Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1998, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 15.09.1998, Blaðsíða 51
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 667 Helgar tilgangurinn meðalið? - Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir telur áhættuna sem sjúklingum stafar af miðlægum gagnagrunni á heilbrigðissviði meiri en hugsanlegan ávinning af honum Ólafur Þór Ævarsson geð- læknir og formaður Lækna- félags Reykjavíkur er einn þeirra sem draga í efa gildi og réttmæti þess að safna öllum heilsufarsupplýsing- um um íslensku þjóðina saman í miðlægan gagna- grunn. Hann efast um að ávinningur af slíkum gagna- grunni vegi upp þá áhættu sem tekin yrði með því að búa hann til. I viðtali við Læknablaðið ræddi hann um rétt sjúklinga gagnvart slikum gagnagrunni en fyrst var hann spurður álits á þeirri vísindalegu aðferð sem rætt hefur verið um að grunnurinn bjóði heim. Mun tilkoma hans leiða til breytinga á því hvernig vís- indamenn nálgast viðfangs- efni sitt? „Eg vil fyrst segja að sú mikla umræða sem verið hef- ur í gangi í sumar hafi verið gagnleg. Hún hefur beint sjónum almennings, fagfólks og stjórnmálamanna að því hve mikil upplýsingaöflun og vísindastarfsemi er fyrir í landinu og hve aðstæður til rannsókna hérlendis eru góð- ar. Umræðan hefur einnig vakið lækna til aukinnar vit- undar um nauðsyn þess að standa vörð um hagsmuni sjúklinga sinna og á hvern hátt sé farið með heilsufarsupplýs- ingar. Ólafur Þór Ævarsson. Ég held að umræðan um að setja á stofn miðlægan gagna- grunn endurspegli þær breyt- ingar sem hugsanlega eru að verða á því hvernig sumir vís- indamenn nálgast viðfangs- efni sín. Hin hefðbundna að- ferð er að setja fram kenningu og leita síðan leiða til að sanna hana eða afsanna. Vís- indamenn hafa unnið hver í sínu horni knúnir áfram af faglegum áhuga sínum einum og fjármögnun verkefnisins hefur ekki haft áhrif á niður- stöðurnar. Nú er hins vegar í vaxandi mæli notuð sú aðferð að fjárfestingaraðilar leggja fé til rannsókna í viðskiptaskyni og panta þá á vissan hátt ákveðna rannsókn sem búast má við að skili arði. Þannig yrði íslenskur miðlægur gagna- grunnur söluvara í slíkum við- skiptum. I umræðunum hefur komið fram að hinn vísindalegi ávinn- ingur af gagnagrunninum yrði mikill og nýrra upplýsinga aflað um marga sjúkdóma. Ég er sannfærður um að slíkur upplýsingabanki myndi inni- halda ómetanlegar upplýsing- ar en niðurstöður rannsókna sem unnar yrðu eftir gögnum úr honum væru undir áhrifum kaupandans og nýttar sam- kvæmt óskum hans.“ Einkaleyfi og/eða óheftur aðgangur - I viðtali við Örn Bjarna- son í síðasta Læknablaði kem- ur fram að nú sé að verða sú breyting á birtingu rannsókna- niðurstaðna að vísindamenn bíði með að birta þær þangað til þeir hafa fengið einkaleyfi á að hagnýta sér þær. Hvað finnst þér um þessa þróun? „Tilgangur læknavísinda er fyrst og fremst sá að verða sjúklingum að gagni og það hefur ekki tíðkast að hefta að- gang að niðurstöðum, þvert á móti er það tilgangur vísind- anna að sem flestir njóti af- rakstursins og sem fyrst. Þess vegna er þessi einkaleyfis- eða einokunarhugsun fram- andi. Annað sem mælir gegn einkaleyfi er heft aðgengi annarra vísindamanna. Hvern- ig sem það er rætt fram og aft-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.