Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 66

Læknablaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 66
878 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 í skrá 55, Lifnaðarhœttir í þéttbýli. Fjölskylduhœttir er spurt um líkamshirðingu, heilsufar og heilbrigðisþjón- ustu. I skrá 65, Hreinlœti og heilsufar er spurt um persónu- lega umhirðu og snyrtingu, bað og þvott, almennt hrein- læti, hár, skegg, tennur, and- litssnyrtingu og þess háttar, náðhús, salerni, baðker og fleira Spurt um heilsufar og lækningar, þar á meðal meðöl, kvilla og smáskammtalækna. Einnig er spurt um sníkjudýr og önnur vanþrifakvikindi. I skrá 85, Gömul lœknisráð er spurt um ráð við kvillum, til dæmis um meiðsli og við- búnað við þeim, smitsjúk- dóma, húðsjúkdóma og lík- amslýti, meðhöndlun lang- legusjúklinga, heilsurækt og ýmiss konar hómópatalyf og lækningajurtir. Spurt um lækn- isþjónustu og sjúkraflutninga, huglækningar, grasalækning- ar, hómópata og smáskammta- lækna. Þá er víða fróðleikur um dýralækningar í svörum við spurningaskrám um húsdýrin, m.a. er heil skrá (nr. 23) um hrossalœkningar. Dr. Georg Houser skrifaði heila bók sem að langmestu er byggð á svör- um við þessari skrá - Saga hestalœkninga á Islandi. Sem ég sat og var að berja þennan texta saman hringdi gömul kona norðan úr landi til að segja frá því hvaða ráð móðir hennar hefði notað í gamla daga til að lækna sig af illvígri liðagigt þegar hún var öll úr lagi gengin og slím- himnurnar hættar að þola með- ulin, það er að segja hún hætti að borða fisk og kjöt, drakk kartöflusoð, eplaedik, seyði af klóelftingu og birki og hafði samvinnu við andalækni. Þetta minnir óneitanlega á margt í óhefðbundnum lækn- ingum nútímans enda vafalít- ið undir áhrifum frá náttúru- lækningastefnunni. Nýlega var send út aukaspurning um kraftaverk til fastra heimildar- manna þjóðháttadeildar og flestir sem svöruðu sögðu frá atvikum sem tengdust anda- lækningum. Alþýðufróðleikurinn um lækningar sem liggur á þjóð- háttadeild er annars af marg- víslegum toga spunninn og hér á eftir eru nokkur dæmi um það sem þar er að finna: Innsend dæmi „Einu sinni datt ég ofan stiga, og meiddi mig í fæti og varð að liggja í 3 vikur. Þá lagði mamma bakstur með súru skyri á fótinn, svo ég varð jafngóð eftir 3 vikur. Móðir mín sauð vallhumal, með smjöri og hafði við sár. Notaði hann líka á kýrspena yfir sumarið. Við kvefi hafði móðir mín soð af soðnum fjallagrösum, sem við drukk- um óspart. Agætt. Svefnleysi. Þá var gott að borða kræk- linga fyrir svefn. 12-14 skelj- ar. Soðið sem fiskisúpa, soðið drukkið. Tekinn fiskurinn úr skelinni og grænleiti strengur- inn með, maginn. Sveppir voru góðir við handadofa... Kræklingur við magaveiki. Njólarætur við hægðum." (Heimild: Kona úr N-Þingeyjar- sýslu, f. 1903) „Mér dettur í hug að segja frá reynslu minni af kulda- bólgu, sem þannig var nefnd. Þegar ég sem unglingur var að beita á vetrarvertíð fékk ég oft bólgu í hendumar eða sérstak- lega finguma, síðan duttu sár á fingurkögglana sem kölluð voru kuldapollar og gekk illa að gróa. Einna skást reyndist myglaður físissveppur. Hann þurrkaði vessana og myndaði hrúður yfir sárið. Þetta var húsráð ekki læknisráð, meðal annars þessvegna get ég um þetta.“ (Heimild: Karlmaður frá Eyrar- bakkaf. 1898) „ Grasastella. Tekinn var hnefi eða visk af hreinum fjallagrösum og soðið saman við nýmjólk. Þykknaði þá mjólkin og varð þetta sam- fellt. Þetta þótti mjög gott við niðurgangi, var jafnvel gefið ungbörnum. Grasasaft. Soðin voru fjallagrös í vatni nokkra stund, seyðið síðan síað frá og settur út í það kandíssykur, svo að það varð vel sætt, síðan var þetta sett á flösku og geymt þannig. Þótti mjög hollt fyrir brjóstveika að nota af þessu.“ (Heimild: Karlmaður úr Norður- Þingeyjarsýslu f. 1898) „Við sótthita notaðar ýmsar víðitegundir, salix, við niður- fallssýki beitilyngsseyði og við harðlífi, heimulunjólarót og rabarbararót. Voru þær þurrkaðar og muldar svo í morteli blandað í duftið litlu einu af sykri, og tekið inn duftið í skömmtum. Var það oft gefið börnum og gaf góða raun. Maríuvandar tegundim- ar, einkum sú hvíta og bláa, notaðar sem hjartastyrkjandi lyf, og margar fleiri tegundir grasa mætti telja. Var oft blandað fleiri tegundum sam- an, þær soðnar og seyðið drukkið. Soðið var í litlum járnpottum eða járnkötlum, þar til seyðið þótti hæfilega bragðsterkt, og geymt á flösk- um, notað svo eftir þörfum. Stundum tuggðar ósoðnar og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.