Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1999, Side 28

Læknablaðið - 15.04.1999, Side 28
304 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Ársþing Skurðlæknafélags íslands og Svæfinga- og gjörgæslulæknafélags íslands 8.-9. apríl 1999, Hótel Sögu, 2. hæö Ágrip erinda E: Erindi Skurðlæknafélagsins í sal A S: Erindi Svæfinga- og gjörgæslulæknafélagsins í sal B E-l. Nýjar leiðir í meðhöndlun á lófa- kreppu (Dupuytrens sjúkdómi). Saman- tekt og lýsing á sjúkratilfelli Krístján G. Guðmundsson', Þorbjörn Jónsson2, Reynir Arngrímsson3 Frá 'Heilsugœslustöðinni á Blönduósi, 2imm- unologisk institut, Rikshospitalet í Osló, ■'erfðafrœðiskor lœknadeildar Hl Inngangur: Lófakreppa eða Dupuytrens sjúkdómur einkennist í fyrstu af aukinni niynd- un á bandvef og hnútamyndun í sinabreiðu lóf- anna. Stundum nær sjúkdómurinn einnig til fótanna (Mb. Ledderhose). Þegar lengra er gengið, geta einn eða fleiri fingur kreppst með skertri starfsgetu handarinnar. Arið 1834 lýsti franski skurðlæknirinn Baron Dupuytren í Lancet aðgerð til að lækna lófakreppu og er aðferð hans notuð lítt breytt enn þann dag í dag. Meðferð lófakreppu hefur þannig verið talin hlutverk skurðlækna. A undanförnum ár- um hafa hins vegar ýmsar aðrar leiðir verið reyndar til að kljást við þennan kvilla. Má þar nefna sterakrem borið í lófa, innspýtingar í bandvefshnúta með sterum eða interferon- gamma (IFN-g), ensímmeltingu á bandvefs- strengjum (enzymic fasciotomy), nálarstungu, geislun og lyfjameðferð með colchicine, allo- purinol og E-vítamíni, svo nokkuð sé nefnt. Margt af þessu virðist geta gagnast við lófa- kreppusjúkdótni, dregið úr óþægindum eða seinkað framgangi sjúkdómsins. Lýst verður sjúklingi sem borið hefur sterakrem í lófann á sér til að draga úr einkennum lófakreppu og gefið stutt yfirlit um „óhefðbundna“ meðferð við lófakreppu. Aðferðir og niðurstöður: Einn lófakreppu- sjúklingur, 40 ára karlmaður, með sterka ættar- sögu um lófakreppu, hefur borið sterakrem á bandvefsstrengi í lófa sem var farinn að valda kreppu á fingri. Fingurinn réttist á ný í fulla réttingu af sterakreminu. Sjúklingurinn hefur nú borið kremið á sig í liðlega eitt ár. Ef hann hefur hætt að nota kremið í nokkrar vikur fer fingurinn að kreppast á ný. Umræða og ályktanir: Meðhöndlun lófa- kreppusjúkdóms með öðrum ráðum en skurð- aðgerð, þar með talið með sterakrem, virðist geta borið árangur. Flestar rannsóknir hafa ver- ið gerðar á tiltölulega fáum sjúklingum og samanburður hefur ekki verið gerður við sjúk- linga sem aðra eða enga meðferð hafa fengið. Þörf er á stærri samanburðarrannsóknum til að meta árangur af nýjum meðferðarúrræðum hjá lófakreppusjúklingum. E-2. Gigtareinkenni hjá sjúklingum með lófakreppu Kristján G. Guðmundsson', Reynir Arngríms- son2, Nikulás Sigfússon3, Þorbjörn Jónsson4 Frá 'Heilsugœslustöðinni á Blönduósi, 2lœkna- deild HÍ, ’Hjartavernd,JRikshospitalet í Osló Inngangur: Fyrri erlendar rannsóknir hafa bent til að lófakreppa (Dupuytrens sjúkdómur) sé sjaldséð hjá liðagigtarsjúklingum. Efniviður og aðferðir: Við könnuðum ein- kenni gigtarsjúkdóma í úrtaki 1.297 karla sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.