Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.04.1999, Page 49

Læknablaðið - 15.04.1999, Page 49
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 321 stúlkan var með fullri meðvitund. Hún var svæfð og send í sneiðmynd sem sýndi brot í mjaðmagrind, stöðugt brot í hryggjarbol, vökva í fleiðruholum og óljósa breytingu milli lifrar og hægra nýrans. Sneiðmynd af höfði var eðlileg. Mjaðmagrindarbrot var spengt og skurðir í höfuðleðri voru hreinsaðir og saumaðir. Vegna vaxandi lifrarhástöðu vaknaði grunur um þind- arrifu og var sjúklingur því tekinn til kviðsjár- aðgerðar tveimur vikum eftir slysið. í ljós kom rifa í þind og var lifur hliðruð upp í brjósthol. Kviðarhol var opnað og lifur dregin niður, en þar sem tvær vikur voru liðnar frá slysi þurfti að loka þind með Gore-tex grafti. Eftir þá að- gerð fór sjúklingi betur fram og útskrifaðist á bæklunarlækningadeild til frekari meðhöndl- unar vegna mjaðmagrindarbrots. E-28. Þindarrifur við slys, greindar á Borgarspítalanum, Sjúkrahúsi Reykja- víkur 1976-1995 Helena Sveinsdóttir, Gunnar H. Gunnlaugs- son Frá skurðlœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavík- ur Inngangur: A hverju ári koma að meðaltali 30 sjúklingar á Sjúkrahús Reykjavíkur með kviðaráverka. Fjórðungur þeirra hefur áverka á milta, 20% áverka á nýru og 12% áverka á lif- ur. Meðal sjaldgæfari áverka (4%) er rifa á þind, en markmið þessarar rannsóknar er að kanna eðli slíks áverka. Efniviður og aðferðir: Leitað var í gögnum sjúkrahússins að sjúklingum sem fengið höfðu greininguna rifa á þind á árunum 1976-1995 og fundust 17 sjúklingar. Sjúkraskrár þeirra voru skoðaðar, eðli áverkanna metið og könnuð tengsl við aðra áverka. Niðurstöður: Þriðjungur sjúklinga var í losti við komu á slysadeild, 83% voru með meðvit- und og 53% höfðu einhverja öndunarörðug- leika. Lokaðir áverkar voru 13 en opnir fjórir. Flestir lokuðu áverkanna urðu eftir bílslys. Flestar rifurnar greindust samdægurs. Hjá sjö sjúklingum greindist rifan fyrst í aðgerð. Rif- urnar voru 1-20 cm að lengd, flestar vinstra megin (85%). Kviðarholslíffæri voru uppi í brjóstholi í 65% tilvika, oftast magi (73%). All- ir nema tveir höfðu viðbótaráverka, svo sem á milta 47%, lifur 23%, lunga 23% og beinbrot 76%. Tveir létust (12%), annar í aðgerð vegna fjöláverka. hinn eftir hjartastopp og hnoð á slysadeild. Vel gekk að ná kviðarholslíffærum niður og aldrei var komið drep í þau. Allar rifur nema eina tókst að sauma saman, en sú var 17 ára gömul. Alyktanir: Niðurstöðurnar eru á flestan hátt sambærilegar við niðurstöður annarra, hvað varðar eðli og mynstur áverkanna og tengda áverka. Þennan áverka þarf ávallt að hafa í huga þegar komið er með sjúkling á slysadeild eftir áverka á brjóstkassa og/eða kvið, og í að- gerð vegna slyss þarf alltaf að gá sérstaklega að þindarrifum því þær greinast oft ekki fyrr en í aðgerð. Oftast er auðvelt að gera við þær. E-29. Áhrif meðgöngu á lifun kvenna er greinst hafa áður með brjóstakrabba- mein Helgi Birgisson, Laufey Tryggvadóttir, Hrafn Tulinius Frá Krabhameinsskrá Krabbameinsfélags Is- lands Tilgangur: Að leita svara við þeirri spurn- ingu hvort ráða eigi konum frá því að eignast börn eftir greiningu brjóstakrabbameins. Efniviður og aðferðir: I rannsóknarhópnum voru konur sem greindust yngri en 50 ára með brjóstakrabbamein á árunum 1927-1992 og eignuðust síðar börn. Til viðmiðunar var reynt að finna þrjár konur fyrir hvert tilfelli, sem höfðu greinst með sömu stigun brjóstakrabba- meins, en höfðu ekki eignast börn. Einnig var viðmiðahópurinn paraður við „sjúklingahópinn" á greiningarár og aldur með fjögurra ára frá- viki. Endapunktur rannsóknarinnar var dauði af völdum sjúkdómsins eða 31. desember 1998, hvort sem kom á undan. Lifunargreining COX var notuð í úrvinnslu. Niðurstöður: Á árunum 1927-1992 greindust 838 konur yngri en 50 ára með brjóstakrabba- mein, þar af eignuðust 29 konur böm í kjölfar- ið. Fyrir níu konur sem greindust fyrir 1950 voru ónógar upplýsingar um stigun krabba- meinsins. Fyrir fjórar konur fundust engin við- mið og tvær reyndust ófrískar þegar þær greindust. Eftir voru 14 tilfelli og fyrir þær fundust 36 viðmið. Meðalgreiningaraldur til- fellanna var 36 ár. Engin hafði fjarmeinvörp við greiningu en fjórar eitlameinvörp. Tvær höfðu æxli stærra en 5 cm og fimm frá 2-5 cm. Lífshorfur reyndust vera betri í hópi þeirra kvenna sem áttu börn eftir greiningu brjósta- krabbameinsins, munur var þó ekki marktækur (p=0,07).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.