Læknablaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 24
840
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
þunglyndiseinkenna hjá íslenskum konum
tveimur til þremur mánuðum eftir fæðingu og
kanna samband þunglyndiseinkenna við for-
eldrastreitu annars vegar og óværð ungbarna
hins vegar. Ennfremur var ætlunin að meta
áreiðanleika Edinborgar þunglyndiskvarðans
og foreldrastreitukvarðans og samtímaréttmæti
beggja kvarðanna.
Efniviður og aðferðir
Rannsóknarúrtak mynduðu allar íslenskar
konur, sem höfðu fætt barn sem var lifandi
tveimur til þremur mánuðum eftir fæðingu á
einum ársfjórðungi ársins 1992, samtals 1058
konur. Fjöldi fæðinga þetta ár var 4591 (þýði),
en konurnar sem mynduðu úrtakið voru valdar
úr þjóðskrá (29). Að liðnum tveimur mánuðunt
frá fæðingu fengu konurnar senda spurninga-
lista. Ef svör bárust ekki innan tveggja vikna
voru þeim send ítrekunarbréf tveimur og fjór-
um vikum seinna. Konur sem ekki skildu ís-
lensku voru undanskildar.
Leyfi fékkst hjá Tölvunefnd fyrir rannsókn-
inni. Spurningalistum fylgdi bréf um upplýst
samþykki, sem konurnar voru beðnar um að
kynna sér og endursenda með eiginhandarárit-
un.
Eftirfarandi spurningalistar voru sendir: Ed-
inborgar þunglyndiskvarði (20), foreldra-
streitukvarði, styttri útgáfa (30), óværðarkvarði
(Infant Difficulty Index) og lýðbreytulisti (1).
Edinborgar þunglyndiskvarðinn: Kvarðinn
tekur til 10 atriða sem mæla tíðni þunglyndis-
einkenna eftir fæðingu með réttmætari og
áreiðanlegri hætti en aðrir þunglyndiskvarðar
(31,32). Hvert svar hefur gildi á bilinu 0-3 og
er hámarksstigafjöldi því 30. Viðmiðunar-
mörkin >12 stig hafa verið sett fyrir greiningu
þunglyndis hjá úrtökum breskra kvenna. Séu
viðmiðunargildin 9-10 valin, greinast 90% af
þeim sem þjást af alvarlegu þunglyndi og 75%
af þeim sem hafa vægt þunglyndi (sensitivity,
næmi). Gildi 12 hjá sömu úrtökum greinir 80%
af þeim sem hafa alvarlegt þunglyndi og 50%
af þeim sem upplifa vægt þunglyndi. Með
kvarðanunt greinast tveir þriðju kvenna með
þunglyndi (specificity, sértæki) (33). I úrtökum
kvenna með einkenni er sértæki hærri en hjá
samfélagsúrtökum. Séu til dæmis viðmiðunar-
gildi 12 eða meira sett fyrir úrtak kvenna með
einkenni greinast 95% þunglyndra mæðra
(20,21). Endurprófun eftir tvær til fjórar vikur
er talin auka áreiðanleika og réttmæti til að
Table I. Demographic characteristics of Icelandic mothers and
infants two to three months postpartum (N=734).
Mean SD Range
Matemal age (years) 28.3 5.8 16-43
Number of children 2.2 1.1 1-8
Infant difficulties* 1.7 1.7 0-9
Birthweight (grams) 3646 631 1045-6310
*Infant Difficulty Index Table II. Demographic characteristics of Icelandic mothers two
to three months postpartum (N= 734).
N (%)
Type of deliverv Normal 521 (70.9)
Cesarean section 91 (12.4)
Forceps / vacuum extraction 122 (16.7)
Murital status
Married 352 (47.8)
Cohabitating 313 (42.6)
Single/other 69 (9.2)
Educational level
Primary 306 (41.6)
Secondary 287 (39.2)
Tertiary 141 (19.2)
greina langvarandi vanlíðan og þunglyndi (15).
Islensk útgáfa af Edinborgar þunglyndis-
kvarðanunt var forprófuð árið 1990 á 201 konu
á þremur heilsugæslustöðvum á höfuðborgar-
svæðinu tveimur til þremur mánuðum eftir
fæðingu. Niðurstöður leiddu í ljós að kvarðann
var hægt að nota til að leita þunglyndisein-
kenna og til að meta vanlíðan, sem annars hefði
ekki orðið vart við. Areiðanleikaprófun stað-
festi einsleitni kvarðans (34).
Foreldrastreitukvarðinn: Streita í foreldra-
hlutverki var könnuð með styttum 36 atriða
streitukvarða fyrir foreldra. Kvarðinn saman-
stendur af þremur undirkvörðum í 12 liðum,
sem mæla skynjaða streitu í foreldrahlutverki, í
samskiptum við barnið og í tenglsum við erfið-
leika í skapferli barnsins. Heildarstreita í for-
eldrahlutverki fæst með samlagningu á gildum
allra undirkvarða og er hámarksgildi 180. Gildi
>90 eru álitin vísbending um áhættu fyrir vel-
ferð foreldris og barns. Lægsta gildi er 36 stig
(30).
Kvarðinn var forprófaður árið 1992 á úrtaki
255 íslenskra mæðra með ungbörn á fyrsta ald-
ursári sem voru valdar með einfaldri tilviljun-
arkenndri aðferð úr þjóðskrá. Niðurstöður for-
prófunar staðfestu einsleitni kvarðans en að-
eins var hægt að nota hann frá sex mánaða aldri
barnsins (35). Orðalagsbreytingar á leiðbein-