Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1998, Side 46

Læknablaðið - 15.11.1998, Side 46
860 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Tvö norsk sjúkrahús í byggingu Osló A málþingi lækna um sam- einingu sjúkrahúsa var oft vitnað til sjúkrahúsbyggingar í Osló. Þar á að taka í notkun nýjan ríkisspítala nú í nóvem- bermánuði og er það geysi- mikil bygging, alls verða þar undir einu þaki 125.000 fer- metrar sem skiptast niður í 4.500 rými. Það hefur gengið hratt og vel að reisa þessa miklu byggingu því fyrsta skóflustunga var tekin snemma sumars 1994. Nýi spítalinn rís í útjaðri Oslóar norður af miðbænum. Hálftímaferð er með spor- vagni niður í miðbæ en norð- an við spítalalóðina tekur við helsta útivistarsvæði borgar- búa, Nordmarka. Spítalinn rís við hliðina á gömlu geðsjúkra- húsi sem nefnist Gaustad og margir Islendingar hafa starf- að við. Spítalinn tekur við hlutverki þess og þriggja ann- arra eldri spítala: gigtarlækn- ingaspítala og tveggja bækl- unarlækningaspítala. Þarna verður starfrækt háskóla- sjúkrahús og fer tæplega fjórðungur húsrýmisins undir háskólastarfsemi. I næsta ná- grenni nýja sjúkrahússins eru kennslustofur og rannsókna- stofur á vegum læknadeildar Oslóarháskóla og stutt er í höf- uðstöðvar skólans og helstu rannsóknastofnana ríkisins. Eftir endilangri spítala- byggingunni liggur gangur með glerþaki en öðrum megin hans verða legudeildimar og skurðdeildir og aðrar með- ferðardeildir hinum megin. Barna- og kvennadeildir verða sér á parti. Tæknimið- stöð rís skammt norðan við aðalbygginguna en sunnan við hana verða rannsóknastof- ur tengdar með tengigangi sem liggur yfir akbraut og sporvagnsteina. Kostnaður við byggingu þessa sjúkrahúss er áætlaður 3,6 milljarðar norskra króna sem jafngildir 32,5 milljörð- um íslenskra króna. Af þeirri upphæð er áætlað að verja rúm- lega sex milljörðum íslenskra króna til tækjakaupa. O Preklinisk Institutt © Forsknings- og laboratoriefunkjoner © Fellesfunksjoner og undervisning O Bamesenter / Kvinneklinikk Yfirlitsmynd af nýja ríkissjúkrahúsinu í Osló. Gamla Gaustad-sjúkrahúsið er neðst til hœgri.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.