Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 56

Læknablaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 56
870 S LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Heilbrigðiskerfið þarf líka að bregðast við tölvuvandanum sem fyrirsjáanlegur er um aldamótin Ólafur Aðalsteinsson forstöðumaður tækni- og þjónustudeildar tölvudeildar Ríkis- spítala. Um allan heim velta menn nú vöngum yfir þeim vanda sem tölvur og tölvukerfi standa frammi fyrir þegar nýtt árþúsund gengur í garð. Stýrikerfi margra tölva er þannig gert að ekki er gert ráð fyrir nema tveim tölum til að tákna ártalið svo þegar aldamót verða halda tölvurnar að nú sé komið árið 1900 og haga sér samkvæmt því. Þessi vandi er ekki minni í heilbrigðis- kerfinu en öðrum pörtum samfélagsins, jafnvel meiri. Og hvernig ætla menn að bregðast við því? Hjá stóru stofnununum tveim á heilbrigðissviðinu, Ríkisspítölum og Sjúkrahúsi Reykjavíkur, er fyrir allnokkru byrjað að huga að því hvað þurfi að gera. Baldur Johnsen forstöðumaður tölvudeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur sagði að starfshópur hefði verið skipaður til þess að fara yfir tölvumál stofnunarinnar en með honum hefur starfað tölvu- ráðgjafi utan úr bæ. Baldur sagði að þeiin virtist vandinn ekki vera eins mikill og ætla hefði mátt út frá umfjöllun fjölmiðla en það skýrðist meðal annars af því að flest tölvukerfi sjúkrahússins væru nýleg og tækju mið af alda- mótunum. Nú væri hins vegar verið að skoða lækningatæk- in. Baldur sagðist hafa þá trú að þetta myndi allt ganga vel og sjúkrahúsið yrði opið eins og ekkert hefði í skorist þegar aldamótin ganga í garð. Tækin talin og flokkuð Ólafur Aðalsteinsson for- stöðumaður tækni- og þjón- ustudeildar tölvudeildar Rík- isspítalanna greindi blaða- manni frá því að þar á bæ hafi verið skipaður starfshópur í vor með þremur starfsmönn- um Ríkisspítala og fulltrúa frá tölvufyrirtækinu Nýherja en Ingólfur Þórisson aðstoðar- framkvæmdastjóri hefur um- sjón með verkefninu fyrir hönd stjórnar spítalans. Hóp- urinn vatt sér í það að gera fyrstu úttekt á stöðu tölvu- mála hjá þeirn stofnunum sem heyra undir Ríkisspítala og liggur stöðumat nú fyrir. Segja má að búnaður Ríkis- spítala sé þrískiptur. í fyrsta lagi eru það upplýsingakerfin en Landspítalinn er ákaflega tæknivædd stofnun og upplýs- ingastreymi frá tölvustýrðum rannsókna- og mælingatækjum mikið, í öðru lagi lækninga- tækin sem mörg hver eru tölvustýrð og í þriðja lagi eru það húskerfin en undir það falla ýmiss konar tölvustýring- ar á lyftum, loftræstingu, hita- stýringu, svo og kerfi sem sjá spítalanum fyrir þrýstilofti, súrefni og glaðlofti. Alls fann hópurinn 3.584 tæki og skipti þeim niður í áhættuflokka eftir því hversu mikil áhrif stöðvun þeirra hefði á reksturinn eða líf og heilsu sjúklinga. Af þessum fjölda falla 48 í þann flokk að mega alls ekki stöðvast. Af þeim eru 14 í lagi þannig að þau þola aldamótin en ekki er vitað hvort hin 34 gera það. í næsta flokki eru tæki sem ekki mega stöðvast nema í nokkrar klukkustundir en þau eru 634 talsins. Af þeim er vitað að 183 þola aldamótin og 126 gera það ekki en ekki er vitað hvort
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.