Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1998, Side 34

Læknablaðið - 15.11.1998, Side 34
850 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Samþykktir aðalfundar Læknafélags Islands Nr.I Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn dagana 9.-10. október 1998 í Hlíðasmára 8 í Kópavogi samþykkir tillögu stjómar um að gera Ólaf Ól- afsson landlækni að heiðurs- félaga Læknafélags íslands. Nr.II Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn dagana 9.-10. október 1998 í Hlíðasmára 8 í Kópavogi ályktar að fela stjórn Læknafélags íslands að koma á fót trúnaðarmanna- kerfi sem tengi Læknafélag íslands við einstaka vinnu- staði lækna. Nr. III Aðalfundur Læknafélags Islands haldinn dagana 9.-10. október 1998 í Hlíðasmára 8 í Kópavogi felur stjórn Lækna- félags íslands að skipa starfs- hóp sem skoða á með hvaða hætti samvinnu og verkaskipt- ingu sjúkrahúsa á höfuðborg- arsvæðinu sé best fyrir komið. Hópurinn skili bráðabirgðatil- lögu til stjórnar LI fyrir for- mannaráðstefnu vorið 1999. Nr. V Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn dagana 9.-10. október 1998 í Hlíðasmára 8 í Kópavogi ályktar að fela stjórn LI að skipa fastanefnd sem hafi með höndum að halda til haga, fullvinna og gefa út stefnumótun og stefnu LÍ í faglegum málefnum, heil- brigðismálum og innri málunr félagsins. Nr. VI Aðalfundur Læknafélags íslands haldinn dagana 9.-10. október 1998 í Hlíðasmára 8 í / Aðalfundur Læknafélags Islands Aðalfundur Læknafélags Islands var hald- inn dagana 9. og 10. október í húsakynnum fé- lagsins í Hlíðasmára í Kópavogi. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra ávarpaði fund- inn fyrri daginn en hún hafði þá um morgun- inn lagt fram nýja útgáfu af hinu umdeilda frumvarpi til laga um gagnagrunn á heilbrigð- issviði. Ingibjörg gumaði af því að vera orðin ein af langlífustu heilbrigðisráðherrum Evrópu og lýsti því jafnframt yfir að hún hygðist halda áfram að mæta á aðalfundum félagsins næstu fjögur árin. Fyrri dagur aðalfundar fór að öðru leyti í hefðbundin aðalfundarstörf þar sem stjórnar- menn og forsvarsmenn einstakra starfspósta lögðu fram skýrslur um starfsemi félagsins frá síðasta aðalfundi og áætlanir um næsta ár. Að loknum umræðum um þær skiptu fundarmenn sér í starfshópa sem ræddu tillögur til ályktana sem lágu fyrir fundinum. Á laugardagsmorgni hófst fundurinn á mál- þingi undir heitinu Eitt eða tvö sjúkrahús í Reykjavík, en því eru gerð nánari skil á næstu síðum. Að því loknu hófst umræða um álykt- anir og afgreiðsla þeirra og rná sjá afrakstur þess hér í opnunni. Fundinum lauk á stjórnarkjöri en lögum samkvæmt áttu fjórir að víkja úr stjórninni. Jón Snædal var endurkjörinn varaformaður og Arnór Víkingsson sem verið hafði meðstjórn- andi var kjörinn ritari í stað Guðmundar J. El- íassonar. Sigurður Ólafsson hverfur úr stjórn en nýir meðstjórnendur eru Sigurður Kr. Pét- ursson og Eyþór Björgvinsson. Voru þeir allir sjálfkjörnir og það sama gilti um endurskoð- endur þar sem Einar Jónmundsson var endur- kjörinn og sömuleiðis Þengill Oddsson til vara. Úr Siðanefnd áttu að ganga Ásgeir B. Ellertsson og varamaður hans, Hannes Finn- bogason, en þeir voru báðir endurkjörnir til tveggja ára. Úr Gerðardómi áttu Sigursteinn Guðmundsson og varamaður hans, Ólafur H. Oddsson, að ganga en þeir voru einnig endur- kjörnir til tveggja ára. Eins og fram kemur í ályktunum fundarins treystu fundarmenn sér ekki til að taka afstöðu til gagnagrunnsfrumvarpsins vegna þess hve stuttur fyrirvari gafst til að kynna sér þær breytingar sem gerðar hafa verið á því. Var því fundi frestað og ákveðið að boða framhalds- aðalfund sem verður haldinn 2. nóvember kl. 13 í Hlíðasmára. -ÞH

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.