Læknablaðið - 15.09.1998, Blaðsíða 76
690
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
Iðorðasafn lækna 103
Augnorð
í 85. og 86. pistli (Lbl 1997;
83: 42 og 123) voru nokkur
augnorð tekin til skoðunar.
Annars hefur umræða um
augnsjúkdómafræði ekki ver-
ið sérlega fyrirferðarmikil í
þessum pistlum og undirritað-
ur verður að viðurkenna að
hann hefur ekki mikla tilfinn-
ingu fyrir því hversu mikið sé
um vandamál á sviði íslenskra
íðorða í þeirri grein. Ljóst er
þó að augnlæknar þeirrar kyn-
slóðar, sem nýlega er sest í
helgan stein eða horfin yfir
móðuna miklu, lögðu ríka
áherslu á að nota íslensk
fræðiheiti í viðræðum við
sjúklinga sína. Undirritaður
hefur orðið var við það að
meðal yngri augnlækna eru
einnig áhugamenn um varð-
veislu og gerð íslenskra augn-
fræðiheita. Þeir hafa þó ekki
mikið haft sig í frammi á þess-
um vettvangi og beiðnir um
aðstoð við myndun íðorða í
nýjustu tækni augnlækninga
hafa ekki verið margar. Þetta
er ekki sett fram til umvönd-
unar, heldur til þess að reyna
að vekja áhuga og umræðu og
bjóða fram aðstoð ef hennar er
þörf. Orðanefnd læknafélag-
anna er mikið í mun að safna
íslenskum íðorðum og heitir á
alla lækna að senda henni
hugarsmíðir sínar. Sendingar
þurfa ekki að vera ýkja form-
legar eða hugmyndir ítarlega
rökstuddar. Stutt ábending í
síma og handskrifaður minn-
ismiði geta gert sama gagn og
formlegt bréf eða hátækni-
sending um alnetið.
Gleraugu á Esjuna
Hugmyndin að umræðu um
augnorð kom fram við lestur á
frétt í Morgunblaðinu þann
14. ágúst síðastliðinn. Sagt
var frá því að myndlistarmað-
urinn Stefán Geir Karlsson
hefði í hyggju að setja gler-
augu á Esjuna í tilefni af því
að Reykjavík verður ein af
menningarborgum Evrópu ár-
ið 2000. Gleraugun eiga að
vera nákvæm en risavaxin eft-
irmynd af gleraugum, sem
Halldór Laxness notaði á sín-
um yngri árum, og standa
sumarlangt. Eins og svo oft
áður vita menn í fyrstu ekki
sitt rjúkandi ráð þegar stór-
kostlegar hugmyndir eru sett-
ar fram. Á annarri myndinni
sem fylgir fréttinni hafa slík
gleraugu verið sett með tölvu-
tækni á eitt klettanefið sem
skagar fram úr Esjunni. Ekki
kemur beinlínis fram hvort
þetta sé hugmynd listamanns-
ins eða útfærsla blaðsins, en
lesandinn fær auðveldlega þá
tilfinningu að þarna sé verið
að sýna fram á dulræn og
söguleg tengsl fortíðar og nú-
tíðar. Ævaforn klettarisinn er
settur í það hlutverk að fylgj-
ast með okkur örsmáum mann-
verunum um skamma hríð og
við fáum að sjá að með okkur
sé fylgst. Ekki spillir að minn-
ast þess að í gegnum gleraugu
Halldórs fengum við að sjá
marga þættina í því sem við
getum kallað íslendingseðlið
dregna skírum dráttum. Mörg-
um líkaði ekki það sem þeir
fengu að sjá, en eftir á getum
við ef til vill sættst á að
áminningar hafi verið þörf.
Skyldi svo vera enn?
Nærsýni, fjarsýni
Undirritaður hnaut um þá
skýringu að Esjan þyrfti gler-
augu af því að hún væri orðin
fjarsýn. Þetta er ekki í fyrsta
sinn sem undirritaður rekst á
það að orðin fjarsýni og nær-
sýni virðast misskilin. Margir
í nánasta kunningjahópnum
eru komnir á þann aldur að
lesgleraugun mega aldrei vera
langt undan og í tilefni af því
hefjast oft umræður. Sumir
hafa aldrei áður þurft á gler-
augum að halda, sjá vel frá sér
og eru því fjarsýnir. Aðrir
hafa gengið með gleraugu frá
unga aldri, séð illa það sem
fjarri er, en vel það sem næst
þeim er, og hafa því verið
nefndir nærsýnir. Undirrit-
uðum finnst að þessi orð ættu
að vera auðskilin og Islensk
orðabók Máls og menningar
útskýrir þau mjög skil-
merkilega, þó að Iðorðasafn
lækna birti heitin myopia,
nærsýni, og hyperopia, fjar-
sýni, án nokkurra skýringa.
Ekki er ætlunin að gera lítið úr
hugmynd listamannsins, en
líklegra er að öldungurinn
Esjan hafi tapað nærsýni sinni
og þurfi fremur lesgleraugu
frá efri árum Halldórs en nær-
sýnisgleraugun frá yngri ár-
um hans. Hitt er svo annað mál
að við hin getum haft gott af
því að kiifra upp á Esjuna og
horfa úr fjarska á samfélagið
okkar í gegnum nærsýnisgler-
augu Halldórs.
Jóhann Heiðar Jóhannsson
(netfang: johannhj@rsp.is)