Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 847 Formaður LÍ flytur skýrslu stjórnar, fundarstjórí og formaður LR fylgist með. afsson læknir skipulagði mál- þingið og að loknum erindum frummælenda urðu líflegar umræður um þetta málefni. f kjölfar þessa ályktaði aðal- fundur að skipa starfshóp sem skoða ætti með hvaða hætti samvinnu og verkaskiptingu sjúkrahúsanna á höfuðborgar- svæðinu væri best fyrirkomið og skuli hópurinn skila bráða- birgðatillögu til stjórnar Læknafélags íslands fyrir for- mannaráðstefnu vorið 1999. Nýr heiðursfélagi Aðalfundur Læknafélags íslands samþykkti að gera Olaf Olafsson landlækni að heiðursfélaga í Læknafélagi íslands. Olafur Ólafsson hefur borið höfuð og herðar yfir ís- lenska lækna og tekist í vanda- sömu starfi að efla embættið. Ólafi mun formlega verða veitt heiðursskjal í boði sem Læknafélag Islands mun halda honum til heiðurs þegar hann lætur af starfi um næst- komandi mánaðamót. Stefnumótunarvinna Læknafélags íslands Eins og félögum er í fersku minni var starfandi starfshóp- ur með mörgum undirhópum sem vann að tillögugerð um stefnumótun Læknafélags ís- lands. Pálmi V. Jónsson lækn- ir stýrði þeirri vinnu með miklum ágætum. Til stóð á að- alfundi læknafélagsins 1997 að samþykkja tillögu starfs- hópanna en af því varð ekki. Lítið hefur verið unnið í þess- um málum síðan ef að undan er skilin vinna Tómasar Árna Jónassonar læknis sem að beiðni stjómar Læknafélags ís- lands hefur tekið saman álykt- anir síðustu 20 aðalfunda Læknafélags íslands og flokk- að þær í efnisröð. Kann stjórn Læknafélags Islands honum bestu þakkir fyrir þá vinnu. Stjórn Lækna- félags Islands lagði til við að- alfund nú að álykta að skipuð yrði fastanefnd sem hefði með höndum að halda til haga, fullvinna og gefa út stefnu- mótun Læknafélags Islands með reglulegu millibili. Sam- þykkti aðalfundurinn þá ályktun og mun stjórn Lækna- félags Islands nú á næstunni skipa starfshóp sem mun vinna að þessu verkefni. Læknafélag íslands tekur þátt í umferðar- öryggisátaki Stjórn Læknafélags íslands hefur samþykkt fyrir sitt leyti að Læknafélag íslands taki þátt í forvarnarátaki í umferð- armálum í samvinnu við Um- ferðarráð, SÍT-fararheill og lögregluna. Undirbúningur er hafinn að fyrsta lið þessa átaks sem mun fjalla um ölv- un og akstur í desembermán- uði næstkomandi. Með kveðju Guðmundur Björnsson formaður LI Framhalds- aðalfundur LÍ verður haldinn í húsa- kynnum félagsins í Hlíða- smára 8 í Kópavogi 2. nóvember 1998 og hefst kl. 13. Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum LÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.