Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1998, Side 49

Læknablaðið - 15.11.1998, Side 49
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 863 Tómas Zoéga Málefni barna og unglinga hafa algeran forgang Starfshópur um stefnumótun í málefnum geðsjúkra hefur skilað ráðherra þykkri skýrslu og mörgum tillögum Á alþjóðlega geðverndar- deginum, 10. október síðast- liðnum, var Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðisráð- herra afhent skýrsla starfs- hóps sem hún skipaði til að móta stefnu í málefnum geð- sjúkra. Hópurinn hafði þá verið að störfum í rúmlega hálft annað ár og viðað að sér miklum fróðleik um málefni og stöðu geðsjúkra hér á landi og í mörgum öðr- um löndum. Skýrslan er mikil að vöxtum og telur tæplega 300 blaðsíður. I hópnum voru 11 manns en fyrir honum fór Tómas Zoéga yfirlæknir og formaður Geð- vemdarfélags Islands. Lækna- blaðið bað hann að segja frá helstu niðurstöðum hópsins en í kafla um forgangsverk- efni eru efst á blaði úrbætur í málefnum bama og unglinga sem eiga við geðsjúkdóma að stríða. „Hópurinn allur fundaði einum fjömtíu sinnum, auk þess sem við skiptum okkur í smærri hópa um afmörkuð atriði. Við fengum upplýsing- ar víða að, bæði innlendar og frá Norðurlöndunum, Bret- landi, Bandaríkjunum og víð- ar að. I sumum þessara landa hafa verið gerðar svipaðar út- tektir á undanförnum árum og eftir að við höfðum kynnt okkur þær var niðurstaða okk- ar sú að rétt væri að forgangs- raða verkefnum og þar væri sérstök ástæða til að leggja áherslu á málefni barna og unglinga. Þar þarf að gera sér- stakt átak og við gerum ýmsar tillögur þar um. Kjarni málsins er sá að við sinnum hlutfallslega færri börnum og unglingum en gert er á Norðurlöndunum. Þar virðast geðdeildir sinna um 2% hvers árgangs fram að 18 ára aldri en hér er hlutfallið um 'A% þannig að við erum langt á eftir. Á það ber þó að líta að Félagsmálaráðuneytið og áður Menntamálaráðuneyt- ið hafa sinnt og sinna þessum aldursflokki. Upptökuheimili ríkisins (sem breyttist í Ung- lingaheimili ríkisins árið 1972) var stofnað fyrir 1950 og þar var sinnt afveigaleiddum börn- um eins og það var kallað fram til 1991 þegar Félagsmála- ráðuneytið tók við og stofnaði Barnaverndarstofu. Þessar stofnanir hafa komið sér upp meðferðarstofnunum víða um land og á síðustu árum hafa SÁÁ og áfengisdeild Land- spítalans sinnt ungum vímu- efnaneytendum í vaxandi mæli. Greiningar- og ráðgjaf- arstöð ríkisins gegnir einnig veigamiklu hlutverki í mál- efnum barna. Barna- og ung- lingageðdeildin hefur sinnt veikasta hópnum og aðalatrið- ið er að tengja þá þjónustu betur almennum barnalækn- ingum sem gerist vonandi þegar nýja barnadeildin verð- ur reist á Landspítalalóðinni. Með því móti eflast tengslin bæði við barna- og geðlækn- ingar og sú einangrun sem deildin er í núna og háir henni verður þá úr sögunni." Um 750 milljónir til áfengismeðferðar - Á einum stað í skýrslunni

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.