Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 14
832 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Umræða I þessari framskyggnu rannsókn voru metin gæði rannsóknar hjá sjúklingum sem fengið höfðu þarmahreinsun fyrir þvagvegarannsókn svo og hjá þeinr sjúklingum sem enga hreinsun fengu. Einnig var reynt að meta hliðarverkanir hreinsunarinnar. Af svörum sjúklinga má ráða að þeir hafa farið eftir þeim leiðbeiningum sent þeir fengu um undirbúning rannsóknarinnar. I niðurstöðum kemur fram að langflestir sjúklinganna sem fengu þarmahreinsun töldu sig verða fyrir einhverjum óþægindum vegna undirbúningsins. Flestir vægum en nokkrir töldu þó óþægindin veruleg. Hins vegar eru nánast engar kvartanir frá sjúklingum í hóp B. Þó að kvartanir þessar séu ekki beint til vand- ræða, verður að taka fullt tillit til þeirra. Þessar niðurstöður koma heim og saman við erlendar rannsóknir (5,7). Niðurstöður benda til þess að gæði rann- sóknar og greiningarhæfni séu ekki háð þarma- hreinsun. Okkar niðurstöður benda til þess að loftmyndun sem er til staðar í hreinsuðum þörmum sé til meiri vandræða en hægðainni- hald. Þetta er í fullu samræm við niðurstöður George, et al (9) en í andstöðu við Bradley, et al (7), sem komst að þeirri niðurstöðu að loft truflaði minna en hægðir. Skýring á þessu mis- ræmi getur verið mismunandi aðferðir við þarmahreinsun. A hinn bóginn kemur fram í okkar rannsókn að sýn yfir þvagblöðrusvæði er mun betri hjá sjúklingum sem fá hreinsun. Þannig truflast sýn fremur af hægðum en lofti á þessu svæði. Líkleg skýring er að í þörmum í grindarbotni er hægðainnihald oft mikið og þétt. Þetta er í samræmi við niðurstöður ann- arra höfunda (9). Ekki var munur á heildargæð- um rannsóknanna milli hópanna með tilliti til greiningar, að mati sérfræðinganna sem skoð- uðu þessar rannsóknir blint. Hins vegar voru þarmar dæmdir mun hreinni hjá sjúklingum í hópi A. Hreinir loftfylltir þarmar bæta sem sagt ekki gæði skuggaefnisrannsókna á þvagvegum. Fleiri hafa komist að sömu niðurstöðu (6). Breytileikinn innbyrðis milli mats sérfræð- inganna var ekki athugaður sérstaklega en ávallt má reikna með ákveðnu fráviki í mati í rannsókn sem þessari. Lokaorð Hreinsun þarma fyrir skuggaefnisrannsóknir á þvagfærum eins og þær voru framkvæmdar á Borgarspítalanum bæta hvorki gæði né grein- ingarmöguleika rannsóknanna. Oþægindi sjúk- linga vegna hreinsunar eru þó nokkur. Niður- stöður þessar eru í fullu samræmi við erlendar rannsóknir. Hreinsun þarma fyrir skuggaefnis- rannsóknir á þvagvegum hjá utanspítalasjúk- lingum var því hætt á myndgreiningardeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Fossvogi. Þakkir Röntgentæknum, afgreiðslufólki og riturum á myndgreiningardeild Sjúkrahúss Reykjavík- ur er þökkuð veitt aðstoð við framkvæmd rann- sóknarinnar. HEIMILDIR 1. Juhl's P. Essentials of Radiologic Imaging. Philadelphia: JB Lippincott Company 1993. 2. Sutton D. A Textbook of Radiology. Edinburgh, London and New York: Churchill Livingstone 1975. 3. Sussman ML, Jacobson G, Jayne HM. Urologic Roent- genology. Baltimore: The Williams & Williams Company 1967. 4. Alken CE, Dix VW, Weyrauch HM, Wildbolz E. Encyclo- pediaof urology. Berlin: Springer Verlag 1962. 5. Roberge WA, Hosking DH, MacEwan DW, Ramsey EW. The excretory urogram bowel preparation - is it necessary? J Urology 1988; 140: 1473-4. 6. Bailey SR, Tyrrell PN, Hale M. A trial to assess the effec- tiveness of bowel preparation prior to intravenous uro- graphy. Clin Radiol 1991; 44: 335-7. 7. Bradley AJ, Taylor PM. Does bowel preparation improve the quality of intravenous urography? Br J Radiol 1996; 69: 906-9. 8. Hattery RR, Williamson BJ. Hartman GW, LeRoy AJ, Wit- ten DM. Intravenous urographic technique. Radiology 1988; 167:593-9. 9. George CD, Vinnicombe SJ, Balkissoon AR, Heron CW. Bowel preparation before intravenous urography: is it ne- cessary? [see comments]. Br J Radiology 1993; 66: 17-9.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.