Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 46
860 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Tvö norsk sjúkrahús í byggingu Osló A málþingi lækna um sam- einingu sjúkrahúsa var oft vitnað til sjúkrahúsbyggingar í Osló. Þar á að taka í notkun nýjan ríkisspítala nú í nóvem- bermánuði og er það geysi- mikil bygging, alls verða þar undir einu þaki 125.000 fer- metrar sem skiptast niður í 4.500 rými. Það hefur gengið hratt og vel að reisa þessa miklu byggingu því fyrsta skóflustunga var tekin snemma sumars 1994. Nýi spítalinn rís í útjaðri Oslóar norður af miðbænum. Hálftímaferð er með spor- vagni niður í miðbæ en norð- an við spítalalóðina tekur við helsta útivistarsvæði borgar- búa, Nordmarka. Spítalinn rís við hliðina á gömlu geðsjúkra- húsi sem nefnist Gaustad og margir Islendingar hafa starf- að við. Spítalinn tekur við hlutverki þess og þriggja ann- arra eldri spítala: gigtarlækn- ingaspítala og tveggja bækl- unarlækningaspítala. Þarna verður starfrækt háskóla- sjúkrahús og fer tæplega fjórðungur húsrýmisins undir háskólastarfsemi. I næsta ná- grenni nýja sjúkrahússins eru kennslustofur og rannsókna- stofur á vegum læknadeildar Oslóarháskóla og stutt er í höf- uðstöðvar skólans og helstu rannsóknastofnana ríkisins. Eftir endilangri spítala- byggingunni liggur gangur með glerþaki en öðrum megin hans verða legudeildimar og skurðdeildir og aðrar með- ferðardeildir hinum megin. Barna- og kvennadeildir verða sér á parti. Tæknimið- stöð rís skammt norðan við aðalbygginguna en sunnan við hana verða rannsóknastof- ur tengdar með tengigangi sem liggur yfir akbraut og sporvagnsteina. Kostnaður við byggingu þessa sjúkrahúss er áætlaður 3,6 milljarðar norskra króna sem jafngildir 32,5 milljörð- um íslenskra króna. Af þeirri upphæð er áætlað að verja rúm- lega sex milljörðum íslenskra króna til tækjakaupa. O Preklinisk Institutt © Forsknings- og laboratoriefunkjoner © Fellesfunksjoner og undervisning O Bamesenter / Kvinneklinikk Yfirlitsmynd af nýja ríkissjúkrahúsinu í Osló. Gamla Gaustad-sjúkrahúsið er neðst til hœgri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.