Læknablaðið - 15.04.1999, Side 49
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
321
stúlkan var með fullri meðvitund. Hún var
svæfð og send í sneiðmynd sem sýndi brot í
mjaðmagrind, stöðugt brot í hryggjarbol,
vökva í fleiðruholum og óljósa breytingu milli
lifrar og hægra nýrans. Sneiðmynd af höfði var
eðlileg.
Mjaðmagrindarbrot var spengt og skurðir í
höfuðleðri voru hreinsaðir og saumaðir. Vegna
vaxandi lifrarhástöðu vaknaði grunur um þind-
arrifu og var sjúklingur því tekinn til kviðsjár-
aðgerðar tveimur vikum eftir slysið. í ljós kom
rifa í þind og var lifur hliðruð upp í brjósthol.
Kviðarhol var opnað og lifur dregin niður, en
þar sem tvær vikur voru liðnar frá slysi þurfti
að loka þind með Gore-tex grafti. Eftir þá að-
gerð fór sjúklingi betur fram og útskrifaðist á
bæklunarlækningadeild til frekari meðhöndl-
unar vegna mjaðmagrindarbrots.
E-28. Þindarrifur við slys, greindar á
Borgarspítalanum, Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 1976-1995
Helena Sveinsdóttir, Gunnar H. Gunnlaugs-
son
Frá skurðlœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavík-
ur
Inngangur: A hverju ári koma að meðaltali
30 sjúklingar á Sjúkrahús Reykjavíkur með
kviðaráverka. Fjórðungur þeirra hefur áverka á
milta, 20% áverka á nýru og 12% áverka á lif-
ur. Meðal sjaldgæfari áverka (4%) er rifa á
þind, en markmið þessarar rannsóknar er að
kanna eðli slíks áverka.
Efniviður og aðferðir: Leitað var í gögnum
sjúkrahússins að sjúklingum sem fengið höfðu
greininguna rifa á þind á árunum 1976-1995 og
fundust 17 sjúklingar. Sjúkraskrár þeirra voru
skoðaðar, eðli áverkanna metið og könnuð
tengsl við aðra áverka.
Niðurstöður: Þriðjungur sjúklinga var í losti
við komu á slysadeild, 83% voru með meðvit-
und og 53% höfðu einhverja öndunarörðug-
leika. Lokaðir áverkar voru 13 en opnir fjórir.
Flestir lokuðu áverkanna urðu eftir bílslys.
Flestar rifurnar greindust samdægurs. Hjá sjö
sjúklingum greindist rifan fyrst í aðgerð. Rif-
urnar voru 1-20 cm að lengd, flestar vinstra
megin (85%). Kviðarholslíffæri voru uppi í
brjóstholi í 65% tilvika, oftast magi (73%). All-
ir nema tveir höfðu viðbótaráverka, svo sem á
milta 47%, lifur 23%, lunga 23% og beinbrot
76%. Tveir létust (12%), annar í aðgerð vegna
fjöláverka. hinn eftir hjartastopp og hnoð á
slysadeild. Vel gekk að ná kviðarholslíffærum
niður og aldrei var komið drep í þau. Allar rifur
nema eina tókst að sauma saman, en sú var 17
ára gömul.
Alyktanir: Niðurstöðurnar eru á flestan hátt
sambærilegar við niðurstöður annarra, hvað
varðar eðli og mynstur áverkanna og tengda
áverka. Þennan áverka þarf ávallt að hafa í
huga þegar komið er með sjúkling á slysadeild
eftir áverka á brjóstkassa og/eða kvið, og í að-
gerð vegna slyss þarf alltaf að gá sérstaklega að
þindarrifum því þær greinast oft ekki fyrr en í
aðgerð. Oftast er auðvelt að gera við þær.
E-29. Áhrif meðgöngu á lifun kvenna er
greinst hafa áður með brjóstakrabba-
mein
Helgi Birgisson, Laufey Tryggvadóttir, Hrafn
Tulinius
Frá Krabhameinsskrá Krabbameinsfélags Is-
lands
Tilgangur: Að leita svara við þeirri spurn-
ingu hvort ráða eigi konum frá því að eignast
börn eftir greiningu brjóstakrabbameins.
Efniviður og aðferðir: I rannsóknarhópnum
voru konur sem greindust yngri en 50 ára með
brjóstakrabbamein á árunum 1927-1992 og
eignuðust síðar börn. Til viðmiðunar var reynt
að finna þrjár konur fyrir hvert tilfelli, sem
höfðu greinst með sömu stigun brjóstakrabba-
meins, en höfðu ekki eignast börn. Einnig var
viðmiðahópurinn paraður við „sjúklingahópinn"
á greiningarár og aldur með fjögurra ára frá-
viki. Endapunktur rannsóknarinnar var dauði
af völdum sjúkdómsins eða 31. desember
1998, hvort sem kom á undan. Lifunargreining
COX var notuð í úrvinnslu.
Niðurstöður: Á árunum 1927-1992 greindust
838 konur yngri en 50 ára með brjóstakrabba-
mein, þar af eignuðust 29 konur böm í kjölfar-
ið. Fyrir níu konur sem greindust fyrir 1950
voru ónógar upplýsingar um stigun krabba-
meinsins. Fyrir fjórar konur fundust engin við-
mið og tvær reyndust ófrískar þegar þær
greindust. Eftir voru 14 tilfelli og fyrir þær
fundust 36 viðmið. Meðalgreiningaraldur til-
fellanna var 36 ár. Engin hafði fjarmeinvörp
við greiningu en fjórar eitlameinvörp. Tvær
höfðu æxli stærra en 5 cm og fimm frá 2-5 cm.
Lífshorfur reyndust vera betri í hópi þeirra
kvenna sem áttu börn eftir greiningu brjósta-
krabbameinsins, munur var þó ekki marktækur
(p=0,07).