Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 48
862 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Af líkingum og líkindum Líkingar eru vandmeðfarn- ar í texta og líkindi geta verið varasöm, einkum ef reynt er að bera saman ólíka hluti. Þetta kemur vel fram í grein eftir kollega Þorstein Njálsson dr.med. í síðasta Læknablaði um gagnagrunn á heilbrigðis- sviði. Mestur hluti greinarinn- ar er dálítið þokukenndur samsetningur um gagnsenri gagnagrunna. Sumt sjálfsagð- ir hlutir, en mest þó lítt dulbú- inn áróður fyrir miðlægum gagnagrunni á heilbrigðis- sviði. Þó er alls ekki ljóst að lestri loknum, hverja kosti slíkur grunnur ætti að hafa fram yfir dreifða gagna- grunna, fyrir nú utan það að þegar höfundur ræðir um hvað gert hafi verið á erlendum vettvangi, láist honum að geta þess að miðlægum gagna- grunnum hefur alls staðar ver- ið hafnað, þar sem málin hafa verið rædd ítarlega, þar á meðal af kollegum okkar á hinum Norðurlöndunum. En það var þetta með lík- ingarnar og líkindin. Þor- steinn líkir íslenska gagna- grunninum við Hvalfjarðar- göngin, en samkvæmt líking- unni er gagnagrunnurinn eins konar jarðgöng, sem stytta leiðina fyrir Hvalfjörð illa skilgreindrar vitneskju í lækn- isfræði og læknavísindum og opni hindrunarlausa leið uppá Akranes hins endanlega sann- leika. Það sem gerir þennan þátt líkingarinnar dálítið tor- skilinn er að Hvalfjarðargöng- in liggja í tvær áttir, en ekki Tæpitungu- laust * Arni Björnsson skrifar eins og gert er ráð fyrir í dul- kóðun gagnagrunnsins, aðeins í eina átt. Við það vaknar auk þess spurningin um það, við hvorn enda gangnanna hins endanlega sannleika sé að leita? En snúum okkur aftur að Hvalfirðinum. Þegar um er að ræða vegalagnir, er oft rétt að stytta sér leið með þeim að- ferðum sem henta aðstæðum best, svo framarlega sem veg- irnir ná til nauðsynlegra við- komu- og áfangastaða. í vís- indum, og það ætti læknir með doktorspróf að vita, getur ver- ið nauðsynlegt að kanna og jafnvel fara torsóttar leiðir. Það að stytta sér leið framhjá hindrunum, í stað þess að yfir- stíga þær, eru ekki talin góð vísindi. Þessi líking stenst því ekki. Svo eru það líkindin. Það að líkja saman vinnubrögðun- um við Hvalfjarðargöngin og vinnubrögðunum við laga- smíðina um miðlægan gagna- grunn á heilbrigðissviði er útí hött. Verið er að bera saman ósambærilega hluti og það eru ekki góð vísindi. I fyrra tilvik- inu var um það að ræða að grafa göng gegnum föst berg- lög, þar sem gerð bergsins var nokkum veginn þekkt. Það var líka vitað til hvers átti að nota göngin, hvernig þau áttu að liggja og hvert og til hvers ætti að nota þau. Þá var vitað hvað þau mundu kosta, hvern- ig þau yrðu fjármögnuð og fjármagnið var tryggt. Loks eru ráðnir til starfsins menn, sem höfðu ára og sumir ára- tuga reynslu af gerð samskon- ar mannvirkja. Þeir sem fylgst hafa með umræðunni um lög- in um miðlæga gagnagrunn- inn geta svo reynt að bera að- ferðafræðina saman. Það eina sem er líkt með Hvalfjarðargöngunum og gagnagrunninum, eins og honum er lýst í frumvarpinu, er að bæði eru opin í báða enda. Jarðvegur gagnagrunns- ins er hinsvegur gljúpur og holóttur, enginn veit hvert hann stefnir, eða hvert inni- haldið á að vera. Gagnsemina má draga í efa og áhættumatið er harla hæpið. Niðurstaða: Sá sem ætlar að nota líkingar þarf að geta skrifað rökréttan texta og lík- indi verða meiningarlaus ef ekki eru bomir saman sam- bærilegir hlutir. Arni Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.