Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1998, Side 29

Læknablaðið - 15.09.1998, Side 29
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 647 skipta á sárum. Reyndar fylgja þeir að jafnaði fyrirmælum lækna en sár eru sjúkdómar sem geta tekið breytingum á skömmum tíma og þrátt fyrir góða þekkingu og reynslu hjúkrunarfræðinga gæti mat þeirra á slíkum breytingum orkað tvímælis. Það er ekki ætlun mín að skrifa grein um sáralækningar, en rétt er að minna á það að markmiðið með þeim er, eins og markmiðið með meðferð allra sjúkdóma, að lækna þá eins fljótt og vel og kostur er á (1). Það gerist ekki öðru vísi en með því að fylgjast stöðugt með þeim og grípa til réttra ráða þegar aðstæður gefa tilefni til. Heimalækningar eru nú mjög vinsælar, einkum meðal stjórnmálamanna, sem álita að þær spari í heilbrigðiskerfinu. Svo virðist sem að minnsta kosti hluti lækna hafi látið undan sparnaðarþrýstingnum, fyrir nú utan það að sumum finnst þægilegt að láta aðra stunda lækningar fyrir sig. Það er augljóst að heima- lækningar sára, eins og hér hefur verið lýst, geta beinlínis seinkað því að sárin séu grædd „lege artis“. Þannig er hæpið að þær spari fé, hvort heldur fyrir einstaklinginn eða þjóðfélagið. Þá er samfara þeiin veruleg sýkingarhætta í næsta nágrenni hins sýkta, jafnvel þó höfð sé eins full- komin smitgát og kostur er á, og einnig úti í þjóðfélaginu og verður í því sambandi að hafa í huga að sýklarnir sem eru að verki eru oft lítt- eða ónæmir fyrir algengum sýklalyfjum. Allt ber þetta að sama brunni sem er sá að sparnað- urinn í heilbrigðiskerfinu get- ur leitt af sér afturhvarf til frumstæðari lækningaaðferða og þar með minna öryggis, bæði fyrir einstaka sjúklinga og jafnvel almenning, ef illa tekst til. HEIMILDIR 1. Árni Björnsson. Nota læknar heil- brigða skynsemi við sárameðferð? [ritstjórnargrein]. Læknablaðið. 1988; 74: 317. Árni Björnsson Frumvarp til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði Mörgum spurningum enn ósvarað s Samþykkt stjórnar Læknafélags Islands frá 11. ágúst 1998 Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið hefur kynnt frumvarp til laga um gagna- grunn á heilbrigðissviði og er það endurskoðað stjórnar- frumvarp um sama efni frá liðnu vori. Fagna ber frum- kvæði ráðuneytisins að kynna frumvarpið á heimasíðu sinni. Þrátt fyrir umtalsverða vinnu starfsmanna ráðuneytis- ins er mörgum spurningum ósvarað. Hættur þær sem fylgja til- vist gagnagrunns af þessu tagi eru augljósar, en gagnsemin óviss. Ekki hefur verið sýnt fram á, að hinn óvissi árangur sé þeirrar áhættu virði sem þjóðin tekur með samþykkt þessa frumvarps. Gert er ráð fyrir því að upp- lýsingar, sem gefnar hafa ver- ið læknum í trúnaði og í ákveðnum tilgangi, verði teknar og þær dulkóðaðar til nota í hverjum þeim tilgangi sem starfsleyfishafi miðlægs gagnagrunns og heilbrigðis- ráðherra semja um. Ekki hefur verið skýrt með hvaða hætti þetta verður gert. Upplýsing- arnar eru ekki aftengdar og má því rekja til baka til ein- staklinganna sem þær gáfu. Ef upplýsingarnar eru ekki leng- ur taldar vera persónuupplýs- ingar er það alvarlegt mál að hlutverk Tölvunefndar sem eftirlitsaðila er skert. Hlutverk Tölvunefndar þarf að vera skýrt. þannig að nefndin fjalli um og hafi eftirlit með óper- sónutengdum upplýsingum. Leyfishafi fær samkvæmt frumvarpinu einkaleyfi á rekstri miðlægs gagnagrunns. Vísindamenn sem vilja nýta sér upplýsingar úr grunninum vita ekki fyrirfram hvort þeim verður mögulegt að rannsaka það sem hugur þeirra stendur til varðandi þá sjúkdóma/sjúk- linga sem þeir hafa með hönd- um. Þetta gildir jafnvel þótt þeir uppfylli til þess öll form- leg skilyrði samfélagsins um meðferð persónuupplýsinga og til vísindarannsókna. Alvarleg umræða um þetta mál er rétt að hefjast. Stjórn Læknafélags Islands telur að stórum spurningum, siðfræði- legum og á sviði persónurétt- ar, sé enn ósvarað. Sátt þarf að nást í þjóðfé- laginu um jafn viðamikið mál og þetta.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.