Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1998, Blaðsíða 66

Læknablaðið - 15.09.1998, Blaðsíða 66
682 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 læknisfræði var Þórður Skál- holtsbiskup Þorláksson (1639- 1697). Þetta eru hinar svoköll- uðu Rímbækur en þær eru báð- ar þýðingar á erlendum bókum og þar kemur ekki fram nein sérstök innlend þekking heldur gamaldags vísindi sem gengið höfðu um aldir og voru á fall- anda fæti (6). Útgáfa íslenskra lækningabóka hefst ekki fyrr en áhrifa upplýsingarinnar fer að gæta í íslensku samfélagi á síðari hluta 18. aldar. I tímariti Lærdómslistafélagsins birtust alls 10 greinar um heilbrigðis- mál á árunum 1784-1798, sem voru rúm 13% alls efnis tíma- ritsins, en segja má að rit Jóns Péturssonar, Stutt aagrip umm icktsyke frá árinu 1782 og Lœknínga Bók fyrir almúga sem kom út árið 1834 marki upphafi og endi þessa upp- lýsingartíma á sviði heilbrigð- ismála (7). Fyrir þann tíma er til merkilegt handrit Medicina Practica eftir Jón Magnússon (1662-1738) frá árinu 1725 sem markar tímamót í sögu læknislistarinnar hérlendis (8). í þessu handriti er í fyrsta sinn fjallað um mannslíkamann, sjúkdóma og læknisvisku á þann hátt að hægt er að tengja það hugtakinu raunlækningar. Handritið fjallar annars vegar um byggingu líkamans og hins vegar um ýmsa sjúkdóma og ráð við þeim. Æðakerfinu er til dæmis lýst á nákvæman hátt og eftir nýjustu visku og einnig fjallað um nokkra sjúkdóma sem hafa íslensk nöfn, þeir skilgreindir og stundum sagt hvað sé til ráða. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem slíkt er gert og má því gera ráð fyrir að sjúk- dómsheitin séu lýsandi fyrir einkenni sjúkdómsins. Þótt þetta handrit marki þannig ákveðin tímamót er hins vegar óvíst hvort það hefur haft ein- hver áhrif á lækniskunnáttu eða orðanotkun um sjúkdóma hér á landi. I níunda og 10. árgangi tímarits Lærdómslistafélags- ins birtist grein eftir Svein Pálsson lækni (1762-1840), Registr yfir Islenzk Sjúk- dómanöfn og er hún tvímæla- laust ein merkilegasta ritsmíð upplýsingartímans um heil- brigðismál (9). í ritgerðinni eru nefndir fjölmargir sjúk- dómar og þeim gefin íslensk nöfn. Reynt er að greina á milli sjúkdóma, skýra ein- kenni þeirra og orsök en þótt ekki séu gefin nein ráð til lækninga þá kemur kunnátta Sveins í fræðununt vel fram. Sveinn segir í formála að Jón Sveinsson landlæknir hafi leitast við að upplýsa fólk um læknisfræði með því að rita um landfarsótt í rit félagsins (10). „En eigi má undra þótt múga manns falli ei rit það svo auðskilið sem til er ætlast þar til útheimtist greinilegt skynbragð á byggingarmáta og náttúrukraftaskýrslu mann- legs líkama (Anatomia et Physiologia) sem og hinni al- mennu sjúkdómafræði (Patho- logia generali)“. Þrátt fyrir þetta ræðst Sveinn í að skrifa registur yfir íslensk sjúkdóma- nöfn enda sé slíkt registur til yfir íslensk fugla- og fiska- nöfn og „hver vill þá amast við einu yfir sjúkdómanöfnin er hefur hið sama augnamið og tilgang, nefnilega uppörv- an annarra að rita og í ljósi láta þanka sína og lærdóm um einhverja grein í þessu svo mjög víða efni“ (11). Tilganginn með registrinu segir Sveinn vera: „1) Að sýna svo langt sem þetta tekur orðríki hinnar ís- lensku tungu er einna mest lætur sig í ljósi í mennt þessari fremur öðrum. Samt að ávísa að velflestir ef ei allir þeir sjúkdómar hverjum í íslensku máli er ei nafn gefið, séu ann- að hvort innleiddir þangað af útlenskum, ellegar næsta sjald- gæfir í landinu og kviknaðir á nýjari tíðuin við ein og önnur tækifæri. 2) Koma í veg fyrir að því leyti er í mínu valdi stendur að ekki séu innleidd nýsmíðuð nöfn í stað hinna görnlu er brúkuð hafa verið og eru enn nú víðast um landið ef þessi útlista eðli sjúkdómsins eins vel og hin. 3) Leitast við að gefa hverju sjúkdómskyni og teg- und sitt vissa óhvikula nafn (terminum fixum) er nægja mætti til að greina eitt frá öðru bæri svo til að nokkur fýsti að rita fullkomið lærdómssam- hengi (systema) í læknislist- inni á íslenska tungu síðar meir. Hversu sem mér hefur tekist þessu að fullnægja hugga ég mig við að viðleitnin er engum bönnuð. Það er alkunna hversu smá- smugulega hinir gömlu og hvað meira er þeir miklu menn Sauwage, Linné og Vogel (12), hafa aðgreint og nafngefið sjúkdómana svo sem væru þeir allir af svo ólíku eðli og þess vegna skipað þeim í svo ntarga flokka, raðir, kynferði og tegundir (Classes, ordines, genera et Species). Hafa yngstu læknar nú á vorum tíðum fyrir sjónir leitt að mörg krankdæmi er þessir lærðu menn aðskildu með sérlegum nöfnum eru verulega eitt og hið sama og mismun þeirra leiðir einungis af ýmsum innvortis eða útvortis tilfall- andi orsökum. Hér á mót hafa Islendingar mjög lítið hirt um að nafngreina tegundir sjúkdómanna en í þess stað brúkað mörg samnefni til eins og hins sama sjúkleika og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.