Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1998, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.09.1998, Blaðsíða 50
666 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 væri einungis að sjá um rekst- ur kerfisins og allar aðgerðir þeirra væru skráðar og yfir- farnar. Þessir kerfisstjórar væru þeir einu sem hefðu að- gang að kerfinu án þess að fara í gegnum miðlarann. Hugbúnaðarþróun miðlarans færi fram á vegum IE og yrðu notuð tilbúin gögn þannig að forritarar kæmust aldrei að frumgögnunum. Það ætti að vera ljóst af framansögðu að auðveldlega má búa svo um hnútana að ströngustu kröfum um per- sónuvernd sé fullnægt. Dul- kóðun og aðskilnaður nafn- tengdra og dulkóðaðra gagna kemur í veg fyrir grófa mis- beitingu gagnagrunnsins, það er útkeyrslu nafntengdra lista. Takmörkun og skráning að- gerða auk náins eftirlits myndi svo útiloka möguleika á mis- notkun í smærri stfl. Heilsufarsgagna- grunnar starfræktir víða um heim Vert er að hafa í huga að það er í raun ekki nema stigs- munur á fyrirhuguðum mið- lægum gagnagrunni ÍE og heilsufarsgagnagrunnum sem starfræktir eru víða erlendis svo sem í Bandaríkjunum eða gagnagrunnum innlendra að- ila á borð við Hjartavernd og Krabbameinsfélagið. í mörg- um erlendum heilsufarsgagna- grunnum, svo sem þeim sem rekinn er af University of Virginia Medical Center, er nafnleynd tryggð með dulkóð- un. Sömu sögu er að segja af gagnagrunni sem Finnar starf- rækja og geymir heilsufarsupp- lýsingar um miklu mun fleiri einstaklinga en verða nokkurn tímann skráðir hérlendis. Sjúkrastofnanir, Hjartavernd og Krabbameinsfélagið hafa í skrám sínum gögn yfir tugi til hundruð þúsunda einstaklinga á nafntengdan hátt og nafn- leynd þar byggir því eingöngu á þeim trúnaði sem staifsmönn- um þessara stofnana er sýnd- ur. Sömuleiðis hefur starfs- mönnum Erfðafræðinefndar verið sýnt traust með því að leyfa þeim að ættfæra nafn- tengda hópa sjúklinga sem þeim eru fengnir í hendur af sjálfstæðum vísindamönnum. í öllum þessum tilvikum hefur það verið talið réttlætanlegt að hafa viðkomandi gögn í gagna- grunnum viðkomandi stofn- ana og enginn hefur hingað til séð tilefni til að hlaupa upp til handa og fóta yfir því. Surnir hafa haldið því fram að áætlanir IE séu siðferðilega óveijandi og að engurn öðrum kæmi til hugar að setja upp slík- an gagnabanka með upplýs- ingum um heila þjóð. Þetta er alrangt því víða eru áform um gerð slíkra gagnagrunna og þeir gagnagrunnar ná til mun fleiri einstaklinga en sem nemur fjölda allra íslendinga. Sú stað- reynd að fyrirhugaður gagna- banki IE á heilbrigðissviði eigi að ná til allra landsmanna eykur engan veginn hættuna á mis- notkun persónuupplýsinga um- fram það sem gerist erlendis. Hins vegar eykur það notagildi hans til erfðafaraldsfræðilegra rannsókna til muna. Einkarekstur tryggir aukið öryggi Það má færa fyrir því gild rök að öryggi miðlægs gagna- grunns hvað varðar nafnleynd og persónuvemd sé betur tryggt hjá einkafyrirtæki en hjá ríkis- stofnun. Auðveldara er að beita viðurlögum gagnvart einka- fyrirtæki en ríkisstofnun ef minnsti grunur er um misbeit- ingu. Einkafyrirtæki sem hefur allar tekjur sínar af rekstri gagnagrunnsins ætti að hafa hvatningu til að sjá til þess að gagnagrunnurinn verði ekki misnotaður til að tryggja að það haldi starfsleyfi sínu. í öðru lagi myndi einkafyrirtæki hafa allar tekjur sínar frá erlendum fyrirtækjum og stofnunum sem hafa engan áhuga á persónu- tengdum upplýsingum um ís- lendinga. Sem dæmi um einkafyrir- tæki á þessu sviði má nefna Skýrr, sem hefur langa reynslu af meðhöndlun mjög stórra gagnagrunna og því að gæta öryggis þeirra. Þær upplýsing- ar sem þar eru geymdar, svo sem upplýsingar frá Trygg- ingastofnun ríkisins og ríkis- skattstjóra, eru á margan hátt mjög viðkvæmar. Hið sama má segja um mikið af þeim upplýs- ingum sem bankar og greiðslu- kortafyrirtæki hafa. Engu að síður hafa þessar stofnanir ekki séð ástæðu til að beita dul- kóðunaraðferðum til persónu- verndar líkt og IE gerir, heldur einungis aðgangsheintildum og stjórnunarlegum aðferðum. Af ofangreindu máli ætti að vera sýnt að hægt er að byggja miðlægan heilsufarsgagna- grunn sem eykur ekki hættu á ólöglegu aðgengi að viðkvæm- um persónutengdum upplýs- ingum frá því sem er í dag. Þvert á móti kænti endur- skipulagning gagnagrunna á heilbrigðisstofnunum í kjölfar tengingar við miðlægan gagna- grunn til með að minnka möguleika á slíkri misnotkun. Sá augljósi ávinningur sem fæst af því að hrinda í frarn- kvæmd miðlægum heilsufars- gagnagrunni ætti að kveða niður þær gagnrýnisraddir sem byggja mál sitt á misskilningi og ranghugmyndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.