Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1998, Side 81

Læknablaðið - 15.09.1998, Side 81
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 695 fræðslustarf NAF. Fram kom að mjög vel hefði gengið með gjörgæslunámskeiðið og nú væri fyrirhugað að nýr hópur byrjaði í janúar 1999. Mikill áhugi kom fram meðal fund- armanna á að koma sem fyrst af stað námskeiðum í öðrum undirgreinum svæfingalækn- isfræðinnar svo sem „obste- trik“ og barnasvæfingum. Þessi námskeið ættu að vera opin öllum NAF meðlimum og gætu staðið yfir í einn til þrjá daga, til dæmis yfir helgi. Til undirbúnings slíkra nám- skeiða fyrir sérfræðinga var kosinn eftirfarandi vinnuhóp- ur: Seppo Alahuhta Finnlandi formaður, Morten Brinklöv Danmörku, Sveinn G. Einars- son íslandi, Jannicke Mellin- Olsen Noregi og Lars Eriks- son Svíþjóð. Síðan var fjallað um skipu- lag fyrir þingið í Árósum 1999 og kom fram að undir- búningur gengi vel. Post grad- uate námskeið verður 8. júní og þingið 9.-11. júní. Reiknað er með 2500 NAF meðlimum og 2800 „non-NAF“ þátttak- endum. Svo var þessi venju- lega umræða um hverjum ætti að bjóða og hvað ætti að borga fyrir þá. Fram kom að SAS býður 40% afslátt af flugi inn- an Norðurlandanna í tengslum við þingið. Þingið verður haldið á Radison SAS hótel- inu sem er í miðbæ Árósa. Sýningarferð var farin þangað og er aðstaðan öll hin glæsi- legasta. Reiknað er með að gestir dvelji á hótelinu og nærliggjandi hótelum sem eru í göngufæri frá þingstaðnum. Næst greindi Sven Erik Gisvold frá málefnum ACTA. Taldi hann blaðið standa vel bæði faglega og fjárhagslega. Kom fram hjá honum að mjög aukin ásókn væri í að fá birtar greinar í tímaritinu og að gæði greinanna hefðu aukist ntjög. Um tveir til þrír mánuðir líða frá innkomu greina þar til þær birtast. Lítillega var rætt um skrán- ingu sögu NAF sem er undir stjórn Jan Eklund. Engar tillögur komu fram um nýja heiðursfélaga. Varðandi fjármálin voru menn sammála um að réttast væri að stofna einn sameigin- legan sjóð úr sjóðum landsfé- laganna. Um fyrirkomulag þessa sjóðs var ekki frekar rætt. Arnaldur Valgarðsson Erfðafræði í fimmta gír Líffræði, hagfræði, tungumálið og mannerfðatækni á tíunda áratugnum í Odda stofu 101, fimmtudaginn 10. september kl. 20:00 Fimmtudaginn 10. sept- ember næstkomandi mun dr. Michael Fortun flytja erindi á vegum Félags áhugamanna um heimspeki. Dr. Fortun stýrir Institute for Science and Interdiscipli- nary Studies við Flampshire College, Amherst, Mass. Hann lauk doktorsprófi í vísinda- sögu árið 1993 frá Harvard University, Cambridge, Mass. í erindinu mun hann lýsa breytingum og vandamálum sem fylgja í kjölfar erfða- mengisrannsókna og kortlagn- ingar á erfðamengi manna. Nýstárleg erfðatækni á sviði flokkunar, sjúkdómsgreining- ar og meðhöndlunar hefur séð dagsins ljós, en henni hafa fylgt flókin vandamál er varða friðhelgi einkalífs, valkosti og réttlæti. Alþjóðleg lyfjafyrir- tæki, ný erfðamengisfyrirtæki og síaukin hagnaðarsjónarmið í líffræði og á sviði heilbrigð- ismála hafa leitt til endurmats á því hvað sé líf og dauði, heilbrigði og mannlegt eðli. Þetta gerist svo hratt að lög- gjafarvald, stjórnmálaflokkar og æðri menntastofnanir virð- ast iðulega ófær um að bregð- ast við þróuninni. í hraða og snerpu mannlegs máls leynist tæki til þess að spyma við fót- um, forðast svima og ná áttum þegar talið berst að erfða- mengistækni. Fréttatilkynning

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.