Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1999, Side 7

Læknablaðið - 15.04.1999, Side 7
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85: 287-90 287 Ritstjórnargrein Evrópskar ráðleggingar um varnir gegn kransæðasjúkdómum Það heyrir vissulega til tíðinda þegar þrjú stór læknafélög í Evrópu (European Society of Cardiology, European Atherosclerosis Society og European Society of Hypertension) gefa sameiginlega út ráðleggingar um varnir gegn kransæðasjúkdómum. Þessar ráðleggingar hafa verið gefnar út víða (1) og félögin hafa jafn- framt hvatt samsvarandi félög í hverju einstöku Evrópurfld til að gefa út sínar eigin ráðlegging- ar. Slíkar ráðleggingar tækju mið af séraðstæð- um í hverju landi bæði með tilliti til mikilvæg- is áhættuþáttanna sem kann að vera mismikið og fjárhagslegra aðstæðna sem geta ráðið miklu um hvað unnt sé að ganga langt í hverju landi í forvörnum. Þessar Evrópuráðleggingar byggja á viða- miklum hóprannsóknum sem gerðar hafa verið á síðustu árum og sýnt hafa fram á að unnt sé að draga úr framþróun kransæðasjúkdóms og jafnvel koma í veg fyrir hann með réttri með- höndlun áhættuþáttanna. Þessar Evrópuráðleggingar eru annars vegar um ráð og meðferð til handa sjúklingum sem þegar eru komnir með einkenni kransæðasjúk- dóms (secondary prevention). Markmið meðferðar í þeim hópi eru: 1. Reykbindindi. 2. Ná blóðþrýstingi niður fyrir 140/90 mmHg. 3. Ná heildarkólesteróli niður fyrir 5 mmól/L eða LDL (low density lipoprotein) -kólester- óli niður fyrir 3 mmól/L með mataræði eða lyfjum. 4. Ná góðri sykurstjómun meðal sykursjúkra jafnframt því sem meðferð annarra þátta í þessum sjúklingahópi sé sérstaklega vel gætt. Hins vegar eru ráðleggingar varðandi for- vamir sem beinast að þeim einstaklingum sem ekki hafa þegar einkenni um kransæðasjúkdóm en eru í aukinni áhættu á að fá slíkt vegna ætt- arsögu eða hafa fleiri en einn áhættuþátt. I þessum tilgangi hefur áhætta einstaklinganna verið reiknuð út frá niðurstöðum Framingham rannsóknarinnar og tekið mið af blóðþrýstingi, blóðfitu, reykingum og kyni. Sá hópur, sem samkvæmt þessum útreikningum er í meira en 20% áhættu á að fá kransæðasjúkdóm á næstu 10 árum eða fyrir 60 ára aldurinn, er skil- greindur í mikilli áhættu (high risk). Ráðlagt er að nteðhöndla þennan hóp með sömu markmið í huga og við secondary prevention (mynd 1). Hóprannsóknir hafa sýnt að áhætta þessa hóps á að deyja úr kransæðasjúkdómi er engu minni en sjúklinga sem þegar eru komnir með einkenni kransæðasjúkdóms. Hér á landi voru gefnar út ráðleggingar í sambandi við blóðfitulækkandi lyfjameðferð árið 1996 (samráðsfundur á vegum landlæknis- embættisins) (2). Þær ráðleggingar voru tiltölu- lega einfaldar en tóku þó mið af fjölda áhættu- þáttanna án þess þó að heildaráhættan væri reiknuð út (tafla I). Tafla I. Blóðfitulœkkandi meðferð. Kólesteról mmól/L Meðferð >8 >7 + 1 áhættuþáttur >6 + 2 áhættuþættir >5 + kransæðasjúkdómur Mataræði (6 mánuði) -* Lyf Mataræði (6 mánuði) —* Lyf Mataræði (6 mánuði) —* Lyf Mataræði (3 mánuði) —* Lyf Félag heilsugæslulækna hefur í samvinnu við hjartalækna gefið út ráðleggingar um með- ferð gegn blóðþrýstingi (3). I áðurnefndum Evrópuráðleggingum er lögð sérstök áhersla á að meta heildaráhættu hvers einstaklings. Þar er þó bent á að niðurstöður Framingham rannsóknarinnar eigi ekki við alls staðar og því sé æskilegra að styðjast við hóp- rannsóknir frá viðkomandi landi séu þær til. Vissulega væri æskilegast að nota niðurstöður Hjartaverndar í þessu sambandi til að reikna út áhættu íslenskra karla og kvenna. Evrópusam- tökin hvetja félög á þessu sviði til að semja sín- ar eigin ráðleggingar og standa að kynningum á þeirn. Eðlilegast væri að landlæknisembættið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.