Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 72

Læknablaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 72
884 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 íðorðasafn lækna 105 Calvaria í síðasta pistli var fjallað um heitið calvaria, sem fyrst og fremst vísar til efri hluta höfuðkúpunnar og er því ekki notað sem samheiti við cran- ium, höfuðkúpuna. Til að ljúka umræðunni að sinni má nefna að undir kúpuhvolfinu liggur basis cranii, kúpubotn, en að framanverðu er viscero- cranium, sem fengið hefur hið skelfilega íslenska heiti iður- kúpa. Líffærafræðiheitin gefa til kynna að undir viscerocran- ium heyri andlitsbeinin öll, allt frá nefskeljum til neðri kjálka, og að auki málbein og hlustarbein. Undirritaður vill reyndar halda því fram að latneska heitið sé ekki gott og að þessi niðurstaða úr beinni orðhlutaþýðingu sé stað- festing þess. Iður er gamalt heiti á inn- yflum manna og dýra. Islensk orðabók Máls og menningar tilgreinir iður sem hvorug- kynsnafnorð, sem er eins í eintölu og fleirtölu, en einnig má þar finna iðrar sem kven- kynsnafnorð í fleirtölu og sömu merkingar, líffœri í kvið- arholi. Orðsifjabókin rekur upprunann til gríska heitisins enteron, sem merkir þarmur eða görn. Til gamans má einn- ig nefna, að í Lexicon poeti- cum Sveinbjörns Egilssonar er orðmyndin iðr, og lýsingin á merkingu hennar er mjög afgerandi: indvolde eller over- hovedet alt, hvad der findes i bryst- og mavehulheden. Ið- orðasafn lækna gengur enn lengra: Þau líffœri sem liggja í höfuðkúpu, brjóst-, kviðar- og grindarholi. Allra lengst gengur þó bókin Nucleus latinitatis, sem gefin var út af Orðabók Háskólans árið 1994, en þar er orðið viscus talið merkja: allt þad sem er firer inan Skinned, so sem er Kioted og Istran. Latneska heitið viscerocranium má ef til vill réttlæta á þeirri for- sendu að um sé að ræða þann hluta höfuðkúpunnar sem verndar andlitslíffærin, en ef heili er talinn til innri líffæra þá er neurocranium ekki síð- ur iðurkúpa. Skalli í tengslum við athugun á ofanrituðu rakst undirritaður á heitin praecalvus, sköllóttur að framanverðu, og recalvus, sköllóttur bakatil, í bókinni Nucleus latinitatis. Þessi latn- esku lýsingarorð finnast ekki í íðorðasafninu, en nafnorðin ennisskalli og hvirfilskalli gætu ef til vill komið að gagni til að tákna mismunandi teg- undir skalla hjá karlmönnum og heitið hnakkaskalli er ef til vill nothæft um tímabundinn skallablett sem stundum sést á hnakka hjá ungbörnum. Miga og „að míga“ Katrín Fjeldsted, heilsu- gæslulæknir, kom að máli við undirritaðan og sagðist eiga bágt með að nota nafnorðið miga við sjúklinga sína. Sagð- ist hún alin þannig upp að dónalegt væri að tala um að míga. Undirritaður er vissu- lega sama sinnis, en finnst þó að nafnorðið miga sé öllu sak- lausara og muni missa sitt ruddalega yfirbragð við hæfi- lega notkun. í Orðsifja- bókinni kem- ur fram að það sé frá 18. öld og merki það að míga. Miga er mjög lipurt í sam- setningum, svo sem blóð- miga, og því væri skaði að því að missa það úr læknamálinu. Auðvitað má skoða aðra kosti eins og til dæmis kvenkyns- nafnorðið pissing eða karl- kynsnafnorðið pissingur. Undirritaður vill einnig ítreka þá skoðun sína, sem fram kom í 94. pistli við umfjöllun á ís- lenskum heitum á penis, að oft verði læknar að hafa fleiri en eitt heiti til reiðu. Þeir verða að geta notað þau orð sem sjúklingum þeirra eru töm- ust, hvort sem það er að pissa, spræna, kasta vatni eða að míga og gæta þess að forðast þau sem eru óviðeigandi. Nafnorðanotkun Katrín átti reyndar annað erindi við undirritaðan, en það var að vekja athygli á óhæfi- legri nafnorðanotkun, sem undanfarin ár virðist hafa ver- ið að ryðja sér rúms í hérlend- um læknisfræðilegum textum. Þar hitti hún beint í mark þeg- ar hún benti á að ólíkt ís- lenskulegra væri að segja: Sjúklingur pissar (sprænir? mígur?) blóði! en að segja: Sjúklingur er með blóðmigu! Undirritaður hefur nokkuð lengi haft af þessu áhyggjur, en ekki fengið tilefni til um- fjöllunar fyrr en nú. Jóhann Heiðar Jóhannsson (netfang: johannhj@rsp.is)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.