Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 8
828 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Almennt var nýgengi smáæða- og stóræða- fylgikvilla lægra við lyfjameðferð, en í flestum tilfellum ekki tölfræðilega marktækt. Marktæki náðist hins vegar þegar mörgum tegundum at- vika (jafnvel með mismunandi meinmyndun) var steypt saman, sem segir kannski meira um tölfræði en læknisfræði. Þannig voru líkur á einhverju atviki tengdu sykursýki 12% minni við lyfjameðferð með súlfonýlúrea lyfi eða insúlíni. Það samsvarar því að meðhöndla þurfi 20 einstaklinga í 10 ár til að komast hjá einu atviki (NNT) og skýrðist það fyrst og fremst af 28% minni þörf fyrir meðferð við augnbotnaskemmdum. Ekki fannst munur á áhrifamætti einstakra lyfja nema hvað metformín var almennt marktækt betra en súlf- onýlúrea eða insúlín. Hjá feitum einstaklingum var áhættan á hjartaáföllum þannig 39% minni ef metformín var notað til að ná góðri blóð- sykurstjórn (miðað við mataræðismeðferð) og minnkuðu líkur á dauða um 36%. I heild var áhættan á einhverju atviki 32% minni hjá met- formínnotendum og þarf einungis að með- höndla sjö sjúklinga í 10 ár til að komast hjá einu atviki. Ekki var lagt upp með metformín eitt sér hjá grönnum einstaklingum en undir- hópur fékk metformín sem viðbót ef súlfoný- lúrea brást. Sumir þeirra voru svo teknir af töflumeðferð og settir á insúlín eingöngu. Þessi hópur hafði tvöfaldar líkur á stóræðafylgikvill- um. Ekki er ljóst hvort þetta er skollaleikur töl- fræðinnar, en þessir sjúklingar voru ekki ein- ungis eldri, heldur einnig fáir, atvikin fá og þeim var fylgt eftir í einungis fimm ár. Itarlegri rannsókna er augljóslega þörf. Góð blóðþrýstingsstjórn reyndist mjög áhrifarík. Það varð auðvitað nokkurt flakk á milli meðferðarhópa en að meðaltali náðist 10/5mmHg munur á blóðþrýstingi hópanna. Af hópnum sem raðaðist í góða blóðþrýstings- stjóm náðu 56% markmiðinu og var meðal- blóðþrýstingur 144/82mmHg. Þessi munur á blóðþrýstingi leiddi til 24% minni áhættu á einhverju atviki, sem samsvarar því að einungis þurfi að meðhöndla sex sjúk- linga í 10 ár til að komast hjá einu atviki. Það vekur athygli að lækkun blóðþrýstings leiddi til 37% minni áhættu á smáæðafylgikvillum sem er mun áhrifameira en ávinningurinn af bættri sykurstjórn, en allir í þessum hluta rannsóknar- innar höfðu einnig góða sykurstjórn. Góð blóð- þrýstingsmeðferð hafði einnig í för með sér 44% minni áhættu á heilablóðföllum. Enginn munur fannst á áhrifamætti kaptópríls eða aten- ólóls hvað varðaði blóðþrýstingslækkun eða fylgikvilla, sem bendir til þess að blóðþrýst- ingslækkunin sem slík sé aðalatriðið. Þó mataræðisráðleggingar séu órjúfanlegur hluti almennra ráðlegginga við sykursýki, verður að draga þá ályktun af niðurstöðum bresku rannsóknarinnar UKPDS, að mataræð- ismeðferð eins og sú sem veitt var sé ein og sér ólíkleg til árangurs hjá flestum. Sykursýki virðist einnig almennt versna hvað sem gert er, eitthvert sjúkdómsferli er að verki. Ég held að ein mikilvægasta niðurstaða rannsóknarinnar sé sú að bætt blóðsykurstjórn er almennt til hagsbóta og lyfin eru ekki hættuleg, fáein aukakíló eru ásættanleg skipti fyrir betri sykurstjórn. Við ættum því að stefna að bestu stjórn sem möguleg er án aukaverkana. Það er ekki síður mikilvægt að einblína ekki á blóð- sykurinn, meðhöndlun hinna hluta heilkennis- ins er að minnsta kosti jafn áhrifarík. Kannski við ættum að kasta nafninu tegund 2 af sykur- sýki og kalla vandamálið efnaskiptavillu? Rafn Benediktsson lyflækningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur HEIMILDIR 1. UKPDS group. Intensive blood-glucose control with sul- fonylureas or insulin compared with conventional treatment and risk of complications in patients with type 2 diabetes (UKPDS 33). Lancet 1998; 352: 837-53. 2. UKPDS group. Effect of intensive blood-glucose control with metformin on complications in overweight patients with type 2 diabetes (UKPDS 34). Lancet 1998; 352: 854- 65. 3. UKPDS group. Tight blood pressure control and risk of macrovascular and microvascular complications in type 2 diabeles: UKPDS 38. Br Med J 1998; 317: 703-13. 4. UKPDS group. Efficacy of atenolol and captopril in re- ducing risk of macrovascular and microvascular complica- tions in type 2 diabetes: UKPDS 39. Br Med J 1998; 317: 713-20.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.