Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 18
836 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 stækkað milta sem ekki hafði minnkað í kjölfar lyfjameðferðar. Hinn síðasttaldi lést fimm mánuðum eftir aðgerð án þess, að því er virtist, að aðgerðin breytti einhverju. Enginn sjúklingur lést af völdum aðgerðar. Fylgikvillar sem tengdust þessum hópi voru þeir, að tveir (6%) sjúklingar fengu ígerð undir þind (subphrenical abscess) og þörfnuðust end- uraðgerðar og fékk annar þeirra blóðbrjóst (hemothorax) eftir að gat hafði komið á þind við aðgerð. Annar þeirra, 58 ára karlmaður, var með blóðríki (polycytemia vera) og milta sem vó 4200 g en hinn, 77 ára karlmaður, með hæg- gengt eitilfrumuhvítblæði (chronic lymphocy- tic leukaemia) með milta sem vó 2800 g. Af þeim sem ekki reyndist mögulegt að meta árangur hjá vantaði upplýsingar um þrjá og tveir gengust undir aðgerð vegna stigunar og því ástæðulaust að meta árangur. Enginn sjúklingur fékk graftarsótt (sepsis) í tengslum við aðgerð. Hópur B: Hjá hópi B (töflur IV,V) var miltað oftast fjarlægt í tengslum við magakrabbamein eða hjá 16 og í tengslum við briskrabbamein hjá sjö. Oftast var um áverka á milta/miltisæðar að ræða eða hjá 26 (49%), miltistakan var hluti af stigun hjá níu (17%) og tæknilegar aðstæður höguðu þannig til að miltistaka var óumflýjan- leg hjá níu (17%) (tafla V). í töflu IV kemur fram hvort staðið hafi til í upphafi aðgerðar að fjarlægja miltað (planned/unplanned). Blóðtap var allajafna 1500 ml (350-13000) og þörfnuð- ust sjúklingar 0-40 eininga (miðtala 4) í aðgerð auk 0-18 eftir aðgerð (miðtala 1). Átta (15%) sjúklingar í þessum hópi létust innan 30 daga frá aðgerð en ekki var könnuð tíðni einstakra fylgikvilla eða dánarorsök þar sem sjúklinga- hópurinn var mjög misleitur, aðgerðir misjafn- lega yfirgripsmiklar og því mjög erfitt að túlka niðurstöður. Umræða Marvíslegar ábendingar liggja að baki milt- istöku hjá sjúklingum með blóðsjúkdóma eða sjúkdóm í milta. Yfirleitt er árangur af aðgerð góður og fylgikvillar í kjölfar hennar ekki al- gengir. Oft koma upp aðstæður þar sem miltað er tekið í tengslum við aðra aðgerð í kviðarholi án þess að það hafi staðið til í upphafi. Miltað var langoftast fjarlægt vegna ofstarf- semi þess (hypersplenismus) í tengslum við einhvers konar frumufæð (cytopenia) og vó þar blóðflögufæðar purpuri þyngst. Þetta kemur heim og saman við flestar nýlegar rannsóknir (4-7). í sumum eldri rannsóknum er hlutdeild Hodgkins sjúkdóms meiri þar sem miltað var fjarlægt til stigunar þess sjúkdóms (5,8). Nú hafa betri myndgreiningaraðferðir komið í stað aðgerðar og meðferð hefur einnig breyst. Isótópaskann var oftast notað til að meta út- lit og stærð miltans en eftir því sem leið á rann- sóknartímabilið var ómun oftar beitt. Sú aðferð er mun ódýrari og handhægari. Tæplega 30% miltanna voru yfir 1 kg að þyngd og er það svipað og í öðrum rannsókn- um (9). I öllum tilvikum var um að ræða sjúk- dóma sem eru vel þekktir af því að tengjast miltisstækkun en þó er ekki hægt að draga neinar sérstakar ályktanir af algengi þeirra í þessari rannsókn þar sem um of fá tilfelli er að ræða. Fjórir af sjúklingunum höfðu góðkynja sjúk- dóm og var miltað hjá þeim fjarlægt fljótlega eftir greiningu. Hjá hinum, þar sem um illkynja sjúkdóm var að ræða, var miltað tekið hjá öll- um að frátöldum einum, ári eða mörgum árum eftir að sjúkdómsgreining lá fyrir. Þetta getur verið skiljanlegt þar sem læknar þeirra hafa vilja komast hjá aðgerð í lengstu lög eða þar til hún varð óumflýjanleg vegna kviðarholsóþæg- inda eða frumufæðar. Nýlegar rannsóknir gefa þó til kynna að hentugra sé að fjarlægja miltað fyrr en seinna hjá þessum hópi sjúklinga. Með því megi draga verulega úr þörfinni fyrir blóð- og blóðflagnagjöf auk þess sem komið er í veg fyrir að sjúklingur fái óþægindi vegna of stórs milta (10,11). Blóðtap var að jafnaði 600 ml, sem telja má eðlilegt, en hjá tveimur blæddi meira en 2000 ml og þurftu þeir miklar blóðgjafir. Um var að ræða sjúklingana tvo sem fengu ígerð undir þind. Hjá Aksnes og félögum var blóðgjafar- þörf eini marktæki þátturinn sem hafði bein tengsl við sýkingar í kjölfar aðgerðar (4). Tíðni fylgikvilla (6%) var allnokkru lægri en við sambærilegar rannsóknir, en aftur verður að hafa í huga smæð hópsins (4,12,13). Árang- ur miltistöku var í mörgum tilvikum góður eða hjá 67% og hjá 80% ef einungis er miðað við þá sem hægt var að meta. Langtímaárangur var verulega háður grunnsjúkdómi. Allir sjúkling- arnir nema einn sem hafði blóðdílasótt (idio- pathic thrombocytopenic purpura, ITP) (90%) voru lyfjalausir eftir aðgerð en samkvæmt flestum rannsóknum svarar um það bil einn af hverjum þremur ekki aðgerð (14).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.