Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1998, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.09.1998, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84: 643-5 Sjúkratilfelli mánaöarins Bacteroides mjúkvefjasýking í brjóstvegg í tengslum við ristilkrabbamein Þorvarður R. Hálfdanarson1', Örn Thorstensen21, Runólfur Pálsson11 Sjúkratilfelli Sjötugur karlmaður var lagður inn á lyflækn- ingadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur vegna hita og brjóstverkjar. Veikindi hófust tveimur dög- um fyrir innlögn með kuldahrolli og 40°C hita og daginn eftir fór að bera á vaxandi verk í framanverðum brjóstkassa, neðan hægra við- beins. Verkurinn var ótengdur öndun og var um tíma illþolanlegur. Við nánari eftirgrennslan lýsti hann vaxandi óþægindum ofan við lífbein undanfama mánuði. Þá hafði hann lést um nokkur kílógrömm og fundið fyrir vaxandi magnleysi. Fyrri saga var einungis markverð fyrir hjartsláttartruflanir sem hann tók vera- pamíl við. Við skoðun var sjúklingur veikindalegur. Hiti var 39,6°C, blóðþrýstingur 165/85, púls 75 slög á mínútu og öndunartíðni 18. Meðvitund var eðlileg. Eymsli voru við þreifingu á brjóst- kassa neðan hægra viðbeins en þar var sérstak- lega aumt svæði, urn 2 cm í þvermál. Einnig þreifieymsli yfir vöðvum hægri axlar. Engin litarbreyting var sjáanleg á húð á þessum svæð- um og enginn þroti var til staðar. Hlustun lungna og hjarta var eðlileg. Kviður var lítil- lega þaninn með vægum eymslum ofan lífbeins. Endaþarmsskoðun var eðlileg og próf fyrir blóð í saur var neikvætt. Blóðhagur sýndi að hemóglóbín var 128 g/L, hvít blóðkorn 3,4x109/L og blóðflögur 142x 109/L. Sökk var 50 mm/klst og CRP 168 mg/L. Frá '’lyflækningadeild og 21röntgendeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Runólfur Pálsson, lyflækningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, 108 Reykjavík. Sími: 525-1000. Bréfsími: 525-1552. Netfang: rpalssom® tv.is Elektrólýtar, kreatínín og hjartaensím voru innan eðlilegra marka. Lifrarpróf voru vægt afbrigðileg, ALP 322 U/L, GGT 237 U/L, ASAT 48 U/L, ALAT 58 U/L. Þvagskoðun var ómarkverð. Röntgenmynd af brjóstholi sýndi merki um væga fleiðruþykknun hliðlægt vinstra megin og teikn sem bentu til lítilsháttar fleiðruvökva sömu megin. Hjartarafrit var án bráðra breytinga. Blóð og þvag var sent í rækt- un. Grunur lék á að sjúklingurinn væri með bráða sýkingu þótt ekki fyndist ákveðinn sýk- ingarstaður. Hann var meðhöndlaður með verkjalyfjum og vökva í æð og ákveðið var að fylgjast með sjúkdómsframvindu. Daginn eftir versnaði ástand sjúklings skyndilega með kuldahrolli, háum hita og mæði. Við skoðun var hann mjög veikindalegur, andstuttur, með hraðan hjartslátt og kalda útlimi. Blóðþrýsting- ur var 110/60 og púls 140 á mínútu. Eymsli í brjóstvegg voru svipuð og áður og engar húð- breytingar voru til staðar. Blóðrannsóknir sýndu nú aukningu á hvítum blóðkornum, 14,4xl09/L. Rannsókn á slagæðablóðgösum án súrefnisgjafar sýndi PaOi 51 mm Hg, PaCO^ 33 mm Hg og pH 7,46. Hafin var sýklalyfjameð- ferð með amoxicillín-klavúlansýru (Augmen- tin®) og gentamicíni. Tölvusneiðmyndir af brjóstholi sýndu fleiðruvökva beggja vegna ásamt dreifðum millivefsþéttingum í neðan- verðum lungum. Auk þess sást fyrirferð með fíngerðum loftbólum í mjúkvefjum neðan við hægra viðbein, aðallega að því er virtist utan tleiðru (mynd 1). Þessi fyrirferð var álitin vera merki um mjúkvefjasýkingu, hugsanlega fells- bólgu með drepi (necrotizing fasciitis) eða ígerð (abscess). Vegna versnandi loftskipta var sjúk- lingurinn fluttur á gjörgæsludeild. Ákveðið var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.