Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 28
844 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Einsleitni íslenskrar útgáfu Edinborgar- kvarðans reyndist viðunandi. Munur á áreiðan- leika kvarðans hefur fremur verið rakinn til samsetningar úrtaksins en til mismunandi þýð- inga á önnur tungumál í erlendum rannsóknum (15,20,36). Réttmæti kvarðans sem skimunar- tækis fyrir vanlíðan sem tengist umönnun erf- iðs ungbarns var staðfest, þar sem marktæk fylgni tíðra þunglyndiseinkenna við foreldra- streitu fannst og tíðni þunglyndiseinkenna var háð óværð ungbarns og áhyggjum vegna heilsufars þess (1,9,17,18). Þó á eftir að meta betur næmi og sértæki íslenskrar útgáfu Edin- borgar- og foreldrastreitukvarðans, þannig að unnt sé að nota þá saman sem tæki til að finna konur sem þarfnast meðferðar vegna þung- lyndis. Samanburður við erlendar rannsóknar- niðurstöður virðist nokkuð réttmætur, en hafa þarf í huga að íslensk tunga, menning og fé- lagslegt umhverfi er öðruvísi, sem getur haft áhrif á tjáningu fólks á vanlíðan, þunglyndi og streitu (17,20,34). Þegar meta skal hvort hægt sé að alhæfa nið- urstöður fyrir úrtakið er horft til þess hvort það endurspegli lýðeinkenni þýðisins og hver úr- taksstærð og svarhlutfall séu. Urtakið var hlut- fallslega stórt miðað við þýðið (23%). Svar- hlutfall í landskönnuninni var viðunandi, en samt lægra en í eldri íslenskri könnun. Einnig var meiri munur í svörun eftir aldri (34). Þar sem svarendur voru marktækt eldri en þær sem svöruðu ekki getur aldur mæðra hafa haft áhrif á áhuga þeirra á viðfangsefni sem þessu. Hlut- fallslega lágt svarhlutfall mæðra undir tvítugu kann að hafa valdið einhverri skekkju í niður- stöðum, en á móti kom að þær sem svöruðu endurspegluðu íslensku kvenþjóðina varðandi aldur og búsetu. Tíðni þunglyndiseinkenna íslenskra kvenna var um 14% á öðrum og þriðja mánuði eftir fæðingu. Þetta er mjög svipað og fundist hefur í rannsóknum frá öðrum vestrænum löndum, þar sem tíðni þunglyndis var á bilinu 10-15% (5-7,15,36,37). Meðaltalið 6,5 á Edinborgar- kvarðanum fyrir íslenskar konur var hærra en í eldri íslenskri könnun, en er í samræmi við niðurstöður sænskra og breskra rannsókna með landfræðilega breytileg úrtök (15,33). Rann- sóknir á næmi og sértæki kvarðans hjá öðrum vestrænum úrtökum hafa leitt til svipaðra nið- urstaðna og hér, en var öðruvísi hjá japönskum konum (15,20,36-38). Enskar rannsóknamiðurstöður benda til þess að urn tvær af hverjum þremur konum í samfé- lagsúrtökum, sem mælast með gildi 12 og hærra á Edinborgarkvarða séu í raun þunglynd- ar (22,33). Því má áætla að um það bil 9-10% íslenskra kvenna gætu verið þunglyndar á fyrstu mánuðum eftir fæðingu. Niðurstöður um samband tíðra þunglyndis- einkenna við hjúskaparstöðu voru í samræmi við sænskar rannsóknarniðurstöður um auknar líkur þunglyndis hjá einstæðum mæðrum (15). Sambandi þunglyndis við menntun mæðra hef- ur ekki verið lýst áður. í rannsókn frá Kanada fannst ekkert samband á milli menntunar hjóna og tíðni þunglyndiseinkenna mæðranna, en einstæðar mæður voru ekki teknar með í þá rannsókn (37). Þá fannst marktækt samband milli þung- lyndis og foreldrastreitu. Sterk fylgni þung- lyndiseinkenna við foreldrastreitu, einkum í foreldrahlutverki, bendir til þess að tíðum þunglyndiseinkennum fylgi streita en ekki öf- ugt (2,9,23). Marktækur munur á tíðni þung- lyndiseinkenna eftir óværð og áhyggjum af heilsufari barns benti til þess að ákveðnir þættir í umönnun barns gætu verið erfiðari viðfangs fyrir mæður sem hneigjast til þunglyndis en fyrir aðrar (2-4,17,18,24). Álykta má að þung- lyndar mæður séu líklegri til að skynja for- eldrahlutverkið sem streituvekjandi en konur sem ekki hafa þunglyndiseinkenni. Niðurstöður rannsóknarinnar geta stuðlað að því að heilbrigðisstéttir sem vinna við heilsu- gæslu mæðra og ungbama verði meðvitaðar um algengi þunglyndiseinkenna, streitu í for- eldrahlutverki og óværð (2,3,5,9,17,24). Far- aldsfræðilegar upplýsingar um meðaltöl, tíðni og mismun einkenna eftir landsvæðum geta gagnast sem gæðastaðall við stefnumótun í geðheilsuvernd fyrir konur eftir fæðingu. ís- lensk útgáfa Edinborgar þunglyndiskvarðans getur nýst til markvissari skimunar fyrir þung- lyndiseinkennum eftir fæðingu og jafnvel á meðgöngu ef ástæða þykir (20). Til að geta nýtt hann einnig í því skyni að greina þunglyndi sem þarfnast meðferðar þarf að rannsaka næmi og sértæki hans í framtíðinni (21,33). Með markvissari greiningu vanlíðunar yrði stigið skref til geðverndrar kvenna sem eru þung- lyndar og finnst foreldrahlutverkið erfitt (34). Þakkir Reyni Tómasi Geirssyni eru færðar þakkir fyrir yfirlestur og gagnlegar ábendingar. Rann-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.