Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 67

Læknablaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 67
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 879 vökvanum rennt niður, sér- staklega á ferðalögum og í úti- legum. Sumar jurtir notaðar í smyrsl og áburði við bólgum og sárum. Þá venjulega soðn- ar með ósaltri feiti, smjöri, tólg eða annarri feiti er var fyrir hendi hverju sinni. Eftir- sóttur var um langt skeið svo- nefndur Hólaplástur, fram- leiddur á Hólum í Hjaltadal, framleiddur úr jurtum og dýra- feiti tilbúinn undir eftirliti kunnáttumanna, með mestu leynd.“ (Heimild: Karlmaður úr Skagafirði, fæddur 1892 sem nam grasalækn- ingar af afa sínum.) „Væri um meiriháttar ígerð og bólgu að ræða voru hafðir heitir bakstrar, stundum spritt- bakstur, þ.e. mjúk rýja eða bómull vætt í spritti og lögð undir heita baksturinn. Væri ígerðin í fingri eða tá, var best að sjóða ígerðina. Viðkom- andi stóð þá eða sat við sjóð- andi vatnspott og dýfði fingri í vatnið við og við eftir því sem hann treysti sér til, eða dýfði rýju í vatnið og lagði á ígerð- ina. Þetta dugði oft vel, enda sagði maður einn sem alllengi hafði verið með verk í fæti, og leit út fyrir ígerð: „en svo sauð ég andskotans löppina, djöful- inn ráðalausan, og þá batnaði mér.“ A hrein sár t.d. skurði, var oft lagt lauf af óskornu tóbaki, það hélt sárinu hreinu, líka voru soðin smyrsl af vall- humli og blandað ósöltu smjöri, og græddu þau vel. Hundafeiti þótti góð til að nudda úr stirð liðamót og gigt- arstaði, sama var um andar- nefjulýsi. Við blóðnösum var reynt að troða upp í nefið ull t.d. en betra þó að láta kaldan hlut, jám t.d. milli herðablað- anna og hef ég góða reynslu af því. Við slæmt mar var notað Meðan læknar töldu líkamsvessana fjóra upphaf og endi allra sjúkdóma voru blóð- tökutæki eins og þessi sem sjá niá í Nesstofu ákaflega mikilvæg. blývatn, en minni háttar mar var látið eiga sig. Ef maður brenndist t.d. af heitu vatni og ekki mjög svæsið var stráð þvottasóda á blettinn, sódinn er mjög kælandi og dugði þetta oft vel á minniháttar bruna, en læknis auðvitað leit- að yrðu meiri slys. Á kalsár voru notuð þau græðismyrsl sem fyrir hendi voru. Slæm útbrot, exem var oft læknað með blásteinsvatni fremur daufu, held ég, en ég man eftir því að systir mín fékk slæmt exem á fæturna og læknaðist af því. Öllu harðsóttari var sú lækning sem lögð var á föður- systur mína sem var fædd um 1880. Hún var mjög illa hald- in af exemi á annarri hend- inni, neglur illa farnar og eng- in ráð dugðu. Þá var gripið til þess að tína mikið af jötunux- um í stóran vettling sem hendi hennar var svo stungið í og bundið vel að, að ofan. Þenn- an hrylling mátti hún þola heila nótt, að mig minnir, en exemið batnaði að fullu. Vondar afrifur á höndum og úlnliðum var kallaður saxi, þá var skinnið hálftætt upp helst af vosbúð og kulda, vallhum- alssmyrsl voru góð á þess háttar. Þegar naglaböndin efst á hverri nögl rifnuðu upp af sömu sökum hét það annögl og fremst við nöglina kom oft líka horn, en það var ill hörð hornhúð kominn til af bleytu og slæmri vinnu, því fylgdu líka oft sprungur undir nögl- ina, á þetta allt var best að nota mjúk smyrsli, líka var rjómi góður til þess. Heyrt hef ég að kóngulóarvefur og húsa- skúm - hégómi - væri látið ofan í sár, en ekki hef ég séð það. En fyrir allmörgum árum - um 20 - sagði mér maður úr Skagafirði að þar nyrðra hefði maður skorist illa á hné. Sárið hafðist mjög illa við og versn- aði sífellt. Gömul kona þar á bænum bauðst þá til að reyna að lækna hann. Seildist hún um rifu á þilinu hjá rúmi sínu og tók þar úr veggjarholu heila köku, grænmyglaða. Skóf svo mygluna ofan í sárið, en fólk- inu þótti líklegast að hún dræpi manninn. En kerla var hin rólegasta og gerði þetta nokkrum sinnuin en mannin- um bráðbatnaði." Þessi síðasta frásögn er eftir Kristrúnu Matthíasdóttur frá Fossi í Hrunamannahreppi og birt með góðfúslegu leyfi hennar, en aðrir heimildar- menn sem hér er haft eftir eru látnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.