Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1998, Page 51

Læknablaðið - 15.09.1998, Page 51
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 667 Helgar tilgangurinn meðalið? - Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir telur áhættuna sem sjúklingum stafar af miðlægum gagnagrunni á heilbrigðissviði meiri en hugsanlegan ávinning af honum Ólafur Þór Ævarsson geð- læknir og formaður Lækna- félags Reykjavíkur er einn þeirra sem draga í efa gildi og réttmæti þess að safna öllum heilsufarsupplýsing- um um íslensku þjóðina saman í miðlægan gagna- grunn. Hann efast um að ávinningur af slíkum gagna- grunni vegi upp þá áhættu sem tekin yrði með því að búa hann til. I viðtali við Læknablaðið ræddi hann um rétt sjúklinga gagnvart slikum gagnagrunni en fyrst var hann spurður álits á þeirri vísindalegu aðferð sem rætt hefur verið um að grunnurinn bjóði heim. Mun tilkoma hans leiða til breytinga á því hvernig vís- indamenn nálgast viðfangs- efni sitt? „Eg vil fyrst segja að sú mikla umræða sem verið hef- ur í gangi í sumar hafi verið gagnleg. Hún hefur beint sjónum almennings, fagfólks og stjórnmálamanna að því hve mikil upplýsingaöflun og vísindastarfsemi er fyrir í landinu og hve aðstæður til rannsókna hérlendis eru góð- ar. Umræðan hefur einnig vakið lækna til aukinnar vit- undar um nauðsyn þess að standa vörð um hagsmuni sjúklinga sinna og á hvern hátt sé farið með heilsufarsupplýs- ingar. Ólafur Þór Ævarsson. Ég held að umræðan um að setja á stofn miðlægan gagna- grunn endurspegli þær breyt- ingar sem hugsanlega eru að verða á því hvernig sumir vís- indamenn nálgast viðfangs- efni sín. Hin hefðbundna að- ferð er að setja fram kenningu og leita síðan leiða til að sanna hana eða afsanna. Vís- indamenn hafa unnið hver í sínu horni knúnir áfram af faglegum áhuga sínum einum og fjármögnun verkefnisins hefur ekki haft áhrif á niður- stöðurnar. Nú er hins vegar í vaxandi mæli notuð sú aðferð að fjárfestingaraðilar leggja fé til rannsókna í viðskiptaskyni og panta þá á vissan hátt ákveðna rannsókn sem búast má við að skili arði. Þannig yrði íslenskur miðlægur gagna- grunnur söluvara í slíkum við- skiptum. I umræðunum hefur komið fram að hinn vísindalegi ávinn- ingur af gagnagrunninum yrði mikill og nýrra upplýsinga aflað um marga sjúkdóma. Ég er sannfærður um að slíkur upplýsingabanki myndi inni- halda ómetanlegar upplýsing- ar en niðurstöður rannsókna sem unnar yrðu eftir gögnum úr honum væru undir áhrifum kaupandans og nýttar sam- kvæmt óskum hans.“ Einkaleyfi og/eða óheftur aðgangur - I viðtali við Örn Bjarna- son í síðasta Læknablaði kem- ur fram að nú sé að verða sú breyting á birtingu rannsókna- niðurstaðna að vísindamenn bíði með að birta þær þangað til þeir hafa fengið einkaleyfi á að hagnýta sér þær. Hvað finnst þér um þessa þróun? „Tilgangur læknavísinda er fyrst og fremst sá að verða sjúklingum að gagni og það hefur ekki tíðkast að hefta að- gang að niðurstöðum, þvert á móti er það tilgangur vísind- anna að sem flestir njóti af- rakstursins og sem fyrst. Þess vegna er þessi einkaleyfis- eða einokunarhugsun fram- andi. Annað sem mælir gegn einkaleyfi er heft aðgengi annarra vísindamanna. Hvern- ig sem það er rætt fram og aft-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.