Læknablaðið - 15.04.1999, Side 28
304
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
Ársþing
Skurðlæknafélags íslands
og
Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags
íslands
8.-9. apríl 1999, Hótel Sögu, 2. hæö
Ágrip erinda
E: Erindi Skurðlæknafélagsins í sal A
S: Erindi Svæfinga- og gjörgæslulæknafélagsins í sal B
E-l. Nýjar leiðir í meðhöndlun á lófa-
kreppu (Dupuytrens sjúkdómi). Saman-
tekt og lýsing á sjúkratilfelli
Krístján G. Guðmundsson', Þorbjörn Jónsson2,
Reynir Arngrímsson3
Frá 'Heilsugœslustöðinni á Blönduósi, 2imm-
unologisk institut, Rikshospitalet í Osló,
■'erfðafrœðiskor lœknadeildar Hl
Inngangur: Lófakreppa eða Dupuytrens
sjúkdómur einkennist í fyrstu af aukinni niynd-
un á bandvef og hnútamyndun í sinabreiðu lóf-
anna. Stundum nær sjúkdómurinn einnig til
fótanna (Mb. Ledderhose). Þegar lengra er
gengið, geta einn eða fleiri fingur kreppst með
skertri starfsgetu handarinnar. Arið 1834 lýsti
franski skurðlæknirinn Baron Dupuytren í
Lancet aðgerð til að lækna lófakreppu og er
aðferð hans notuð lítt breytt enn þann dag í
dag. Meðferð lófakreppu hefur þannig verið
talin hlutverk skurðlækna. A undanförnum ár-
um hafa hins vegar ýmsar aðrar leiðir verið
reyndar til að kljást við þennan kvilla. Má þar
nefna sterakrem borið í lófa, innspýtingar í
bandvefshnúta með sterum eða interferon-
gamma (IFN-g), ensímmeltingu á bandvefs-
strengjum (enzymic fasciotomy), nálarstungu,
geislun og lyfjameðferð með colchicine, allo-
purinol og E-vítamíni, svo nokkuð sé nefnt.
Margt af þessu virðist geta gagnast við lófa-
kreppusjúkdótni, dregið úr óþægindum eða
seinkað framgangi sjúkdómsins. Lýst verður
sjúklingi sem borið hefur sterakrem í lófann á
sér til að draga úr einkennum lófakreppu og
gefið stutt yfirlit um „óhefðbundna“ meðferð
við lófakreppu.
Aðferðir og niðurstöður: Einn lófakreppu-
sjúklingur, 40 ára karlmaður, með sterka ættar-
sögu um lófakreppu, hefur borið sterakrem á
bandvefsstrengi í lófa sem var farinn að valda
kreppu á fingri. Fingurinn réttist á ný í fulla
réttingu af sterakreminu. Sjúklingurinn hefur
nú borið kremið á sig í liðlega eitt ár. Ef hann
hefur hætt að nota kremið í nokkrar vikur fer
fingurinn að kreppast á ný.
Umræða og ályktanir: Meðhöndlun lófa-
kreppusjúkdóms með öðrum ráðum en skurð-
aðgerð, þar með talið með sterakrem, virðist
geta borið árangur. Flestar rannsóknir hafa ver-
ið gerðar á tiltölulega fáum sjúklingum og
samanburður hefur ekki verið gerður við sjúk-
linga sem aðra eða enga meðferð hafa fengið.
Þörf er á stærri samanburðarrannsóknum til að
meta árangur af nýjum meðferðarúrræðum hjá
lófakreppusjúklingum.
E-2. Gigtareinkenni hjá sjúklingum með
lófakreppu
Kristján G. Guðmundsson', Reynir Arngríms-
son2, Nikulás Sigfússon3, Þorbjörn Jónsson4
Frá 'Heilsugœslustöðinni á Blönduósi, 2lœkna-
deild HÍ, ’Hjartavernd,JRikshospitalet í Osló
Inngangur: Fyrri erlendar rannsóknir hafa
bent til að lófakreppa (Dupuytrens sjúkdómur)
sé sjaldséð hjá liðagigtarsjúklingum.
Efniviður og aðferðir: Við könnuðum ein-
kenni gigtarsjúkdóma í úrtaki 1.297 karla sem