Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.11.1998, Blaðsíða 49
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 863 Tómas Zoéga Málefni barna og unglinga hafa algeran forgang Starfshópur um stefnumótun í málefnum geðsjúkra hefur skilað ráðherra þykkri skýrslu og mörgum tillögum Á alþjóðlega geðverndar- deginum, 10. október síðast- liðnum, var Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðisráð- herra afhent skýrsla starfs- hóps sem hún skipaði til að móta stefnu í málefnum geð- sjúkra. Hópurinn hafði þá verið að störfum í rúmlega hálft annað ár og viðað að sér miklum fróðleik um málefni og stöðu geðsjúkra hér á landi og í mörgum öðr- um löndum. Skýrslan er mikil að vöxtum og telur tæplega 300 blaðsíður. I hópnum voru 11 manns en fyrir honum fór Tómas Zoéga yfirlæknir og formaður Geð- vemdarfélags Islands. Lækna- blaðið bað hann að segja frá helstu niðurstöðum hópsins en í kafla um forgangsverk- efni eru efst á blaði úrbætur í málefnum bama og unglinga sem eiga við geðsjúkdóma að stríða. „Hópurinn allur fundaði einum fjömtíu sinnum, auk þess sem við skiptum okkur í smærri hópa um afmörkuð atriði. Við fengum upplýsing- ar víða að, bæði innlendar og frá Norðurlöndunum, Bret- landi, Bandaríkjunum og víð- ar að. I sumum þessara landa hafa verið gerðar svipaðar út- tektir á undanförnum árum og eftir að við höfðum kynnt okkur þær var niðurstaða okk- ar sú að rétt væri að forgangs- raða verkefnum og þar væri sérstök ástæða til að leggja áherslu á málefni barna og unglinga. Þar þarf að gera sér- stakt átak og við gerum ýmsar tillögur þar um. Kjarni málsins er sá að við sinnum hlutfallslega færri börnum og unglingum en gert er á Norðurlöndunum. Þar virðast geðdeildir sinna um 2% hvers árgangs fram að 18 ára aldri en hér er hlutfallið um 'A% þannig að við erum langt á eftir. Á það ber þó að líta að Félagsmálaráðuneytið og áður Menntamálaráðuneyt- ið hafa sinnt og sinna þessum aldursflokki. Upptökuheimili ríkisins (sem breyttist í Ung- lingaheimili ríkisins árið 1972) var stofnað fyrir 1950 og þar var sinnt afveigaleiddum börn- um eins og það var kallað fram til 1991 þegar Félagsmála- ráðuneytið tók við og stofnaði Barnaverndarstofu. Þessar stofnanir hafa komið sér upp meðferðarstofnunum víða um land og á síðustu árum hafa SÁÁ og áfengisdeild Land- spítalans sinnt ungum vímu- efnaneytendum í vaxandi mæli. Greiningar- og ráðgjaf- arstöð ríkisins gegnir einnig veigamiklu hlutverki í mál- efnum barna. Barna- og ung- lingageðdeildin hefur sinnt veikasta hópnum og aðalatrið- ið er að tengja þá þjónustu betur almennum barnalækn- ingum sem gerist vonandi þegar nýja barnadeildin verð- ur reist á Landspítalalóðinni. Með því móti eflast tengslin bæði við barna- og geðlækn- ingar og sú einangrun sem deildin er í núna og háir henni verður þá úr sögunni." Um 750 milljónir til áfengismeðferðar - Á einum stað í skýrslunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.