Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1998, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.09.1998, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 659 Uppfylla má ströngustu kröfur um persónuvernd - í fyrirhuguðum gagnagrunni á heilbrigðissviði Hákon Guðbjartsson í umræðu um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði hafa sumir haldið því fram að hugmyndin að slíkum grunni sé ekki ný af nálinni. Henni hafi hins vegar verið hafnað fram til þessa þar sem ókost- irnir hafi þótt vega þyngra en kostirnir og er þá oft vísað til þess að ekki sé unnt að tryggja persónuvernd einstaklinga. Þessar fullyrðingar hafa lítt verið rökstuddar og það er nauðsynlegt að fram fari fag- legt mat á kostum og göllum miðlægra gagnagrunna. Kem- ur þar tvennt til. í fyrsta lagi hafa aukin þekking og tækni- framfarir á sviðum tengdum læknavísindunum orðið til þess að bæta skilning manna á mikilvægi úrvinnslu heilsu- farsgagna til þekkingarsköp- unar. Ýmsir frumkvöðlar á sviði læknisfræði, svo sem Kári Stefánsson forstjóri Is- lenskrar erfðagreiningar (IE), hafa komið auga á þetta og bent á nauðsyn þess að skapa aðgengilega þekkingu og þar með verðmæti úr þessum upp- lýsingum. I annan stað hefur það ekki komið nægjanlega vel fram í opinberri umræðu hvernig standa megi að gerð slíks gagnagrunns og hvernig Höfundur er forstöðumaður upplýs- ingasviðs islenskrar erfðagreiningar. Hákon Guðbjartsson. korna megi í veg fyrir að við- kvæmar persónuupplýsingar lendi í röngum höndum. Tilgangur þessara skrifa er einmitt að varpa ljósi á það hvernig útfæra megi slíkan miðlægan gagnagrunn með heilsufarsupplýsingum, án þess að draga úr nauðsynleg- um kröfum um nafnleynd. Þannig á að vera hægt að virkja þá auðlind sem liggur í heilsufarsgögnum með sem minnstri áhættu og sem minnstum fórnarkostnaði. Aður en farið verður út í að útskýra nafnleyndarkerfi fyrir miðlægan heilsufarsgagna- grunn er rétt að skoða nánar þær leiðir sem dulkóðunar- fræði nútímans bjóða upp á og það nafnleyndarkerfi sem ÍE notar í dag. Skilningur á nú- verandi vinnuferli IE auðveld- ar skilning á fyrirhuguðu nafnleyndarkerfi fyrir gagna- grunninn, auk þess sem það veitir innsýn í þá vinnslu sem færi fram með þeim gögnum sem safnað yrði í grunninn. Nútíma dulkóðunar- fræði gefa inikla möguleika Dulkóðun hefur löngum verið beitt til þess að fela upp- lýsingar fyrir öðrum. Aðferðir til að dulkóða bréf byggðust meðal annars á því að nota ákveðna töflu eða bók til þess að skipta út stöfum og gera bréfið þar með ólæsilegt. Með tölvum hafa opnast nýir mögu- leikar til dulkóðunar, mun öflugri en áður hafa þekkst. Tölvutækar dulkóðun- araðferðir byggjast á því að beita tilteknum reikniaðgerð- um ásamt lykli til þess að varpa frumgögnunum yfir í af- mynduð gögn. Afmynduðu gögnin eru ekki einungis háð frumgögnunum heldur einnig lyklinum og dulkóðunarað- ferðinni. Til þess að dulkóðun- araðferð geti talist traust er mikilvægt að ekki sé hægt að ráða lykilinn þó svo að dul- kóðunaraðferðin og tilsvarandi frumgögn og afmynduð gögn séu þekkt. Sá tími sem það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.