Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 857 Landspítalinn Framkvæmdir að hefjast við nýja barnadeild - Landspítalalóöin tvöfaldast aö stærö þegar Hringbraut veröur flutt til suðurs áriö 2002 Eins og komið hefur fram í fréttum hafa Ríkisspítalar gengið frá samkomulagi við Reykjavíkurborg um bygg- ingu nýrrar barnadeildar við Landspítalann. Verður hún áföst við gömlu fæðing- ardeildina og á að verða til- búin árið 2001. En það gekk ekki alveg þrautalaust að ná samningum við borgina að sögn Ingólfs Þórissonar að- stoðarframkvæmdastjóra Ríkisspítala. Borgaryfirvöld gerðu þá kröfu þegar Ríkisspítalar ósk- uðu eftir byggingarleyfi fyrir barnadeildinni að Hringbraut- in yrði flutt til suðurs eins og aðalskipulag gerir ráð fyrir. Þegar það var frágengið gerði borgin kröfu um að núverandi Hringbraut héldi sér og gegn- umakstur yrði um hverfið eftir henni. A þetta var einnig fall- ist og í ágústlok voru samning- ar undirritaðir. Reykjavíkurborg áætlar að hefjast handa um flutning Hringbrautar um aldamótin og á því að vera lokið árið 2002. Þá verður Miklubrautinni snú- ið til suðvesturs rétt vestan við Rauðarárstíg og lögð í stóran sveig undir brúna sem er á Bústaðavegi, yfir bama- heimilið Sólborg sem spítal- arnir starfrækja og suður fyrir húsnæði læknadeildar og Um- ferðarmiðstöð. Eftir að hafa tekið sneið af flugbrautarend- anum tengist þessi bútur nú- verandi Hringbraut á móts við Tjarnarendann. Ingólfur segir að væntanlega verði Hring- braut færð af núverandi stað niður fyrir bakkann, auk þess sem hún verður mjókkuð. Sú tilfærsla er nauðsynleg, bæði til þess að draga úr hávaða og til að skapa rúm fyrir bíla- stæði fyrir spítalann. Úr 7,6 hektörum í 21 Að sögn Ingólfs fellur nýja barnadeildin vel að skipulagi sem gert var af Landspítala- lóðinni fyrir rúmum aldar- fjórðungi. Það skipulag er kennt við breskan arkitekt sem nefnist Weeks og nær raunar yfir svæði sem er tvö- falt stærra en núverandi Land- spítalalóð. Aðalskipulag borg- arinnar gerir nefnilega ráð fyrir því að spítalinn fái til umráða svæði sem mælist 8,5 hektarar sunnan núverandi lóðar. Það bætist við 7,6 hekt- ara sem fyrir eru svo um er að ræða meira en tvöföldun. Rík- isspítalar eiga allt þetta svæði eftir makaskiptasamninga sem gerðir voru 1969 og 1976 svo ekki á neitt að vera því til fyr- irstöðu að þar verði byggt á vegum spítalanna í framtíð- inni. Auk þess eiga Ríkisspít- alar rétt á 6 hektara bygging- arsvæði sunnan hinnar nýju Hringbrautar og yrði spítalinn þá kominn vel inn á gömlu NA/SV-flugbrautina. En á svæðinu sem afmark- ast af nýrri Hringbraut hafa Ríkisspítalar rétt til að byggja sem svarar 160.000 fermetra af húsnæði til viðbótar því sem fyrir er. Til samanburðar má nefna að núverandi hús- næði á Landspítalalóð eru 54.000 fermetrar en eykst í 60.000 fermetra þegar barna- deildin verður risin. Það ætti því að vera nóg pláss ef menn hafa hug á að sameina sjúkra- húsin í Reykjavík á einum stað. En þá þyrfti væntanlega að endurskoða Weeks-skipu- lagið sem að sjálfsögðu er barn síns tíma. Nýja barnadeildin verður 6.000 fermetrar Barnadeildin nýja verður fjögurra hæða bygging sem skiptast þannig að á jarðhæð verður móttaka, auk göngu- og dagdeilda. Á annarri hæð verða skrifstofur ásamt endur- hæfingu og leikmeðferð. Á þriðju hæð verða tvær legu- deildir, almenn deild og hand- lækningadeild og einnig verð- ur þar gistiaðstaða fyrir for- eldra. Á fjórðu hæðinni verða líka tvær deildir, ungbarna- og vökudeild. Með byggingu þessarar deildar verður hægt að auka samvinnu kvenna-, mæðra- og barnadeilda enda verður innangengt á milli hæða nýju deildarinnar og eldri bygginga. Kostnaður við þessa bygg- ingu sem telst vera um 6.000 fermetrar að gólffleti er áætl- aður rétt innan við einn millj- arð króna með öllum búnaði. Framkvæmdir við hana munu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.