Læknablaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 12
830
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
Þrír reyndir sérfræðingar í geislagreiningu
framkvæmdu úrlestur rannsóknanna. Metnar
voru útlínur þvagvega og mat lagt á greiningar-
hæfni rannsóknarinnar og heildargæði.
Rannsóknin var framskyggn og tvíblind.
Sama tegund skuggaefnis, styrkur og magn var
notað í hvert sinn. Sama filmutegund var ávallt
notuð. Samanburður var gerður milli þessara
tveggja hópa.
Niðurstöður: Aldursdreifing var sú sama
milli hópanna.
Flestum sjúklinganna í hópi A (76%) fannst
undirbúningurinn óþægilegur. Ur þessum hópi
töldu 12% sjúklinga að undirbúningur ylli
miklum óþægindum. Langflestum í hópi B
fannst undirbúningurinn þægilegur en engum
að hann ylli miklum óþægindum.
Enginn munur var á milli hópanna þegar mal
var lagt á útlínur þvagvega, nema á þvagblöðru
sem sást verr í hópi B. Loft í görnum var aðal
truflanavaldur í hópi A en bæði loft og hægðir í
hópi B. Gæði hreinsunar voru marktækt betri í
hópi A. Enginn munur var milli hópanna á
greiningarhæfni rannsóknanna.
Lokaorð: Flreinsun þarma fyrir skuggaefn-
isrannsóknir á þvagvegum valda talsverðum
óþægindum fyrir sjúklinga og bæta ekki gæði
rannsóknanna.
Inngangur
Frá því að farið var að gera skuggaefnis-
rannsóknir af þvagvegum (intravenous uro-
graphy) hefur hreinsun þarma verið talin nauð-
synlegur undirbúningur og er svo víða enn. I
eldri kennslubókum í geislagreiningu er þetta
talinn sjálfsagður hlutur og er þessi þáttur rann-
sóknarinnar lítt ræddur (1-4) hvað þá að getið
sé heimilda fyrir nauðsyn hans. I seinni tíð hef-
ur gætt efasemda um nauðsyn þessa undirbún-
ings og hafa greinar birst þar að lútandi (5,6).
Þrátt fyrir að hér hafi oft verið um mikla
fyrirhöfn og stundum nokkurt álag (7) á sjúk-
linga að ræða hafa aðeins örfáar rannsóknir
birst um þetta efni. A myndgreiningardeild
Sjúkrahúss Reykjavíkur, áður Borgarspítalan-
um, hefur hreinsun þarma lengst af verið talin
nauðsynlegur þáttur í undirbúningi sjúklinga.
Við skuggaefnisrannsókn af þvagvegum á að
vera hægt að sýna fram á líkamsgerð (anatom-
ia) og sjúklegar breytingar innan þvagvega, séu
þær til staðar (8). Eðlilegt verður að telja að
slíkt sé reynt með þeim aðferðum sem nútíma
tækni ræður yfir, þar með þarmahreinsun, sé
slíkt nauðsynlegt. Hins vegar getur það varla
talist réttlætanlegt að láta sjúklinga gangast
undir þennan undirbúning ef það bætir ekki
gæði rannsóknarinnar og þar með greiningar-
möguleika.
Markmið þessarar forspárrannsóknar var að
athuga hvort sú þarmahreinsun sem beitt var
við þvagvegarannsóknir á Borgarspítalanum
bætti gæði og greiningarmöguleika þessarar
rannsóknar. Samhliða voru viðbrögð sjúklinga
við undirbúningnum könnuð.
Efniviður og aðferðir
Rannsóknin var framkvæmd á myndgrein-
ingardeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Allir utan-
spítalasjúklingar sem bókaðir voru til þvag-
vegarannsókna á sjö mánaða tímabili voru tald-
ir með í þessari athugun. Bráðarannsóknir voru
undanskildar.
Venjubundin þarmahreinsun var fólgin í
neyslu fljótandi fæðis sólarhring fyrir rann-
sókn. Klukkan 8:00 sama dag var tekinn einn
poki af Salilax hrærðu í vatni. Klukkan 12:00
var annar poki tekinn og tvær töflur af Toilax
og klukkan 18:00 voru teknar tvær töflur af
Toilax. Að morgni rannsóknardags var fastað
fjórar klukkustundir fyrir rannsóknina. Þá
mátti ekki reykja né tyggja tyggigúmmí minnst
eina klukkustund fyrir rannsóknina.
Sjúklingum var fyrirfram skipt með tilvilj-
anaúrtaki í tvo hópa, A og B. Hópur A fékk
venjubundin fyrirmæli um þarmahreinsun og
annan undirbúning. Hópur B fékk fyrirmæli
um að vera á fljótandi fæði frá kvöldinu fyrir
rannsóknina.
Fyrir rannsóknina voru allir sjúklingarnir
spurðir að því hvort þeir hefðu fengið leiðbein-
ingar um undirbúninginn fyrir rannsóknina og
farið eftir þeim. Einnig var beðið um mat á
undirbúningnum með því að krossa við aðeins
eitt af eftirtöldu:
þœgilegur
vœg óþœgindi
mikil óþœgindi
óbœrilegur
Allar rannsóknirnar voru framkvæmdar á
hefðbundinn hátt með pressu. Röntgentæknar
sem framkvæmdu rannsóknirnar vissu ekki
hvorum hópnum sjúklingurinn tilheyrði.
Reynt var að tryggja svo einsleitar rannsókn-
ir sem mögulegt var með því að nota sömu
rannsóknarstofu og sömu filmutegund við allar
rannsóknirnar.