Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 57

Læknablaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 57
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 871 2.600 lækningatæki skoðuð Gísli Georgsson yfirverkfræðingur hjá Ríkisspítölunum situr ásamt Ólafi Aðalsteins- syni og Aðalsteini Pálssyni í starfshópnum. Gísli hefur umsjón með lækningatækjunum og segir hér frá þeim vanda sem þar er uppi. Þau tæki, sem teljast lífshættuleg í stöðu- matinu eru öndunarvélar, hjartastuðgjafar, geislameðferðartæki, hjartataktgjafar (pace- maker) og hjartahjálpardælur (aorta-balloon pump). Blóðskilunarvélar (gervinýru) og hjarta-lungnavélar verða líklega einnig settar í þann flokk og fleira kemur til álita, til dæntis vökva- og sprautudælur, en þessi tæki eru nú í mikilvæga flokknum í skýrslunni. Tækin eru flokkuð lífshættuleg ef álitið er að bregðast þurfi strax við (talið í sekúndum eða mínútum), vinni tækið ekki rétt um alda- mótin eða strax eftir aldamót og lífi eða heilsu fólks sé stefnt í voða af þeim sökum. Vitað er um tæki í þessum flokki þar sem aðgerða er þörf en þær geta verið af þrennum toga: 1) uppfæra hugbúnað eða vélbúnað; 2) endurstilla tækin eftir aldamót áður en notkun hefst svo að hægt sé að nota þau með örugg- um hætti; 3) endurnýja tækin. Ekki hafa fundist nein lækningatæki, sem skráð eru mikilvæg, og staðfest er að muni valda vandræðum um aldamótin. Hins vegar eru um 300 tæki sem ekki er vitað hvort verða í lagi en verið er að kanna þau. Tækin eru flokkuð sem „óvitað" þar til staðfesting hefur fengist frá framleiðanda um að þau séu örugg og/eða þau hafa verið prófuð. Flestir fram- leiðendur lækningatækja eru að skoða stöðu þeirra tækja sem þeir framleiða og upplýsing- ar berast reglulega til okkar. Öll lækningatæki og rafmagnstæki á sjúkrahúsinu eiga að vera skráð í tækjaskrá heilbrigðistæknideildar, sem haldin hefur ver- ið í tæp 20 ár. Skráin inniheldur nú upplýsing- ar um yfir 6.000 tæki, þar af um 2.600 tæki, sem skilgreind eru sem lækningatæki. Lækn- ingatæki koma eftir ýmsum leiðum inn á sjúkrahúsið, þó langflest þeirra komi inn á deildina hjá okkur þar sem þau eru prófuð og síðan skráð og merkt áður en þau fara í notk- un hér á Landspítalalóð eða annars staðar. Nú er verið að vinna í því að heimsækja all- ar deildir spítalans og fara yfir stöðuna, eins og gert hefur verið öðru hvoru undanfarin ár, þannig að vonast er til að engin tæki verði óskráð og ókortlögð hvað 2000-vandamálið varðar þegar kemur fram á næsta ár. Síðan verður framkvæmdaáætlun hrint af stað og tækjum eða tækjahlutum skipt út ef þess gerist þörf, öðrum breytt eða þau lagfærð eins og þarf til þess að reyna að tryggja áhættulaus aldamót á Landspítalnum. 325 tæki í þessum flokki þola að upp renni ný öld (sjá rammagrein). Það gildir um mörg tæki að ekki er nákvæmlega vitað hvernig búnaður þeirra er og hvort þau þola aldamótin. Samkvæmt stöðumatinu gildir það um 966 tæki. Næstu skref hjá hópnum verða því að kanna þessi tæki betur og afla upplýsinga um þau frá fram- leiðendum og seljendum. En hvað er mikilvægast að at- huga, Ólafur? „Það eru öll þau tæki sem lífshætta stafar af ef þau starfa ekki rétt um aldamótin, til dæmis hjartagangráðarnir sem mega alls ekki stöðvast. Við höfum upplýsingar um alla þá sem eru með slík tæki um allt land, hvaða tegund og hug- búnað er um að ræða og hversu gömul tækin eru. Reyndar hafa hjartagangráðar ekki bara verið settir í fólk hérlendis heldur einnig er- lendis en upplýsingar um það eiga að liggja fyrir.“ Augu fólks að opnast fyrir vandanum -1 stöðumatinu er ekki lagt mat á kostnaðinn sem hljótast mun af aldamótavandanum, en einhverja hugmynd hafið þið væntanlega gert ykkur um það hversu mikið það muni kosta að bregðast við honum. „Við erum búin að gera okk- ur grein fyrir að þetta kostar mikla peninga og er mjög að- kallandi verkefni. Það er erfitt að meta hversu mikið þetta mun kosta en mér kæmi ekki á óvart þótt það færi upp í 200- 250 milljónir króna fyrir Rík- isspítala. Þá hef ég í huga þau tæki og búnað sem skipta þarf út og ekki síður þá miklu vinnu sem leggja þarf í breyt- ingarnar bæði innan stofnun- arinnar og utan.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.