Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1998, Page 21

Læknablaðið - 15.09.1998, Page 21
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 639 Fig. 1. Percentage ofmail responders, with chronic widespread musculoskeletal pain (CWP), in each age group. Females n 513 (white columns), males n 378 (gray columns). Meðalaldur úrtakshópsins var 42,6 ár, með- alaldurinn á Suðurnesjum var 40,6 ár, en 44,7 ár á Suðurlandi sem er marktækur munur, þetta er í samræmi við eiginlega aldursdreifingu íbúa á viðkomandi landsvæði samkvæmt Hagstofu Islands. Með slembivali var hringt í 737 ein- staklinga sem ekki höfðu svarað póstsenda spurningalistanum, 53,1% (391/737) svöruðu verkjalistanum símleiðis (munum við kalla þann hóp símahóp), 212 konur og 179 karlar. Af þeim sem hringt var í náðist ekki samband við 346 (46,9%). í töflu II sést hversu margir voru skoðaðir og hvernig niðurstöður úr bréfa- og símahópi eru notaðar til að reikna út lág- marks algengi vefjagigtar, sem er hjá konum 9,8% (118/1200) en hjá körlum 1,3% (16/ 1200), algengi langvinnra útbreiddra stoðkerf- isverkja er 26,9% (323/1200) hjá konum en 12,9% (155/1200) hjá körlum. Myndir 1 og 2 sýna hlutfall svarenda með langvinna verki og vefjagigt eftir kyni og aldursflokkun. Af 891 sem svaraði bréfum en hafði ekki langvinna útbreidda stoðkerfisverki hafði 101 (11,3%) daglega verki, 155 (17,4%) höfðu langvinna verki en ekki útbreidda eða daglega. Skammvinna verki en ekki útbreidda, daglega eða langvinna verki höfðu 144 (16,2%) ein- staklingar. Verkjalausir einstaklingar síðasta árið í bréfahópnum voru því aðeins 122 (13,7%). Munur á milli landshluta hvað varðar algengi langvinnra verkja og vefjagigtar, eftir kyni og aldursflokkaskiptingu sést í töflu III. Marktækt hærra hlutfall kvenna á Suðurnesjum heldur en Suðurlandi var með langvinna út- breidda stoðkerfisverkisverki (p<0,05) en ekki reyndist munur á algengi vefjagigtar á milli landshluta. I töflu IV sést samanburður á algengi vefjagigtar og langvinnra dreifðra verkja á Is- landi og í Danmörku. Fig. 2. Percentage of mail responders, with fibromyalgia, in each age group. Females n 513 (white columns), males n 378 (gray columns). Umræða Þessi rannsókn bendir eindregið til að al- gengi vefjagigtar og langvinnra útbreiddra stoðkerfisverkja sé mjög hátt á íslandi. Algengi vefjagigtar hjá konum byggt á 60,4% úrtaksins er 9,8%. Sambærilegt algengi hjá körlum byggt á 46,4% úrtaksins er 1,3%. Algengi langvinnra útbreiddra stoðkerfis- verkja byggt á sama úrtaki er 26,9% hjá konum en 12,9% hjá körlum. Urtakshóparnir eru fullstórir, sem gerir höf- undum erfitt fyrir í ljósi þess að svörun spurn- ingalistans var dræm, með símhringingum var síðan reynt að ná í þá sem ekki svöruðu, en þrátt fyrir það varð heildarsvörunin ekki nema 53,4%. Þessi dræma þátttaka takmarkar álykt- unarhæfni okkar af niðurstöðum rannsóknar- innar. I útreikningi á lágmarksalgengi vefja- gigtar er gengið út frá því að þeir sem ekki svara séu frískir. Ef við gerum aftur á móti ráð fyrir því að algengið í þeim hópi sem ekki svör- uðu sé svipað því og var í símahópnum þá mætti ætla að algengi vefjagigtar hjá konum sé nær 15%. Þegar þessar niðurstöður eru bornar saman við erlendar rannsóknir þá er algengið hærra en í flestum öðrum rannsóknum (8,10,15). Eru það einungis niðurstöður frá Arendal í Noregi sem eru sambærilegar en þar var algengi vefja- gigtar hjá konum á aldrinum 20-49 ára 10,5% (9). Samanborið við dönsku rannsóknina sem er sambærileg við skoðun sársaukapunkta og greiningu vefjagigtar, þá er lágmarks algengi langvinnra útbreiddra stoðkerfisverkja tvö- til þrefalt hærra hjá íslenskum konum og körlum og algengi vefjagigtar tífalt hærra en hjá Dön- um af báðum kynjum (tafla IV). Mikil aukning verður á langvinnum út-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.