Læknablaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 40
854
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
um væri óviðunandi og að
hans mati væri það bara spurn-
ing um tíma hvenær nýr spít-
ali risi. Það gæti hins vegar
ráðist af því hvort læknar
væru með því eða á móti.
Samkeppnin er
nauðsynleg
Síðasti frummælandinn var
Vilhelmína Haraldsdóttir
sem nefndi erindi sitt Sam-
keppni til góðs og ills. Eins og
nafnið bendir til var höfuðrök-
semd hennar sú að óæskilegt
væri að sameina sjúkrahúsin
vegna þess að þar með væri úr
sögunni öll samkeppni milli
þeirra. Hún sagði að sam-
keppnin væri faglegur hvati til
að gera betur og ýtti því undir
bætta þjónustu, auk þess sem
hún tryggði betri kennslu og
þjálfun læknanema og ung-
lækna. Einnig væri nauðsyn-
legt að sjúklingar hefðu eitt-
hvert val um það hvar þeir
vildu leita sér lækninga.
Hún tíndi til ýmis rök sem
notuð hafa verið til að sann-
færa fólk um nauðsyn samein-
ingar og svaraði þeim. Ein
röksemdin væri sú að hér
væru of mörg sjúkrahús mið-
að við höfðatölu og fyrir það
skammaðist þjóðin sín. Vissu-
lega væru sérhæfðar deildir of
margar en þegar slíkt bæri á
góma þyrftu menn að spyrja
sig hvaða þjónustu þeir ætl-
uðu að veita. Hún gaf ekki
mikið fyrir þau rök að betri
nýting fengist á tækjum við
sameiningu, það heyrði til
undantekninga að tæki væru
of mörg og þau dæmi væru
ekkert síður innan sama sjúkra-
húss. Hins vegar væru fjár-
veitingar til tækjakaupa allt of
litlar og þau tæki sem til væru
í flestum tilvikum notuð langt
umfram þann tíma sem ætlast
væri til.
Vilhelmína sagði að víða
hefðu hliðstæðar deildir með
sér samstarf og það vildi oft
gleymast að samvinna gæti í
mörgum tilvikum skilað sama
árangri í hagræðingu og sam-
eining. Hún sagði í lok máls
síns að læknar yrðu að hafa
frumkvæði í þessu máli því
engir þekktu betur til en þeir.
Þess vegna væri nauðsynlegt
að LI mótaði stefnu í málefn-
um sjúkrahúsanna.
Verður Lególandi
lokað?
Þegar frummælendur höfðu
lokið máli sínu hófust al-
mennar umræður sem stóðu
með talsverðu fjöri á annan
klukkutíma. Fram kom að
skiptar skoðanir eru meðal
rormote'O' Eiginleikar: Verkunarháttur: Formóteról er öflugur sértækur
/^w.V beta2-örvi sem veldur slökun á sléttum vöðvum í berkjum.
v/A/O Formóteról hefur þess vegna berkjuvíkkandi áhrif hjá
(#')l//lii/Flk)iinhnlt»r* siúklingum með tímabundna þrengingu i öndunarvegum.
\&) llUirLJUllCJICÍ Berkjuvikkun hefst fljótt, innan 1-3 mín. eftir innúðun og
verkunarlengd er að meðaltali 12 klst. eftir einn skammt. Lyfjahvörf: Frásog: Innúðað
formóteról frásogast hratt. Hámarksþéttni í plasma næst um 15 mín. eftir innúðun. í
rannsóknum hefur komið fram að meðalmagn af formóteróli sem berst til lungna eftir
innúðun með Turbuhaler-tæki er um 21-37% af mældum skammti. Heildaraðgengi
(sýstemískt) fyrir það magn sem berst til lungna er um 46%. Dreifing og umbrot Plasma-
próteinbinding er um 50%. Formóteról er umbrotið með beinni glúkúróníðtengingu og 0-
afmetýleringu. Ensímið sem veldur O-afmetýleringu hefur ekki verið greint. Heildar-
plasmaklerans og dreifingarrúmmál hafa ekki verið ákvörðuð. Útskilnaður: Formóteról
skilst að mestu leiti út sem umbrotsefni. Eftir innúðun, útskilst 6-10% af gefnum skammti í
þvagi á óbreyttu formi. Um 20% af skammti gefnum í æð skilst út í þvagi á óbreyttu formi.
Lokahelmingunartími eftir innúðun er áætlaður 8 klst. Ábendingar: Einkenni um
berkjuþrengingu hjá sjúklingum með astma. Oxis Turbuhaler má gefa til að lina berkju-
þrengingu þegar meðferð með barksterum hefur ekki reynst árangursrik. Frabendingar:
Ofnæmi fyrir formóteróli. Meðganga og brjóstagjöf: Takmörkuð reynsla er af notkun
lyfsins hjá konum á meðgöngutíma. í dýrarannsóknum á formóteróli hefur það valdið
fylgjulosi sem og dregið úr lífslíkum nýbura og fæðingarþyngd. Þessi áhrif komu fram við
talsvert hærri þéttni lyfsins en fást við klíníska notkun Oxis Turbuhaler. Þar til frekari
upplýsingar liggja fyrir skal einungis nota Oxis Turbuhaler á meðgöngutíma að vel íhuguðu
máli. Ekki er vitað hvort formóteról berst í brjóstamjólk kvenna. Oxis Tubuhaler skal því
ekki gefa konum með barn á brjósti. Formóteról hefur fundist i litlu mæli í mjólk rotta.
Varúð: Astma-sjúklingar, sem þurfa meðferð með beta2-örva, ættu einnig að fá hæfilega
bólgueyðandi meðferð með barksterum. Sjúklingum skal ráðlagt að taka áfram bólgu-
eyðandi lyf eftir að me'ðferð með Oxis Turbuhaler er hafin, jafnvel þó að dragi úr
einkennum. Ef einkennin hverfa ekki, eða ef auka þarf skammta af beta2-örvum, bendir
það til þess að sjúkdómurinn sé að versna og að endurmeta skuli astmameðferðina.
Hvorki skal hefja meðferð né auka skammta við versnun sjúkdóms. Gæta skal varúðar hjá
sjúklingum með skjaldvakaóhóf (thyrotoxicosis) eða alvarlega hjarta- og æðasjúkdóma
eins og blóðþurrðar hjartasjúkdóma (ischemic heart diseases), hraðsláttarglöp
(tachyarrhythmias) og alvarlega hjartabilun. í byrjun er mælt með tiðari blóðsykurs-
mælingum hjá sykursjúkum vegna hættu á blóðsykurshækkun af völdum beta2-örva.
Alvarleg kalíumþurrð getur orðið við beta2-örva meðferð. Sérstakrar varúðar skal gæta
hjó sjúklingum með bráðan alvarlegan astma, þar sem sú hætta sem er til staðar getur
aukist við súrefnisskort (hypoxia). Kalíumþurrð getur aukist við samtimis meðferð með
xantínafleiðum, sterum og þvagræsilyfjum. Þess vegna skal fylgjast með kaliumgildum í
sermi. Oxis Turbuhaler inniheldur 450 pg af mjókursykri í hverjum skammti. Þetta magn
hefur venjulega ekki í för með sér hættu fyrir sjúklinga með mjólkursykuróþol. Engin gögn
eru fyrirliggjandi um notkun Oxis Turbuhaler hjá börnum. Áhrif skertrar lifrar- eða
nýrnastarfsemi á lyfjahvörf formóteróls og lyfjahvörf hjá öldruðum eru óþekkt. Þar sem
brotthvarf formóteróls byggist aðallega á umbrotum má búast við hærri gildum hjá
sjúklingum með alvarlega skorpulifur. Aukaverkanir: Algengar (>1%): Miðtaugakerfi:
Höfuðverkur. Hjarta- og æðakerfi: Hjartsláttarónot. Beinagrindarvöðvar: Skjálfti. Sjald-
gæfar (0,1-1%): Miðtaugakerfi: Æsingur, eirðarleysi, svefntruflanir. Beinagrindarvöðvar:
Vöðvakrampar. Hjarta- og æðakerfi: Hraðsláttur. Mjög sjaldgæfar (<0,1%): Húð: Útbrot,
ofsakláði. Öndunarvegir: Berkjusamdráttur. Efnaskipti: Kalíumþurrð/-blóðkaliumhækkun.
Skjálfti og hjartsláttarónot geta komið fram en eru venjulega væg og minnka við
áframhaldandi notkun. Eins og við á um alla meðferð með innúðalyfjum, getur þverstæður
(paradoxial) berkjusamdráttur komið fram í einstaka tilvikum. Milliverkanir: Engar
sértækar rannsóknir á milliverkun hafa verið gerðar á Oxis Turbuhaler. Samtímis meðferð
með öðrum adrenvirkum lyfjum getur aukið óæskileg áhrif Oxis Turbuhaler. Samtímis
meðferð með xantínafleiðum, sterum eða þvagræsilyfjum geta aukið hættuna á kalíum-
þurrð við notkun beta2-örva. Kalíumþurrð getur aukið hættu á hjartsláttartruflunum hjá
sjúklingum á meðferð með digitalis. Kínidín, dísópýramíð, prókaínamíð, fentíazín,
andhistamín (terfenadín) og þríhringlaga geðdeyfðarlyf geta lengt QT-bilið og aukið hættu
á sleglahjartsláttartruflunum. Beta-blokkarar geta dregið úr eða komið í veg fyrir verkun
Oxis Turbuhaler. Oxis Turbuhaler skal þess vegna ekki gefa samtímis beta-blokkurum
(þ.m.t. augndropar) nema brýna nauðsyn beri til. Ofskömmtun: Engin reynsla er á meðferð
ofskömmtunar. Að likindum leiðir ofskömmtun til áhrifa sem eru einkennandi fyrir beta2-
örva: Skjálfti, höfuðverkur, hjartsláttarónot og hraðsláttur. Lágþrýstingur, efnaskipta-
blóðsýring (metabolic acidosis), kalíumþurrð og blóðsykurshækkun geta einnig komið
fyrir. Veita skal stuðningsmeðferð og meðferð gegn einkennum. Skammtastærðir handa
fullorðnum: Venjulegir skammtar: 4,5-9 pg einu sinni til tvisvar á dag. Skammtinn má gefa
að morgni og/eða að kvöldi. Skammt að kvöldi má gefa til þess að koma í veg fyrir að
sjúklingur vakni vegna einkenna næturastma. Sumir sjúklingar geta þurft 18 pg einu sinni
eða tvisvar á dag. Forðast skal stærri skammta en 18 pg. I klínískum rannsóknum hefur
verið sýnt fram á að verkunarlengd lyfsins er um 12 klst Ávallt skal leitast við að gefa
lágmarks skammt sem verkar. Skammtastærðir handa börnum: Engin gögn eru
fyrirliggjandi um notkun Oxis Turbuhaler hjá börnum. Athugið: Oxis Turbuhaler er tæki
sem er drifið með innöndun. Það þýðir að þegar sjúklingur andar að sér í gegnum
munnstykki tækisins berst lyfið með innöndunarloftinu til loftvega. Mikilvægt er að
leiðbeina sjúklingum um að anda kröftuglega og djúpt að sér í gegnum munnstykkið til
þess að tryggja hámarksskammt. Þar sem lítið magn af lyfinu er gefið í hverjum skammti,
er mögulegt að sjúklingur finni hvorki bragð né verði á annan hátt var við lyfið við gjöf.
Upplýsingar um lyfið fylgja hverri pakkningu þess. Geymsla: Lyfið skal geyma i
umbúðunum vandlega lokuðum. Pakkningar og verð (október 1997): Innúðaduft 4,5
míkróg/úðaskammt: 60 úðaskammtar íTurbuhaler-úðatæki - 3712 (hluti sjúklings 1.499 kr.).
Innúðaduft 9 míkróg/úðaskammt: 60 úðaskammtar í Turbuhaler-úðatæki - 4512 (hluti
sjúklings 1.500 kr.
Greiðslufyrirkomulag B.
Umboðsaðili á íslandi: Pharmaco h.f.