Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 34
850 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Samþykktir aðalfundar Læknafélags Islands Nr.I Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn dagana 9.-10. október 1998 í Hlíðasmára 8 í Kópavogi samþykkir tillögu stjómar um að gera Ólaf Ól- afsson landlækni að heiðurs- félaga Læknafélags íslands. Nr.II Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn dagana 9.-10. október 1998 í Hlíðasmára 8 í Kópavogi ályktar að fela stjórn Læknafélags íslands að koma á fót trúnaðarmanna- kerfi sem tengi Læknafélag íslands við einstaka vinnu- staði lækna. Nr. III Aðalfundur Læknafélags Islands haldinn dagana 9.-10. október 1998 í Hlíðasmára 8 í Kópavogi felur stjórn Lækna- félags íslands að skipa starfs- hóp sem skoða á með hvaða hætti samvinnu og verkaskipt- ingu sjúkrahúsa á höfuðborg- arsvæðinu sé best fyrir komið. Hópurinn skili bráðabirgðatil- lögu til stjórnar LI fyrir for- mannaráðstefnu vorið 1999. Nr. V Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn dagana 9.-10. október 1998 í Hlíðasmára 8 í Kópavogi ályktar að fela stjórn LI að skipa fastanefnd sem hafi með höndum að halda til haga, fullvinna og gefa út stefnumótun og stefnu LÍ í faglegum málefnum, heil- brigðismálum og innri málunr félagsins. Nr. VI Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn dagana 9.-10. október 1998 í Hlíðasmára 8 í / Aðalfundur Læknafélags Islands Aðalfundur Læknafélags Islands var hald- inn dagana 9. og 10. október í húsakynnum fé- lagsins í Hlíðasmára í Kópavogi. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra ávarpaði fund- inn fyrri daginn en hún hafði þá um morgun- inn lagt fram nýja útgáfu af hinu umdeilda frumvarpi til laga um gagnagrunn á heilbrigð- issviði. Ingibjörg gumaði af því að vera orðin ein af langlífustu heilbrigðisráðherrum Evrópu og lýsti því jafnframt yfir að hún hygðist halda áfram að mæta á aðalfundum félagsins næstu fjögur árin. Fyrri dagur aðalfundar fór að öðru leyti í hefðbundin aðalfundarstörf þar sem stjórnar- menn og forsvarsmenn einstakra starfspósta lögðu fram skýrslur um starfsemi félagsins frá síðasta aðalfundi og áætlanir um næsta ár. Að loknum umræðum um þær skiptu fundarmenn sér í starfshópa sem ræddu tillögur til ályktana sem lágu fyrir fundinum. Á laugardagsmorgni hófst fundurinn á mál- þingi undir heitinu Eitt eða tvö sjúkrahús í Reykjavík, en því eru gerð nánari skil á næstu síðum. Að því loknu hófst umræða um álykt- anir og afgreiðsla þeirra og rná sjá afrakstur þess hér í opnunni. Fundinum lauk á stjórnarkjöri en lögum samkvæmt áttu fjórir að víkja úr stjórninni. Jón Snædal var endurkjörinn varaformaður og Arnór Víkingsson sem verið hafði meðstjórn- andi var kjörinn ritari í stað Guðmundar J. El- íassonar. Sigurður Ólafsson hverfur úr stjórn en nýir meðstjórnendur eru Sigurður Kr. Pét- ursson og Eyþór Björgvinsson. Voru þeir allir sjálfkjörnir og það sama gilti um endurskoð- endur þar sem Einar Jónmundsson var endur- kjörinn og sömuleiðis Þengill Oddsson til vara. Úr Siðanefnd áttu að ganga Ásgeir B. Ellertsson og varamaður hans, Hannes Finn- bogason, en þeir voru báðir endurkjörnir til tveggja ára. Úr Gerðardómi áttu Sigursteinn Guðmundsson og varamaður hans, Ólafur H. Oddsson, að ganga en þeir voru einnig endur- kjörnir til tveggja ára. Eins og fram kemur í ályktunum fundarins treystu fundarmenn sér ekki til að taka afstöðu til gagnagrunnsfrumvarpsins vegna þess hve stuttur fyrirvari gafst til að kynna sér þær breytingar sem gerðar hafa verið á því. Var því fundi frestað og ákveðið að boða framhalds- aðalfund sem verður haldinn 2. nóvember kl. 13 í Hlíðasmára. -ÞH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.