Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1998, Blaðsíða 75

Læknablaðið - 15.09.1998, Blaðsíða 75
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 689 Ritfregnir garðyrkju og hefur líklega komist að sömu niðurstöðu og Birtíngur forðum í sögu Vol- tairs: en þar segir Birtíngur í sögulokum eftir að hafa lent í hinum margvíslegustu hrakn- ingum um álfur og lönd þetta er vel mælt, en maður verður að rækta garðinn sinn“. Kollegi nokkur sem heim- sótti Busch sá ekkert á heimil- inu sem minnti á ævistarf hús- ráðenda, nema hina íslensku fálkaorðu og virtist hún hafa verið Busch mjög kær og með þessu er ég kominn að kjama málsins: Það er ekki nóg að vera þakklátur og hugsa með virðingu til þessara dugmiklu manna, maður verður líka að tjá það á áþreifanlegan hátt og vil ég nú biðja kollega mína Bjarna og Kristin um að af- henda þessum heiðursmönn- um viðurkenningarnar. Takk fyrir. Heiðursgestirnir þökkuðu báðir fyrir sig og dr. Bjarni leiðrétti söguna af dr. Busch, sem hætti störfum eftir að hann hafði fengið aðsvif við vinnu sína en var ekki kominn á eftirlaunaaldur. Frú Þorbjörg Þóroddsdóttir ávarpaði frú Ingeborg Einars- son og bar lof á hana fyrir brautryðjendastarf í garðrækt og ekki minnst blómarækt í Reykjavík og jafnframt hlý- hug og gestrisni í sinn garð. Heiðursskjölin eru hand- gerð af Soffíu Árnadóttur grafískum hönnuði og er merki félagsins gert úr gull foliu. Til fróðleiks má geta þess að dr. Busch fékk riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu þann 1. mars 1950. Garðar Guðmundsson Læknablaðinu hefur borist fylgirit við heilbrigðisskýrslur frá landlæknisembættinu en það ber heitið Réttargeðdeild- in að Sogni. Greinargerð eftir 5 ára starf. Höfundar þess em Ragnheiður Hergeirsdóttir yfirfélagsráðgjafi og Magnús Skúlason yfirlæknir. Efni rits- ins skýrist af heiti þess en í lokaorðum greinargerðarinnar segir svo: „Nú er komin rúmlega 5 ára reynsla af rekstri og starfsemi réttargeðdeildar á íslandi. Ekki verður lengur komist hjá því að veita meira fjármagni í starfsemina eigi hún yfirleitt að vera til. I þessari samantekt er reynt að varpa ljósi á starf- semina og helstu vandamál sem hún stendur frammi fyrir í dag.“ Þá hefur embætti landlækn- is einnig gefið út Tímariialista Bókasafns landlœknisemb- œttisins en hann hefur að geyma skrá yfir öll þau tímarit sem embættið er áskrifandi að. Þar segir Stefanía Júlíus- dóttir forstöðumaður bóka- safnsins meðal annars í for- mála: „Á Tímaritalistanum eru vefföng þeirra áskriftartíma- rita Landlæknisembættisins, sem hafa efnisyfirlit, útdrætti og í sumum tilvikum allan textann aðgengilegan um Lýð- netið (Internetið) endur- gjaldslaust í rafrænu formi, miðað við ársbyrjun 1998. Til stendur að setja Tímaritalist- ann á heimasíðu Landlæknis- embættisins [http://www.land- laeknir.is] með tengingum frá titli tímarits yfir í rafræna formið ...“ Blaðinu hefur einnig borist Ársskýrsla Krabbameinsfé- lagsins sem lögð var fram á aðalfundi félagsins 8. maí 1998. Þar kemur fram að starf- semi félagsins hafi verið með venjubundnum hætti á liðnu starfsári en meðal nýjunga er nefnd áherslubreyting í fræðslu um tóbaksvarnir sem færst hefur frá Krabbameins- félagi Reykjavíkur til grunn- skólans. Einnig kemur fram að hald- ið var upp á 10 ára afmæli tveggja þátta í starfsemi fé- lagsins á starfsárinu. Annað afmælisbarnið var Heima- hlynning sem hefur fest sig í sessi en þar starfa nú sjö hjúkrunarfræðingar og þrír læknar. Hitt afmælisbarnið var Rannsóknastofa Krabba- meinsfélagsins í sameinda- og frumulíffræði sem hélt upp á 10 ára afmælið í mars á þessu ári. Um hana segir Guðrún Agnarsdóttir forstjóri Krabba- meinsfélags íslands í formála: „Á fslandi eru kjöraðstæður til krabbameinsrannsókna eins og margir vita. Þær hafa verið nýttar af starfsfólki rann- sóknastofunnar með afar góð- um árangri og hafa niðurstöð- ur þeirra og annars íslensks rannsóknarfólks á þessu sviði vakið mikla og verðskuldaða athygli á alþjóðavettvangi. Það má teljast vel að verki staðið að rannsóknastofa með ekki lengri starfstíma skuli hafa náð svo miklum afköst- um.“ Loks ber að geta þess að landlæknisembættið hefur gefið út upplýsingabækling á ensku undir heitinu Health in Iceland. Eins og nafnið bendir til eru hér á ferðinni tölfræði- upplýsingar um íslenskt heilbrigðiskerfi, lífsgæði og algengi ýmissa sjúkdóma hér á landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.