Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 93

Læknablaðið - 15.01.1999, Blaðsíða 93
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 81 Stjórnunarstílar Ég kýs að ræða nokkuð reynslu mína af embættisstjórn- un, sem hefur orðið hlutskipti mitt í 30 ár, ef það mætti verða einhverjum til umhugsunar sem verða stjómendur síðar meir. En ef til vill verða þeir flestir hlutabréfaeigendur og þurfa því ekki að hafa mikil afskipti af fólki. Langur stjómunarferill hefur meðal annars kennt mér eftirfarandi. Þar með er ekki sagt að mér hafi alltaf auðnast að notfæra mér þá þekkingu. • Menn verða ekki stórir af embættinu einu sainan en á stundum tekst mönnum að stækka embættið. • Standa ber vörð um fagleg gildi og ráða heilt í þeim efnum. • Vinna verður traust sam- starfsmanna og standa vörð um málfrelsi þeirra. • Hlusta skal á almenning. Vissulega er vandinn mis- jafn hjá fólki, allt frá óskum um betri þjónustu til fjöl- skyldumála. Og oft nær fólk góðum tengslum við emb- ættismenn jafnvel í hæstu stöðum á íslandi. Maður sem rak smábát og ég þurfti að sinna í einni afleysinga- ferðinni minni úti á landi, hringdi í mig kl. 21.30 og bar undir mig fjölskyldu- vandamál. Ég var sammála þeirri lausn er hann bar upp. Já, sagði hann, þetta er ágœtt, þú ert á sötnu skoðun og forsetinn og biskupinn. Eg hefrœtt við þau í kvöld. • Safna ekki að sér jábræðr- um, því jábræður verða oft að þjóna mörgum herrum, haga seglum eftir vindi og eru því fáum eða engum trú- ir. Hart er mannsins hjarta að hugsa bara um sig. Fleira get ég nefnt, til dæmis að týna ekki maka, bömum og nánum vinum vegna tíma- skorts og sjálfshyggju. En eng- inn kemst yfir sitt skapadægur! Einn stjórnunarstíllinn felst í því að ætla mætti að stjóm- andinn hafi fengið embættið frá Guði lfkt og Karl 12. Hann krýndi sig sjálfur! Slétt er heimalningsins gæfa. Annar stíllinn er að stjóma að mestu í anda hagstjórnar jafnvel með tilskipun og aga- valdi. Stjórna að mestu í krafti hagnaðarsjónarmiða. Faglega hliðin vill þá gleymast, stund- um steingleymast. Mér varð að orði við einn vin minn, sem er hallur undir slíkan stjórnunar- stíl: „Þú ert eitthvað niður- dreginn í dag. Rektu einhvern í eftirmiðdag, þá líður þér lík- lega skár. “ Vera má að sá stíll sé af- sprengi nýrra tíma og hugsun- arháttar. Nú hefur verið gefið út veiðileyfi á embættismenn, þeir eru jafnvel ekki friðaðir á vorin! Nú em ritaðar bækur í Evr- ópu og Vestanhafs um þögnina á vinnustöðum, sem menn rekja til harðari stjómunarstíls. Þriðji stjórnunarstíllinn felst í því að freista þess að stjórna af meira raunsæi. Heyra margt en tala fátt. Hafa þolanlega samvinnu við sam- starfsfólkið, jafnvel þá sem ekki hafa háskólagráðu! Gæta hagsmuna þeirra og framar öllu að vinna traust þeirra. Að vinna traust samstarfsmanna er miklvægara en að temja sér sumar reglur viðskiptaheim- spekinnar. Stjómun án gagn- kvæms trausts gengur illa, jafnvel bömin finna það innst að hjartarótum. Það er hægt að krefjast trúnaðar án þess að svipta fólk málfrelsi. Þetta er vandfarin leið en bætir andrúmsloft á vinnustað og afköstin ef vel tekst til en ekki er þar með sagt að mér hafi tekist það. En víða er stjómunarvandi. Nú, það sem hér hefur verið sagt um stjórnunarstíla er vafa- laust einföldun á flóknu máli, enda hef ég ekki á stjómunar- námskeið komið. Að lokum vil ég fara nokkr- um orðum um jábræður. Við- brögðum jábræðra er vel lýst í samtali Hamlets Danaprins við Polonius ráðgjafa: Hamlet: Polonius sérðu skýið þarna. Mér sýnist það líkj- ast mest kameldýri. Polonius: Já, gott efþað líkist ekki kameldýri. Hamlet: Nú mér sýnist skýið líkjast mest nagdýri. Polonius: Já, svei mér þá, það líkist nagdýri. Hamlet: Eða hval. Polonius: Já, hvalur skal það vera herra. Þess má geta að óvissa rrkir um stjómunarhæfileika Haml- ets Danaprins. Hugsuðir og efasemdarmenn reynast oft á tíðum ekki góðir stjómendur. En jábróðirinn reyndist Haml- et Danaprinsi ekki vel þó að hann væri þægilegur í viðræð- um. En aumt er að lifa af ann- ars náð. Eins og ég gat um í upphafi hafa þessi mál sótt nokkuð á huga minn. Líklega er hér um óþarfar vangaveltur að ræða, ef haft er í huga að velja þann til stjórnunarstarfa sem langar síst til þess. Líklega hafði Plat- on rétt fyrir sér. Ólafur Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.