Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1998, Side 67

Læknablaðið - 15.11.1998, Side 67
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 879 vökvanum rennt niður, sér- staklega á ferðalögum og í úti- legum. Sumar jurtir notaðar í smyrsl og áburði við bólgum og sárum. Þá venjulega soðn- ar með ósaltri feiti, smjöri, tólg eða annarri feiti er var fyrir hendi hverju sinni. Eftir- sóttur var um langt skeið svo- nefndur Hólaplástur, fram- leiddur á Hólum í Hjaltadal, framleiddur úr jurtum og dýra- feiti tilbúinn undir eftirliti kunnáttumanna, með mestu leynd.“ (Heimild: Karlmaður úr Skagafirði, fæddur 1892 sem nam grasalækn- ingar af afa sínum.) „Væri um meiriháttar ígerð og bólgu að ræða voru hafðir heitir bakstrar, stundum spritt- bakstur, þ.e. mjúk rýja eða bómull vætt í spritti og lögð undir heita baksturinn. Væri ígerðin í fingri eða tá, var best að sjóða ígerðina. Viðkom- andi stóð þá eða sat við sjóð- andi vatnspott og dýfði fingri í vatnið við og við eftir því sem hann treysti sér til, eða dýfði rýju í vatnið og lagði á ígerð- ina. Þetta dugði oft vel, enda sagði maður einn sem alllengi hafði verið með verk í fæti, og leit út fyrir ígerð: „en svo sauð ég andskotans löppina, djöful- inn ráðalausan, og þá batnaði mér.“ A hrein sár t.d. skurði, var oft lagt lauf af óskornu tóbaki, það hélt sárinu hreinu, líka voru soðin smyrsl af vall- humli og blandað ósöltu smjöri, og græddu þau vel. Hundafeiti þótti góð til að nudda úr stirð liðamót og gigt- arstaði, sama var um andar- nefjulýsi. Við blóðnösum var reynt að troða upp í nefið ull t.d. en betra þó að láta kaldan hlut, jám t.d. milli herðablað- anna og hef ég góða reynslu af því. Við slæmt mar var notað Meðan læknar töldu líkamsvessana fjóra upphaf og endi allra sjúkdóma voru blóð- tökutæki eins og þessi sem sjá niá í Nesstofu ákaflega mikilvæg. blývatn, en minni háttar mar var látið eiga sig. Ef maður brenndist t.d. af heitu vatni og ekki mjög svæsið var stráð þvottasóda á blettinn, sódinn er mjög kælandi og dugði þetta oft vel á minniháttar bruna, en læknis auðvitað leit- að yrðu meiri slys. Á kalsár voru notuð þau græðismyrsl sem fyrir hendi voru. Slæm útbrot, exem var oft læknað með blásteinsvatni fremur daufu, held ég, en ég man eftir því að systir mín fékk slæmt exem á fæturna og læknaðist af því. Öllu harðsóttari var sú lækning sem lögð var á föður- systur mína sem var fædd um 1880. Hún var mjög illa hald- in af exemi á annarri hend- inni, neglur illa farnar og eng- in ráð dugðu. Þá var gripið til þess að tína mikið af jötunux- um í stóran vettling sem hendi hennar var svo stungið í og bundið vel að, að ofan. Þenn- an hrylling mátti hún þola heila nótt, að mig minnir, en exemið batnaði að fullu. Vondar afrifur á höndum og úlnliðum var kallaður saxi, þá var skinnið hálftætt upp helst af vosbúð og kulda, vallhum- alssmyrsl voru góð á þess háttar. Þegar naglaböndin efst á hverri nögl rifnuðu upp af sömu sökum hét það annögl og fremst við nöglina kom oft líka horn, en það var ill hörð hornhúð kominn til af bleytu og slæmri vinnu, því fylgdu líka oft sprungur undir nögl- ina, á þetta allt var best að nota mjúk smyrsli, líka var rjómi góður til þess. Heyrt hef ég að kóngulóarvefur og húsa- skúm - hégómi - væri látið ofan í sár, en ekki hef ég séð það. En fyrir allmörgum árum - um 20 - sagði mér maður úr Skagafirði að þar nyrðra hefði maður skorist illa á hné. Sárið hafðist mjög illa við og versn- aði sífellt. Gömul kona þar á bænum bauðst þá til að reyna að lækna hann. Seildist hún um rifu á þilinu hjá rúmi sínu og tók þar úr veggjarholu heila köku, grænmyglaða. Skóf svo mygluna ofan í sárið, en fólk- inu þótti líklegast að hún dræpi manninn. En kerla var hin rólegasta og gerði þetta nokkrum sinnuin en mannin- um bráðbatnaði." Þessi síðasta frásögn er eftir Kristrúnu Matthíasdóttur frá Fossi í Hrunamannahreppi og birt með góðfúslegu leyfi hennar, en aðrir heimildar- menn sem hér er haft eftir eru látnir.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.