Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1998, Page 19

Læknablaðið - 15.09.1998, Page 19
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 637 landi. Sérstakt áhyggjuefni er hið háa algengi í yngri aldurshópum kvenna og eru mögulegar ástæður streita og mikið vinnuálag. Inngangur Vefjagigt er algengt vandamál sem einkenn- ist af dreifðum verkjum og stirðleika í vöðvum og vöðvafestum, síþreytu og langvinnum svefntruflunum. Ymis önnur einkenni fylgja vefjagigt hjá um það bil helmingi sjúklinga, eins og kvíði, depurð, einbeitingarörðugleikar, minnistruflanir, órólegur ristill, náladofi í fingrum og tám og höfuðverkur. Við skoðun þessara sjúklinga finnst ekkert annað en dreifð eymsli í festum og vöðvum víða um líkamann (1). Blóðrannsóknir eru allar eðlilegar og rann- sóknir á vöðvum þessara sjúklinga hafa ekki með vissu leitt neitt óeðlilegt í ljós (2). Sýnt hefur verið fram á tíðar uppvaknanir og skerð- ingu á djúpum hvíldarsvefni hjá þessuin ein- staklingum. Einnig hefur verið sýnt fram á truflun á dægursveiflu sykurstera og vaxtar- hormóns frá heiladingli og truflun á ýmsum boðefnum í miðtaugakerfi þessara sjúklinga. Miklar rannsóknir hafa farið fram í leit að or- sökum vefjagigtar en engin einhlít skýring fundist. Ymsir telja að rekja megi heilkennið til truflunar á serótónín-, sykursterabúskap mið- taugakerfisins, en þó hefur sykursteragjöf eng- in áhrif á sjúkdómsmyndina og lyf sem auka framboð serótóníns í heilanum hafa ekki afger- andi áhrif á einstaklinga sem haldnir eru vefja- gigt (3). Aðrir telja að vefjagigt megi rekja til svefntruflana, sem tengist streitu, kvíða og áhyggjum og að þetta megi rekja til nútíma lifnaðarhátta á Vesturlöndum, en sýnt hefur verið fram á að hægt er að framkalla vefjagigt með því að trufla svefn reglubundið (4). Þeir sem aðhyllast þessa skoðun telja í raun að vefjagigt sé streitusjúkdómur (5). Stoðkerfis- verkir hafa mikla þýðingu fyrir líðan, heilsu og athafnagetu einstaklingsins. Vitað er að ein- kenni frá hreyfi- og stoðkerfi eru mjög algeng hér á landi (6), en erlendar rannsóknir hafa sýnt að algengi langvinnra útbreiddra stoðkerfis- verkja er um 10% (7,8) en algengi vefjagigtar um 3-10% hjá konum og um 0,5% hjá körlum (8-10). Hér á landi er ekki vitað um algengi vefjagigtar (11). Tilgangur rannsóknarinnar er að meta al- gengi vefjagigtar og langvinnra útbreiddra stoðkerfisverkja á íslandi og að bera saman al- gengið í tveimur landshlutum. Efniviður og aðferðir Urtak: Rannsóknarsvæðin voru valin með tilliti til ólíkra umhverfis- og atvinnuhátta og urðu innsveitir Suðurlands auk Suðurnesja fyr- ir valinu. Á Suðurnesjum eru fiskveiðar og fiskiðnaður ríkjandi atvinnuhættir en á Suður- landi landbúnaður og þjónusta. Heimild til rannsóknarinnar var fengin hjá Tölvunefnd og með leyfi Hagstofu íslands völdu Skýrsluvélar ríkisins handahófskennt úrtak, 600 konur og 600 karla á aldrinum 18-79 ára af Suðurnesjum og jafn stóran hóp af Suð- urlandi, samtals 2400 manns. Af Suðurnesjum kom úrtakið frá Garði, Grindavík, Sandgerði og Vogum en af Suður- landi var úrtakið fengið frá Hellu, Hveragerði, Hvolsvelli, Kirkjubæjarklaustri, Laugarási, Laugarvatni, Selfossi og Vík í Mýrdal auk nær- liggjandi sveita. Bréf til kynningar á rannsókninni var sent heilsugæslulæknum viðkomandi svæða og leyfi til afnota af skoðunaraðstöðu var góðfús- lega veitt af sömu aðilum. Rannsóknaraðferð: I fyrstu var spurninga- listi um stoðkerfisverki ásamt kynningarbréfi og samþykkisyfirlýsingu sendur í pósti til úr- takshópsins. Til þess að áætla verkjadreifingu meðal þeirra sem ekki svöruðu hinum póstsenda verkjalista, var hringt af handahófi í hluta þeirra og munnlegur spurningalisti lagður fyrir þá, sá sami og sendur hafði verið í pósti. Gerð- ar voru tvær tilraunir til að ná í viðkomandi símleiðis. Gerð spurningalista: Til að auðvelda saman- burð við aðrar rannsóknir var valinn spurninga- listi sem hafði verið notaður í rannsókn á al- gengi vefjagigtar í Danmörku (8) og svipar honum mjög til þess spurningalista sem notað- ur var í íslensku stoðkerfisverkjarannsókninni 1988 (6). Spurt var hvort viðkomandi hafi á síðasta ári haft verki í níu mismunandi líkamshlutum og hvort þeir hafi verið daglegir, langvinnir (fleiri en 30 verkjadagar á síðasta ári), skammvinnir (færri en 30 verkjadagar á síðasta ári) eða eng- ir. Hinir níu líkamshlutar voru háls, axlir, oln- bogar, úlnliðir/ hendur, efra bak, neðra bak, mjaðmir, hné og ökklar/fætur. Skilgreining langvinnra útbreiddra stoð- kerfisverkja: Ef daglegir eða langvinnir verkir voru til staðar í þremur eða fleiri líkamshlutum og verkimir staðsettir bæði vinstra og hægra

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.