal annarra vísindarannsókna á heilbrigðis- sviði.“ draga út úr þeim ákveðnar upplýsingar og koma þeim inn í upplýsingabankann. Af þessu má ráða, að þegar stofnað er til miðlægs gagna- grunns á heilsufarssviði, er tekin ákveðin áhætta. Með setningu lagareglna um stofn- un og starfrækslu slíks grunns metur löggjafinn það hins vegar svo, að verkefnið sé áhættunnar virði. Af hverju allt þetta tal um nafnleynd og persónuvernd? En af hverju eru menn með allt þetta tal um nafnleynd og nauðsyn þess að tryggja per- sónuvernd í gagnagrunni á heilbrigðissviði? Eins og áður er fram komið felst svarið meðal annars í því, að upplýsingar í slíkum gagna- grunni snerta mjög viðkvæm einkalífsatriði. Sjúkdómar þeir, sem mannfólkið hrjá, eru misjafnir. Sem betur fer er meiri hluti þjóðarinnar hraust- ur, og þeir kvillar sem angra menn, eru yfirleitt saklausir eins og kvefpestir og maga- verkir, og sjálfsagt eru flestir lítið viðkvæmir gagnvart slfk- um heilsufarsupplýsingum. En hinu má svo ekki gleyma, að ákveðinn hluta þjóðarinnar hrjá sjúkdómar, arfgengir eða áunnir, sem eru afar viðkvæm- ir og menn kæra sig ekki um að aðrir hafi aðgang að. Má í því sambandi nefna sjúkdóma eins og geð- og kynsjúkdóma, svo einhver dæmi séu nefnd. í umræðunni um gagna- grunnsfrumvarpið og per- sónuverndina má heldur ekki gleyma því, að persónuupp- lýsingar eins og heilsufars- upplýsingar má nota bæði til góðs og ills. Það er hægt að nota heilsufarsupplýsingar, til dæmis upplýsingar um erfða- eiginleika manna, við lækn- ingar og framleiðslu lyfja, og slík notkun er til góðs. Til ills er hægt að nota slíkar upplýs- ingar, þegar farið er að nota þær til þess að útiloka ákveðna einstaklinga eða hópa þeirra frá því að geta verið fullgildir þegnar sam- félagsins. Eitt atriði er enn ónefnt í þessu sambandi, en skiptir þó mjög miklu máli í umræðunni um erfðarannsóknir, gagna- grunna og persónuvernd. Það er sú staðreynd, að þegar tekið er lífsýni úr tilteknum einstak- lingi með vitund hans og vilja, til dæmis vegna legu á sjúkra- húsi eða þátttöku í vísinda- rannsókn, er viðkomandi ein- staklingur ekki einungis að gefa upplýsingar um heilsufar sitt, heldur eftir atvikum líka upplýsingar um heilsufar ann- ars fólks, það er foreldra sinna, barna og systkina. Þessi staðreynd gerir það að verk- um, að erfðarannsóknir hljóta ávallt, að minnsta kosti þegar litið er á málið út frá persónu- verndarsjónarmiðum, að njóta mikillar sérstöðu meðal ann- arra vísindarannsókna á heil- brigðissviði. Birtist sú sér- staða meðal annars í því, að við framkvæmd slíkra rann- sókna eru gerðar aðrar kröfur og sumpart strangari í garð vísindamanna, heldur en tíðk- að er við aðrar vísindarann- sóknir á heilbrigðissviði. Núverandi frumvarp tryggir persónuvernd- ina betur heldur en fyrra frumvarp gerði Drög þau að nýju frumvarpi til laga um gagnagrunn á heil- brigðissviði, sem nú hafa ver- ið kynnt, ganga lengra í þá átt að tryggja persónuverndina, heldur en það frumvarp gerði, sem lapt var fram á síðasta þingi. I því sambandi tel ég tvö atriði mestu máli skipta. Fyrra atriðið er það, að eft- irlit með framkvæmd laganna að því er persónuverndina varðar verður falið óháðum eftirlitsaðila, það er að segja Tölvunefnd, en ekki pólitísk- um ráðherra, eins og áður var gert ráð fyrir. Síðara atriðið er það, að nú er ótvírætt lagt til grundvallar, að einstaklingurinn sjálfur eigi forræði á því, hvort upp- lýsingar um hann fara inn í hinn miðlæga gagnagrunn eða ekki, og felst í þessu mikil réttarbót. I þessu sambandi megum við samt ekki líta fram hjá þeirri staðreynd, að ákveðinn hópur þjóðfélags- þegnanna er ekki fær um að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.