Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1998, Side 28

Læknablaðið - 15.11.1998, Side 28
844 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Einsleitni íslenskrar útgáfu Edinborgar- kvarðans reyndist viðunandi. Munur á áreiðan- leika kvarðans hefur fremur verið rakinn til samsetningar úrtaksins en til mismunandi þýð- inga á önnur tungumál í erlendum rannsóknum (15,20,36). Réttmæti kvarðans sem skimunar- tækis fyrir vanlíðan sem tengist umönnun erf- iðs ungbarns var staðfest, þar sem marktæk fylgni tíðra þunglyndiseinkenna við foreldra- streitu fannst og tíðni þunglyndiseinkenna var háð óværð ungbarns og áhyggjum vegna heilsufars þess (1,9,17,18). Þó á eftir að meta betur næmi og sértæki íslenskrar útgáfu Edin- borgar- og foreldrastreitukvarðans, þannig að unnt sé að nota þá saman sem tæki til að finna konur sem þarfnast meðferðar vegna þung- lyndis. Samanburður við erlendar rannsóknar- niðurstöður virðist nokkuð réttmætur, en hafa þarf í huga að íslensk tunga, menning og fé- lagslegt umhverfi er öðruvísi, sem getur haft áhrif á tjáningu fólks á vanlíðan, þunglyndi og streitu (17,20,34). Þegar meta skal hvort hægt sé að alhæfa nið- urstöður fyrir úrtakið er horft til þess hvort það endurspegli lýðeinkenni þýðisins og hver úr- taksstærð og svarhlutfall séu. Urtakið var hlut- fallslega stórt miðað við þýðið (23%). Svar- hlutfall í landskönnuninni var viðunandi, en samt lægra en í eldri íslenskri könnun. Einnig var meiri munur í svörun eftir aldri (34). Þar sem svarendur voru marktækt eldri en þær sem svöruðu ekki getur aldur mæðra hafa haft áhrif á áhuga þeirra á viðfangsefni sem þessu. Hlut- fallslega lágt svarhlutfall mæðra undir tvítugu kann að hafa valdið einhverri skekkju í niður- stöðum, en á móti kom að þær sem svöruðu endurspegluðu íslensku kvenþjóðina varðandi aldur og búsetu. Tíðni þunglyndiseinkenna íslenskra kvenna var um 14% á öðrum og þriðja mánuði eftir fæðingu. Þetta er mjög svipað og fundist hefur í rannsóknum frá öðrum vestrænum löndum, þar sem tíðni þunglyndis var á bilinu 10-15% (5-7,15,36,37). Meðaltalið 6,5 á Edinborgar- kvarðanum fyrir íslenskar konur var hærra en í eldri íslenskri könnun, en er í samræmi við niðurstöður sænskra og breskra rannsókna með landfræðilega breytileg úrtök (15,33). Rann- sóknir á næmi og sértæki kvarðans hjá öðrum vestrænum úrtökum hafa leitt til svipaðra nið- urstaðna og hér, en var öðruvísi hjá japönskum konum (15,20,36-38). Enskar rannsóknamiðurstöður benda til þess að urn tvær af hverjum þremur konum í samfé- lagsúrtökum, sem mælast með gildi 12 og hærra á Edinborgarkvarða séu í raun þunglynd- ar (22,33). Því má áætla að um það bil 9-10% íslenskra kvenna gætu verið þunglyndar á fyrstu mánuðum eftir fæðingu. Niðurstöður um samband tíðra þunglyndis- einkenna við hjúskaparstöðu voru í samræmi við sænskar rannsóknarniðurstöður um auknar líkur þunglyndis hjá einstæðum mæðrum (15). Sambandi þunglyndis við menntun mæðra hef- ur ekki verið lýst áður. í rannsókn frá Kanada fannst ekkert samband á milli menntunar hjóna og tíðni þunglyndiseinkenna mæðranna, en einstæðar mæður voru ekki teknar með í þá rannsókn (37). Þá fannst marktækt samband milli þung- lyndis og foreldrastreitu. Sterk fylgni þung- lyndiseinkenna við foreldrastreitu, einkum í foreldrahlutverki, bendir til þess að tíðum þunglyndiseinkennum fylgi streita en ekki öf- ugt (2,9,23). Marktækur munur á tíðni þung- lyndiseinkenna eftir óværð og áhyggjum af heilsufari barns benti til þess að ákveðnir þættir í umönnun barns gætu verið erfiðari viðfangs fyrir mæður sem hneigjast til þunglyndis en fyrir aðrar (2-4,17,18,24). Álykta má að þung- lyndar mæður séu líklegri til að skynja for- eldrahlutverkið sem streituvekjandi en konur sem ekki hafa þunglyndiseinkenni. Niðurstöður rannsóknarinnar geta stuðlað að því að heilbrigðisstéttir sem vinna við heilsu- gæslu mæðra og ungbama verði meðvitaðar um algengi þunglyndiseinkenna, streitu í for- eldrahlutverki og óværð (2,3,5,9,17,24). Far- aldsfræðilegar upplýsingar um meðaltöl, tíðni og mismun einkenna eftir landsvæðum geta gagnast sem gæðastaðall við stefnumótun í geðheilsuvernd fyrir konur eftir fæðingu. ís- lensk útgáfa Edinborgar þunglyndiskvarðans getur nýst til markvissari skimunar fyrir þung- lyndiseinkennum eftir fæðingu og jafnvel á meðgöngu ef ástæða þykir (20). Til að geta nýtt hann einnig í því skyni að greina þunglyndi sem þarfnast meðferðar þarf að rannsaka næmi og sértæki hans í framtíðinni (21,33). Með markvissari greiningu vanlíðunar yrði stigið skref til geðverndrar kvenna sem eru þung- lyndar og finnst foreldrahlutverkið erfitt (34). Þakkir Reyni Tómasi Geirssyni eru færðar þakkir fyrir yfirlestur og gagnlegar ábendingar. Rann-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.