Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1998, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 15.09.1998, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 645 aðgerðar og fannst æxli á ofangreindum stað sem vaxið var út í gegnum ristilvegginn og yfir á þvagblöðruna. Vefjarannsókn leiddi í ljós meðalvel til vel þroskað kirtilþekjukrabbamein með vexti í gegnum ristilvegginn en þeir 14 eitlar sem voru í sýninu reyndust allir án æxlis- vaxtar. Því var um að ræða stig B samkvæmt flokkun Dukes. Sjúkdómsgangur var tíðindalít- ill eftir aðgerðina og útskrifaðist sjúklingurinn 11 dögum síðar eftir sex vikna legu á sjúkra- húsinu. Umræða Ristilkrabbamein eru meðal algengustu krabbameina hér á landi og greinast um 60 ný tilfelli árlega. Fyrstu einkenni eru oftast í formi hægðabreytinga og blæðinga frá endaþarmi. Sjaldgæfari einkenni eru vegna fjarmeinvarpa en einnig geta bakteríur ristilflóru komist inn í blóðrásina vegna skertra slímhúðarvarna og valdið fjarlægum sýkingum líkt og í umræddu tilfelli (1). Ovenjulegar sýkingar geta þannig verið eina vísbendingin um krabbamein í ristli. í umræddu tilfelli var um að ræða bactero- ides blóðsýkingu sem átti upptök í ristilkrabba- meini og leiddi til mjúkvefjasýkingar í brjóst- vegg. Reyndar var ekki tekið sýni frá sýkingar- staðnum til sýkla- eða vefjarannsókna en gengið var út frá mjúkvefjasýkingu af völdum bacteroides, þar sem bakterían ræktaðist úr blóði. Sýkingin í brjóstveggnum náði frá ileiðru og út undir húð og virtist helst vera um að ræða bólgumein (phlegmon) eða ígerð. í fyrstu var grunur um fellsbólgu með drepi en klíníski gangurinn og tölvusneiðmyndir benda ekki til að svo hafi verið. Þannig komu engar húðbreytingar fram, svo sem roði, þroti, blámi eða blöðrur, og ekki var að sjá merki um að sýkingin breiddist út eftir fellsplani. Snemma í fellsbólgu með drepi eru þó litlar sem engar húðbreytingar til staðar og greiningin getur því verið erfið. Reyndar hafa nafngiftir mjúkvefja-' sýkinga verið nokkuð á reiki í gegnum tíðina. Þar sem ekki var gerð aðgerð í þessu tilfelli var ógerningur að meta nákvæmlega útbreiðsluna en stuðst var við endurteknar tölvusneið- myndarannsóknir í því efni. Sýkingar af völdum bacteroides í tengslum við ristilkrabbamein eru vel þekktar en í yfir- litsgrein um tengsl óvenjulegra sýkinga og rist- ilkrabbameins kemur fram að af 793 sjúkling- um með bacteroides blóðsýkingu voru 87 (11%) með ristilkrabbamein (1). Fjarsýkingar í mjúkvefjum af völdum bacteroides sem fylgi- kvilli ristilkrabbameins virðast þó ákaflega sjaldgæfar og fundum við engin dæmi um slík- ar sýkingar við ítarlega tölvuleit í gagnabank- anum MEDLINE fyrir árin 1966-1997. Meðferð mjúkvefjasýkinga er tvíþætt, ann- ars vegar sýklalyf og hins vegar skurðaðgerð þar sem fjarlægðir eru sýktir vefir og tryggt er frárennsli fyrir gröft. Eflaust má deila um hvort framkvæma hefði átt aðgerð vegna mjúkvefja- sýkingarinnar í umræddu tilfelli en valin var sú leið að beita sýklalyfjameðferð og fylgjast náið með framvindu sýkingarinnar með endurtekn- um tölvusneiðmyndarannsóknum. Sjúklingur- inn svaraði þessari meðferð vel og náði fullum bata. Gildi háþrýstisúrefnismeðferðar er um- deilt en slíkri meðferð hefur engu að síður ver- ið beitt í vaxandi mæli við alvarlegar mjúk- vefjasýkingar, svo sem fellsbólgu með drepi. Engar framskyggnar samanburðarrannsóknir hafa verið gerðar en afturskyggnar rannsóknir án samanburðarhóps hafa sýnt lægri dánartíðni þegar háþrýstisúrefnismeðferð er beitt (2). Háþrýstisúrefnismeðferð má því hafa í huga sem viðbótarmeðferð þegar um er að ræða alvar- legar mjúkvefjasýkingar af völdum loftfælinna baktería (3). Dreifðar lungnaíferðir endurspegluðu að lík- indum bráðan lungnaskaða (acute lung injury) sem er algengur fylgikvilli svæsinna blóðsýk- inga og annarra sjúkdóma sem valda útbreidd- um bólguviðbrögðum í líkamanum (systemic inflammatory response syndrome, SIRS). Þetta sjúkratilfelli undirstrikar að þegar sýk- ingar af völdum baktería sem eru hluti af flóru ristils greinast utan meltingarvegar, er rétt að leiða hugann að sjúkdómi í ristli, einkum krabbameini. HEIMILDIR 1. Panwalker AP. Unusual infections associated with colo- rectal cancer. Rev Infect Dis 1988; 10: 347-64. 2. Green JR, Dafoe DC, Raffín TA. Necrotizing fasciitis. Chest 1996; 110: 219-29. 3. Swartz MN. Cellulitis and subcutaneous infections. In: Mandell GL, Bennett JE, Dolin R, eds. Mandell, Douglas and Bennett’s Principles and Practice of Infectious Dis- eases. New York: Churchill Livingstone; 1995: 909-29.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.