Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1998, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.09.1998, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 639 Fig. 1. Percentage ofmail responders, with chronic widespread musculoskeletal pain (CWP), in each age group. Females n 513 (white columns), males n 378 (gray columns). Meðalaldur úrtakshópsins var 42,6 ár, með- alaldurinn á Suðurnesjum var 40,6 ár, en 44,7 ár á Suðurlandi sem er marktækur munur, þetta er í samræmi við eiginlega aldursdreifingu íbúa á viðkomandi landsvæði samkvæmt Hagstofu Islands. Með slembivali var hringt í 737 ein- staklinga sem ekki höfðu svarað póstsenda spurningalistanum, 53,1% (391/737) svöruðu verkjalistanum símleiðis (munum við kalla þann hóp símahóp), 212 konur og 179 karlar. Af þeim sem hringt var í náðist ekki samband við 346 (46,9%). í töflu II sést hversu margir voru skoðaðir og hvernig niðurstöður úr bréfa- og símahópi eru notaðar til að reikna út lág- marks algengi vefjagigtar, sem er hjá konum 9,8% (118/1200) en hjá körlum 1,3% (16/ 1200), algengi langvinnra útbreiddra stoðkerf- isverkja er 26,9% (323/1200) hjá konum en 12,9% (155/1200) hjá körlum. Myndir 1 og 2 sýna hlutfall svarenda með langvinna verki og vefjagigt eftir kyni og aldursflokkun. Af 891 sem svaraði bréfum en hafði ekki langvinna útbreidda stoðkerfisverki hafði 101 (11,3%) daglega verki, 155 (17,4%) höfðu langvinna verki en ekki útbreidda eða daglega. Skammvinna verki en ekki útbreidda, daglega eða langvinna verki höfðu 144 (16,2%) ein- staklingar. Verkjalausir einstaklingar síðasta árið í bréfahópnum voru því aðeins 122 (13,7%). Munur á milli landshluta hvað varðar algengi langvinnra verkja og vefjagigtar, eftir kyni og aldursflokkaskiptingu sést í töflu III. Marktækt hærra hlutfall kvenna á Suðurnesjum heldur en Suðurlandi var með langvinna út- breidda stoðkerfisverkisverki (p<0,05) en ekki reyndist munur á algengi vefjagigtar á milli landshluta. I töflu IV sést samanburður á algengi vefjagigtar og langvinnra dreifðra verkja á Is- landi og í Danmörku. Fig. 2. Percentage of mail responders, with fibromyalgia, in each age group. Females n 513 (white columns), males n 378 (gray columns). Umræða Þessi rannsókn bendir eindregið til að al- gengi vefjagigtar og langvinnra útbreiddra stoðkerfisverkja sé mjög hátt á íslandi. Algengi vefjagigtar hjá konum byggt á 60,4% úrtaksins er 9,8%. Sambærilegt algengi hjá körlum byggt á 46,4% úrtaksins er 1,3%. Algengi langvinnra útbreiddra stoðkerfis- verkja byggt á sama úrtaki er 26,9% hjá konum en 12,9% hjá körlum. Urtakshóparnir eru fullstórir, sem gerir höf- undum erfitt fyrir í ljósi þess að svörun spurn- ingalistans var dræm, með símhringingum var síðan reynt að ná í þá sem ekki svöruðu, en þrátt fyrir það varð heildarsvörunin ekki nema 53,4%. Þessi dræma þátttaka takmarkar álykt- unarhæfni okkar af niðurstöðum rannsóknar- innar. I útreikningi á lágmarksalgengi vefja- gigtar er gengið út frá því að þeir sem ekki svara séu frískir. Ef við gerum aftur á móti ráð fyrir því að algengið í þeim hópi sem ekki svör- uðu sé svipað því og var í símahópnum þá mætti ætla að algengi vefjagigtar hjá konum sé nær 15%. Þegar þessar niðurstöður eru bornar saman við erlendar rannsóknir þá er algengið hærra en í flestum öðrum rannsóknum (8,10,15). Eru það einungis niðurstöður frá Arendal í Noregi sem eru sambærilegar en þar var algengi vefja- gigtar hjá konum á aldrinum 20-49 ára 10,5% (9). Samanborið við dönsku rannsóknina sem er sambærileg við skoðun sársaukapunkta og greiningu vefjagigtar, þá er lágmarks algengi langvinnra útbreiddra stoðkerfisverkja tvö- til þrefalt hærra hjá íslenskum konum og körlum og algengi vefjagigtar tífalt hærra en hjá Dön- um af báðum kynjum (tafla IV). Mikil aukning verður á langvinnum út-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.