Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1999, Page 15

Læknablaðið - 15.04.1999, Page 15
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 293 námskeiðinu lauk og stóðu í 11,4 daga (staðal- skekkja 2,2). Alyktanir: Ekki er hægt að ráðleggja endur- teknar sundlaugarferðir á stuttum tíma nema gæði vatnsins séu tryggð með reglulegu eftirliti og ræktunum á bæði kólíbakteríum og P. aeru- ginosa. Inngangur Hlustarbólga (otitis externa) er bólga í hlust og ytra eyra. Vegna hlykkjóttrar lögunar hlustar og eins vegna þess að hún endar blint eru sýk- ingar algengar en þær einkennast af kláða, verk, útferð frá eyra og jafnvel hita (1). Undir eðlilegum kringumstæðum eru bakteríur til staðar í hlust 65% einstaklinga, aðallega loft- sæknar (aerobic) bakteríur eða í 80% ræktana en loftfælnar (anaerobic) í 3% ræktana og blönduð flóra í 17% ræktana (2). Af loftsækn- um bakteríum voru Staphylococcus epider- midis, alfa-hemólýtískir streptókokkar og diphteroíð tegundir algengastar (2). Hlustar- bólgan getur haft brátt upphaf og staðið stutt eða verið viðvarandi og erfið viðureignar sem oftast ræðst af almennu ástandi sjúklings (3,4). Skipta má hlustarbólgu í tvo flokka, afmarkaða (circumscribed) og dreifða (diffuse). í fyrri flokknum er sýkingin takmörkuð við hársekk- ina í brjóskhluta hlustarinnar og oftast orsökuð af Staphylococcus aureus. I síðari flokknum er sýkingin dreifð um alla hlustina, með breyti- legri hegðun, allt frá mildri auðmeðhöndlan- legri sýkingu til alvarlegrar sýkingar með dreifingu í aðliggjandi bein eða jafnvel inn í höfuðkúpu, þá með óafturkræfum afleiðingum (5). I þessu formi hlustarbólgu er orsökin oftast bakteríusýking ásamt samverkandi orsakaþátt- Table I. Temperature, germ count.free cloride and pH value in sw'imming pool andJacuzzi three days after the sw’imming course. Temperature (°C) Germ count / ml Free Cloride pH Pool 30 8 2.5 8.3 Jacuzzi Reference 40 0 50 8.65 values - 100 1 7.2-8.0 um sem oftast tengjast mikilli vatnsböðun (6). Bakteríumynstrið í hlustarbólgu tengist oft yfir- vexti baktería sem finnast í hlust heilbrigðra einstaklinga fyrir utan P. aeruginosa sem rækt- ast oftast í hlustarbólgu sem eini orsakaþáttur- inn en er sjaldan að finna í heilbrigðri hlust (7,8). Það er umdeilt hvort P. aeruginosa berst að utan eða sé ofvöxtur fyrirliggjandi baktería en í einni rannsókn ræktaðist P. aeruginosa í 11% tilfella (5). Þó er talið líklegra að bakterí- an berist oftar utan frá enda er P. aeruginosa al- mennt ekki talin til eðlilegrar flóru hlustar (10). Þessi rannsókn lýsir hlustarbólgufaraldri í heimavistarskóla á Austurlandi meðan á og eft- ir að börnin tóku þátt í tveggja vikna sundnám- skeiði, þar sem þau fóru margsinnis á dag í laugina, en þess á milli dvöldu þau einnig í heitum potti á staðnum. Efniviður Tuttugu og sjö börn í heimavistarskóla á Austurlandi, 12 stúlkur og 15 drengir, á aldrin- um 10 til 14 ára tóku þátt í sundnámskeiði er stóð í tvær vikur (mánudagur-föstudags). Þau voru fjörutíu mínútur í lauginni í hvert skipti, fjórum sinnum á dag en þess á milli dvöldu þau töluvert í heitum potti. Laugin og heiti pottur- inn voru utandyra. Þremur dögum eftir að nám- skeiðinu lauk var laugin rannsökuð af fulltrúa heilbrigðiseftirlits Austurlands með staðlaðri sýnatöku (tafla I). Strax og hlustarbólgutilfell- um meðal barnanna fjölgaði og grunsemdir um faraldur vöknuðu voru öll bömin skoðuð af tveimur læknum. Hlust og hljóðhimna voru skoðuð með eyrnasmásjá og hljóðholsmæling var gerð á öllum börnunum. Að auki var tekið var strok úr báðum hlustum þeirra með tilliti til bakteríuvaxtar. A grundvelli læknisskoðunar voru einkenni flokkuð í: væg, miðlungs og mikil en meðferðin var byggð á þessari flokkun (tafla II). Þau börn sem höfðu væg eða miðl- ungs einkenni fengu meðferð með hýdrókorti- són acetati, oxýtetracýklíni og pólýmýxín-B eyrnadropum (HTP, Pfizer), (fjórir dropar Table II. Classification, microscopic fmdings, treatment and number of children ajfected with external otitis after swimming course (HTP=hydrocortisone with terramycin and polymyxin B; BA=boric acid 3%; Al-padding=aluminiumsubacitrat padding; EAM= external acoustic meatus) None Mild Moderate Severe Microscopic findings No symptoms Diffuse redness of skin Diffuse redness and inflammation of the skin EAM closed by inflammation Treatment None HTP and BA HTP and BA Al-padding Number affected 10 7 4 6
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.