Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1998, Page 31

Læknablaðið - 15.11.1998, Page 31
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 847 Formaður LÍ flytur skýrslu stjórnar, fundarstjórí og formaður LR fylgist með. afsson læknir skipulagði mál- þingið og að loknum erindum frummælenda urðu líflegar umræður um þetta málefni. f kjölfar þessa ályktaði aðal- fundur að skipa starfshóp sem skoða ætti með hvaða hætti samvinnu og verkaskiptingu sjúkrahúsanna á höfuðborgar- svæðinu væri best fyrirkomið og skuli hópurinn skila bráða- birgðatillögu til stjórnar Læknafélags íslands fyrir for- mannaráðstefnu vorið 1999. Nýr heiðursfélagi Aðalfundur Læknafélags íslands samþykkti að gera Olaf Olafsson landlækni að heiðursfélaga í Læknafélagi íslands. Olafur Ólafsson hefur borið höfuð og herðar yfir ís- lenska lækna og tekist í vanda- sömu starfi að efla embættið. Ólafi mun formlega verða veitt heiðursskjal í boði sem Læknafélag Islands mun halda honum til heiðurs þegar hann lætur af starfi um næst- komandi mánaðamót. Stefnumótunarvinna Læknafélags íslands Eins og félögum er í fersku minni var starfandi starfshóp- ur með mörgum undirhópum sem vann að tillögugerð um stefnumótun Læknafélags ís- lands. Pálmi V. Jónsson lækn- ir stýrði þeirri vinnu með miklum ágætum. Til stóð á að- alfundi læknafélagsins 1997 að samþykkja tillögu starfs- hópanna en af því varð ekki. Lítið hefur verið unnið í þess- um málum síðan ef að undan er skilin vinna Tómasar Árna Jónassonar læknis sem að beiðni stjómar Læknafélags ís- lands hefur tekið saman álykt- anir síðustu 20 aðalfunda Læknafélags íslands og flokk- að þær í efnisröð. Kann stjórn Læknafélags Islands honum bestu þakkir fyrir þá vinnu. Stjórn Lækna- félags Islands lagði til við að- alfund nú að álykta að skipuð yrði fastanefnd sem hefði með höndum að halda til haga, fullvinna og gefa út stefnu- mótun Læknafélags Islands með reglulegu millibili. Sam- þykkti aðalfundurinn þá ályktun og mun stjórn Lækna- félags Islands nú á næstunni skipa starfshóp sem mun vinna að þessu verkefni. Læknafélag íslands tekur þátt í umferðar- öryggisátaki Stjórn Læknafélags íslands hefur samþykkt fyrir sitt leyti að Læknafélag íslands taki þátt í forvarnarátaki í umferð- armálum í samvinnu við Um- ferðarráð, SÍT-fararheill og lögregluna. Undirbúningur er hafinn að fyrsta lið þessa átaks sem mun fjalla um ölv- un og akstur í desembermán- uði næstkomandi. Með kveðju Guðmundur Björnsson formaður LI Framhalds- aðalfundur LÍ verður haldinn í húsa- kynnum félagsins í Hlíða- smára 8 í Kópavogi 2. nóvember 1998 og hefst kl. 13. Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum LÍ.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.