Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1998, Blaðsíða 81

Læknablaðið - 15.09.1998, Blaðsíða 81
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 695 fræðslustarf NAF. Fram kom að mjög vel hefði gengið með gjörgæslunámskeiðið og nú væri fyrirhugað að nýr hópur byrjaði í janúar 1999. Mikill áhugi kom fram meðal fund- armanna á að koma sem fyrst af stað námskeiðum í öðrum undirgreinum svæfingalækn- isfræðinnar svo sem „obste- trik“ og barnasvæfingum. Þessi námskeið ættu að vera opin öllum NAF meðlimum og gætu staðið yfir í einn til þrjá daga, til dæmis yfir helgi. Til undirbúnings slíkra nám- skeiða fyrir sérfræðinga var kosinn eftirfarandi vinnuhóp- ur: Seppo Alahuhta Finnlandi formaður, Morten Brinklöv Danmörku, Sveinn G. Einars- son íslandi, Jannicke Mellin- Olsen Noregi og Lars Eriks- son Svíþjóð. Síðan var fjallað um skipu- lag fyrir þingið í Árósum 1999 og kom fram að undir- búningur gengi vel. Post grad- uate námskeið verður 8. júní og þingið 9.-11. júní. Reiknað er með 2500 NAF meðlimum og 2800 „non-NAF“ þátttak- endum. Svo var þessi venju- lega umræða um hverjum ætti að bjóða og hvað ætti að borga fyrir þá. Fram kom að SAS býður 40% afslátt af flugi inn- an Norðurlandanna í tengslum við þingið. Þingið verður haldið á Radison SAS hótel- inu sem er í miðbæ Árósa. Sýningarferð var farin þangað og er aðstaðan öll hin glæsi- legasta. Reiknað er með að gestir dvelji á hótelinu og nærliggjandi hótelum sem eru í göngufæri frá þingstaðnum. Næst greindi Sven Erik Gisvold frá málefnum ACTA. Taldi hann blaðið standa vel bæði faglega og fjárhagslega. Kom fram hjá honum að mjög aukin ásókn væri í að fá birtar greinar í tímaritinu og að gæði greinanna hefðu aukist ntjög. Um tveir til þrír mánuðir líða frá innkomu greina þar til þær birtast. Lítillega var rætt um skrán- ingu sögu NAF sem er undir stjórn Jan Eklund. Engar tillögur komu fram um nýja heiðursfélaga. Varðandi fjármálin voru menn sammála um að réttast væri að stofna einn sameigin- legan sjóð úr sjóðum landsfé- laganna. Um fyrirkomulag þessa sjóðs var ekki frekar rætt. Arnaldur Valgarðsson Erfðafræði í fimmta gír Líffræði, hagfræði, tungumálið og mannerfðatækni á tíunda áratugnum í Odda stofu 101, fimmtudaginn 10. september kl. 20:00 Fimmtudaginn 10. sept- ember næstkomandi mun dr. Michael Fortun flytja erindi á vegum Félags áhugamanna um heimspeki. Dr. Fortun stýrir Institute for Science and Interdiscipli- nary Studies við Flampshire College, Amherst, Mass. Hann lauk doktorsprófi í vísinda- sögu árið 1993 frá Harvard University, Cambridge, Mass. í erindinu mun hann lýsa breytingum og vandamálum sem fylgja í kjölfar erfða- mengisrannsókna og kortlagn- ingar á erfðamengi manna. Nýstárleg erfðatækni á sviði flokkunar, sjúkdómsgreining- ar og meðhöndlunar hefur séð dagsins ljós, en henni hafa fylgt flókin vandamál er varða friðhelgi einkalífs, valkosti og réttlæti. Alþjóðleg lyfjafyrir- tæki, ný erfðamengisfyrirtæki og síaukin hagnaðarsjónarmið í líffræði og á sviði heilbrigð- ismála hafa leitt til endurmats á því hvað sé líf og dauði, heilbrigði og mannlegt eðli. Þetta gerist svo hratt að lög- gjafarvald, stjórnmálaflokkar og æðri menntastofnanir virð- ast iðulega ófær um að bregð- ast við þróuninni. í hraða og snerpu mannlegs máls leynist tæki til þess að spyma við fót- um, forðast svima og ná áttum þegar talið berst að erfða- mengistækni. Fréttatilkynning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.