Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1998, Side 56

Læknablaðið - 15.11.1998, Side 56
870 S LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Heilbrigðiskerfið þarf líka að bregðast við tölvuvandanum sem fyrirsjáanlegur er um aldamótin Ólafur Aðalsteinsson forstöðumaður tækni- og þjónustudeildar tölvudeildar Ríkis- spítala. Um allan heim velta menn nú vöngum yfir þeim vanda sem tölvur og tölvukerfi standa frammi fyrir þegar nýtt árþúsund gengur í garð. Stýrikerfi margra tölva er þannig gert að ekki er gert ráð fyrir nema tveim tölum til að tákna ártalið svo þegar aldamót verða halda tölvurnar að nú sé komið árið 1900 og haga sér samkvæmt því. Þessi vandi er ekki minni í heilbrigðis- kerfinu en öðrum pörtum samfélagsins, jafnvel meiri. Og hvernig ætla menn að bregðast við því? Hjá stóru stofnununum tveim á heilbrigðissviðinu, Ríkisspítölum og Sjúkrahúsi Reykjavíkur, er fyrir allnokkru byrjað að huga að því hvað þurfi að gera. Baldur Johnsen forstöðumaður tölvudeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur sagði að starfshópur hefði verið skipaður til þess að fara yfir tölvumál stofnunarinnar en með honum hefur starfað tölvu- ráðgjafi utan úr bæ. Baldur sagði að þeiin virtist vandinn ekki vera eins mikill og ætla hefði mátt út frá umfjöllun fjölmiðla en það skýrðist meðal annars af því að flest tölvukerfi sjúkrahússins væru nýleg og tækju mið af alda- mótunum. Nú væri hins vegar verið að skoða lækningatæk- in. Baldur sagðist hafa þá trú að þetta myndi allt ganga vel og sjúkrahúsið yrði opið eins og ekkert hefði í skorist þegar aldamótin ganga í garð. Tækin talin og flokkuð Ólafur Aðalsteinsson for- stöðumaður tækni- og þjón- ustudeildar tölvudeildar Rík- isspítalanna greindi blaða- manni frá því að þar á bæ hafi verið skipaður starfshópur í vor með þremur starfsmönn- um Ríkisspítala og fulltrúa frá tölvufyrirtækinu Nýherja en Ingólfur Þórisson aðstoðar- framkvæmdastjóri hefur um- sjón með verkefninu fyrir hönd stjórnar spítalans. Hóp- urinn vatt sér í það að gera fyrstu úttekt á stöðu tölvu- mála hjá þeirn stofnunum sem heyra undir Ríkisspítala og liggur stöðumat nú fyrir. Segja má að búnaður Ríkis- spítala sé þrískiptur. í fyrsta lagi eru það upplýsingakerfin en Landspítalinn er ákaflega tæknivædd stofnun og upplýs- ingastreymi frá tölvustýrðum rannsókna- og mælingatækjum mikið, í öðru lagi lækninga- tækin sem mörg hver eru tölvustýrð og í þriðja lagi eru það húskerfin en undir það falla ýmiss konar tölvustýring- ar á lyftum, loftræstingu, hita- stýringu, svo og kerfi sem sjá spítalanum fyrir þrýstilofti, súrefni og glaðlofti. Alls fann hópurinn 3.584 tæki og skipti þeim niður í áhættuflokka eftir því hversu mikil áhrif stöðvun þeirra hefði á reksturinn eða líf og heilsu sjúklinga. Af þessum fjölda falla 48 í þann flokk að mega alls ekki stöðvast. Af þeim eru 14 í lagi þannig að þau þola aldamótin en ekki er vitað hvort hin 34 gera það. í næsta flokki eru tæki sem ekki mega stöðvast nema í nokkrar klukkustundir en þau eru 634 talsins. Af þeim er vitað að 183 þola aldamótin og 126 gera það ekki en ekki er vitað hvort

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.