Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 42
856 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 lækna um það hvort rétt sé að sameina og Tómas Zoega sagðist hafa skipt um skoðun, hann hefði verið sameiningar- sinni en það væri að breytast. Ástæðan fyrir því væri sú helst að honum fyndist sem stjórnmálamenn horfðu ein- göngu á fjárhagslegan ávinn- ing af sameiningu. Þess vegna héldu þeir sjúkrahúsunum í fjársvelti til þess að knýja þau til sameiningar. Jón Snædal lýsti reynslu sinni af sameiningu öldrunar- þjónustu beggja sjúkrahúsa á Landakoti og sagði hana klár- lega hafa skilað góðum ár- angri. Það hefði náðst aukin sérhæfing, samvinna lækna væri meiri og betri og aðstaða til að sinna fræðslustörfum hefði batnað, auk þess sem skilja mætti á ráðherra að fjár- hagslegur ávinningur hefði orðið af sameiningunni. Hins vegar gætu fylgt því viss vandkvæði að vinna fyrir tvær stofnanir, svo sem í launamál- um. Helgi Sigurðsson mælti eindregið með sameiningu og sagði að í umræðunni um hana vildu gæði þjónustunnar oft gleymast. Hann vitnaði til enskra rannsókna sem sýndu svart á hvítu að aukin sérhæf- ing skilaði meiri gæðum. I þeirri rannsókn hefðu upp- skurðir vegna brjóstakrabba verið athugaðir og kom í ljós að þeir læknar sem skáru upp fleiri en 50 sjúklinga á ári náðu betri árangri en þeir sem skáru upp færri en 20 sjúk- linga á ári. Hér á landi væri mikil nauðsyn á að auka sér- hæfingu og tók Helgi sem dæmi meðferð tiltekins sjúk- dóms sem 30 Islendingar eru greindir með. Þessa 30 ein- staklinga önnuðust 12 læknar en eðlilegt væri að þeir væru einn eða tveir. Helgi benti á að hér á landi væru mörg dæmi um sjúkradeildir sem hefðu náð góðum árangri þótt þær hefðu enga samkeppni. Þess væru dæmi að sjúkradeildir hefðu sóst eftir og hlotið vott- un frá erlendum fyrirtækjum sem sinna gæðaeftirliti og það væri leið sem fara mætti til að mæta minnkandi samkeppni. Að lokum hvatti Helgi lækna til að koma upp úr skotgröfun- um og ræða málin af hrein- skilni. Mörgum sem til máls tóku blöskraði sá eilífi húsnæðis- vandi sem sjúkrahúsin eiga við að etja og sáu eftir þeim miklu fjármunum sem í hann fara. Stefán E. Matthíasson sagði að Landspítalalóðin minnti sig á Lególand þar sem stöðugt væri verið að bæta við nýjum og nýjum kubbum. Tími væri kominn til að yfir- gefa þetta völundarhús og reisa nýjan og fullkominn spítala. í sama streng tók síðasti ræðumaðurinn sem hér verður vitnað til, Margrét Odds- dóttir. Hún sagði að læknar yrðu að hafa hraðann á til að koma í veg fyrir fleiri slys. Nú væri til dæmis verið að undir- búa flutning Hringbrautar til þess að hægt verði að reisa nýjan barnaspítala. Hann ætti að tengjast eldra húsi með tengibyggingu en það hús væri svo tengt með jarðgöng- um við enn eldra hús. Einnig væri fyrirhugað að byggja við Borgarspítalann nýjar skurð- deildir á sama tíma og skurð- deildir Landspítalans væru vannýttar. Þetta næði ekki nokkurri átt. Vandamálasöngur úr sögunni? Eins og áður sagði virðist þeirri hugmynd vaxa ásmegin meðal lækna að réttasta svarið við sameiningartali ráða- manna sé að byggja nýjan og fullkominn spítala. Jóhannes M. Gunnarsson nefndi töluna 34 milljarðar fyrir spítala í Osló og einhver hækkaði þá tölu í 40 milljarða þegar búið væri að tækjavæða hann. Jó- hannes taldi líklegt að hægt væri að komast af með eitt- hvað minna hér á landi. Þetta er vissulega há tala, en það var hins vegar á fund- armönnum að skilja að veru- legt hagræði gæti orðið af slíku sjúkrahúsi og einhver nefndi að sparnaður í rekstri frá því sem nú er gæti orðið allt að fimmtungi. Með því móti gæti fjárfestingin borgað sig á sjö til átta árum. Jónas Magnússon prófess- or viðraði svipaðar skoðanir í útvarpsviðtali nú um miðjan september þar sem hann sagði að ekki væri lifandi við hin árvissa vandamálasöng sjúkra- húsanna. Hann benti á að nú væri verið að færa stjórn margra ríkisfyrirtækja úr höndum stjórnmálamanna og hvers vegna gæti það sama ekki gilt um sjúkrahúsin? Hann taldi núverandi stjórn- arform þeirra hafa gengið sér til húðar og réttast væri að byggja nýjan spítala sem hefði sjálfstæða stjórn. Ráðuneytið gæti síðan samið við hana um þjónustu og greitt fyrir hana hæfileg gjöld. Þetta sæju orð- ið allir að þyrfti að gera því núverandi kerfi virkaði ekki lengur. -ÞH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.