Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 94

Læknablaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 94
902 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 9.-11. júní 1999 í Reykjavík. 17. norræna hjartalæknaþingið. Nánari upplýsingar hjá Ferðaskrifstofu íslands. 9.-11. júní 1999 í Árósum. The Scandinavian Society of Anaesthe- siologists celebrating the 50th Anniversary at the 25th Congress. Bæklingur liggur frammi hjá Lækna- blaðinu. 9.-12. júní 1999 í Reykjavik. 22. þing Norræna þvagfæraskurð- læknafélagsins. Nánari upplýsingar veita Guðmund- ur Vikar Einarsson, netfang gudmeim® rsp.is og Gunnhildur Jóhannsdóttir, netfang gunnhild (ársp.is, Landspítalanum sími 560 1330. 9.-12. júní 1999 í Ábo. XVII. Nordiska Medicinhistoriska kongress- en. Nánari upplýsingar hjá Læknablaðinu. 7.-11. júlí 1999 í Berlín. IVth European Congress of Gerontology. Nánari upplýsingar hjá Læknablaðinu. / Yfirlýsing stjórnar Læknafélags Islands að gefnu tilefni Reykjavík 14. október 1998 Stjórn Læknafélags íslands lýsir undrun sinni á yfirlýsingum Kára Stefánssonar for- stjóra íslenskrar erfðagreiningar vegna orða dr. Ross Anderson um öryggismál miðlægs gagna- grunns á heilbrigðissviði. Læknafélag fslands stóð síðastliðinn mánu- dag fyrir fundi um öryggismál miðlægs gagna- grunns á heilbrigðissviði með dr. Ross Ander- son, sérfræðingi um öryggismál læknisfræði- legra tölvukerfa. A fundinum voru fulltrúar frá íslenskri erfðagreiningu, ýmsir tölvusérfræð- ingar, læknar, vísindamenn og aðrir áhuga- menn. Til fundarins var boðað í anda þeirrar stefnu félagsins að halda umræðunni efnislegri og málefnalegri og til að dýpka umræðuna um flókið málefni. Á fundi þessum kom glögglega fram að dul- kóðaðar upplýsingar í miðlægum gagnagrunni samkvæmt fyrirliggjandi tillögum verða per- sónugreinanlegar, það er að segja unnt er að rekja þær til nafngreindra einstaklinga. Þetta viðurkenndu, í viðurvist fjölda tölvusérfræð- inga, fulltrúar íslenskrar erfðagreiningar, þeir dr. Kári Stefánsson og Hákon Guðbjartsson, forstöðumaður tölvusviðs Islenskrar erfða- greiningar og höfundur flestra kunnra gagna fyrirtækisins um öryggismál hins miðlæga gagnagrunns. Kári Stefánsson segir í viðtali við Morgun- blaðið að dr. Ross Anderson hafi aldrei séð ör- yggisáætlanir Islenskrar erfðagreiningar og aldrei beðið um þær. Þar af leiðandi sé hann ófær um að gagnrýna þær áætlanir. Þetta er mjög athyglivert fyrir þá sök að hingað til hefur fyrirtækið aldrei skýrt frá því að slík áætlun væri til, sem er óneitanlega mjög undar- leg framkoma. Þeir Kári Stefánsson og Hákon Guðbjartsson höfðu næg tækifæri til að upp- lýsa um slíka áætlun og skýra frá henni á fund- inum á mánudaginn, en gerðu það ekki. Það er veikt haldreipi að vitna nú til gagna sem engum hefur verið sagt frá að væru til en gegna samt lykilhlutverki. Slíkt ber ekki vott um vönduð vinnubrögð. Öll slík gögn hefðu átt að vera á borðinu frá upphafi, það er að segja áður en hin mikla vinna við að undirbúa lagafrumvarpið hófst. Kári Stefánsson hefur í málflutningi sínum séð ástæðu til að draga í efa áreiðanleika dr. Ross Anderson og gefið í skyn óvönduð vinnu- brögð hans. í því sambandi er rétt að benda á að dr. Ross Anderson er einn virtasti sérfræðingur í Evrópu um öryggismál á heilbrigðissviði. Hann er sérstakur ráðgjafi bresku læknasam- takanna en þau láta sig slík öryggismál miklu skipta. Að saka slíkan mann um óvönduð vinnu- brögð ber ekki vott um nauðsynlegt jafnvægi hugans. Sú fullyrðing Kára Stefánssonar að ályktanir dr. Ross Anderson séu dregnar á grundvelli rangra forsendna er athyglisverð fyrir þá sök að forsendurnar eru málflutningur fyrirgreindra talsmanna íslenskrar erfðagreiningar á fundin- um. Séu forsendurnar rangar hljóta upplýsingar þeirra og málflutningur að hafa verið villandi og ónákvæmar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.