Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.04.1999, Side 51

Læknablaðið - 15.04.1999, Side 51
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 323 Umræða: Niðurstöður okkar gefa ekki til kynna að bamsfæðing í kjölfar greiningar brjóstakrabbameins hafi slæm áhrif á horfur. Hópurinn er þó of lítill til þess að draga al- mennar ályktanir á grundvelli hans. Hins vegar eru þessar niðurstöður í samræmi við erlendar rannsóknir og samkvæmt þeim virðist ekki þörf á að ráðleggja konum frá því að eignast börn eftir að hafa greinst með brjóstakrabba- mein. E-30. Priðju kynslóðar TRAM-flipar, DIEP-flipi. Enn eitt skref í þróun TRAM-flipa til brjóstaendursköpunar Sigurður E. Þorvaldsson', Rafn A. Ragnars- son2 Frá 'skurðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, 2lýta- lœkningadeild Landspítalans Endursköpun brjósta með TRAM-flipa á sér um 20 ára sögu. í upphafi voru fliparnir stilk- aðir þannig, að annar magálsvöðvinn sá fyrir blóðrennsli til og frá vefjasvæði því um neðan- verðan kvið sem nota átti til uppbyggingar brjóstsins. Fyrir um það bil 10 árum var svo farið að framkvæma þennan vefjaflutning með smáæðatengingum, þar sem aðeins lítill bútur er tekinn úr vöðvanum með meðfylgjandi slag- æð og bláæð (a. og v. epigastrica inferior). Báðum þessum aðgerðum fylgir nokkur áverki á kvið og þar með hætta á kviðsliti eða útbung- un á gjafasvæði. Til þess að losna við þennan fylgikvilla hefur verið þróuð ný kynslóð TRAM-flipa, svokallaður DIEP-flipi (deep-in- ferior epigastric perforator flap), þar sem meg- in æðastilkurinn, ásamt örsmáum næringaræð- um til flipans er dreginn í gegnum vöðvann, sem þannig heldur sér nánast óskertur. Því verður áverki á kviðvegginn í lágmarki. Við höfum nú gert 50 fría TRAM-flipa, þar af einn DIEP-flipa, og viljum með þessari kynningu vekja athygli á þessum flipa sem enn einum áfanga í átt að viðunandi árangri við endursköpun brjósta eftir brottnám. E-31. Golfáverkar Brynjólfur Mogensen Frá bœklunarlœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Inngangur: Averkar sem tengjast golf- íþróttinni hafa verið taldir fremur óalgengir. Þeir geta þó orðið mjöp hættulegir. Lítið er vit- að um golfáverka á Islandi. Tilgangur rann- sóknarinnar er að gefa yfirlit yfir þá sem hafa komið á slysa- og bráðamóttöku Sjúkrahúss Reykjavíkur vegna áverka sem hafa tengst golfiðkun. Norræna slysaskráningin, sem tekin var í notkun 1. janúar 1997, gefur slíka mögu- leika. Efniviður og aðferðir: Fundnir voru allir slasaðir sem voru skráðir í norræna slysaskrán- ingarkerfinu og komu vegna áverka eftir golf- iðkun frá 1. janúar 1997 til og með 31. desem- ber 1998. Niðurstöður: Tuttugu og fimm slasaðir leit- uðu vegna áverka eftir golfiðkun. Voru þeir að meðaltali 37 ára (7-72). Karlamir voru 18 en konurnar sjö. Sex höfðu fengið boltann í sig, þar af fimm í höfuðið. Enginn rotaðist en af þessum fimm fékk einn boltann í augað og hlaut af blæðingu í forhólf og brotna augnum- gjörð. Fjórir fengu kylfuna í sig og tveir meidd- ust við að slá of fast í jörðina. Tólf sneru sig, duttu eða tognuðu við sína golfiðkun. Alyktanir: Fáir sjúklingar koma með golf- áverka á slysa- og bráðamóttöku Sjúkrahúss Reykjavíkur. Tveir af hverjum fimm höfðu feng- ið í sig bolta eða kylfu, oftast í höfuðið, en að- eins einn hlaut fremur alvarlegan áverka. Líkast til mætti fækka golfáverkum með því að hafa í heiðri golffeglur og golfsiði í leik og við æfingar. E-32. Árangur STING aðgerða á Barna- spítala Hringsins Anna Gunnarsdóttir', Guðmundur Bjarna- son2, Jónas Magnússon' Frá 1 handlœkningadeUd Landspítalans, 2skurð- deild Barnaspítala Hringsins Inngangur: Bakflæði frá þvagblöðru til þvagleiðara er algengt. Bakflæði er metið eftir migurannsókn (MUCG) í 5 gráður. Oftast gengur bakflæði til baka en ef grípa þarf til að- gerðar þá er gerð endurígræðsla á þvagleiður- um. Árið 1984 var kynnt ný inngripslítil aðgerð við bakflæði sem gerð var í blöðruspeglun með því að sprauta tefloni í litlu magni undir þvag- leiðaraopið (Subureteric Teflon Injection, STING). Byrjað var að gera STING aðgerðir hérlendis í janúar 1994. Tilgangur þessarar rann- sóknar var að kanna árangur þessara aðgerða. Efniviður og aðferðir: Farið var yfir STING aðgerðir árin 1994-1998. Níutíu og tvö börn gengust undir slíka aðgerð, 25 drengir (36,2%) og 44 stúlkur (63,8%). Tuttugu og þrjú börn voru útilokuð. Meðalaldur við greiningu var 3,5 ár (0,0-14,0 ár). Meðalaldur við fyrstu að- gerð var 5,2 ár (0,7-15,8 ár). Ábendingar fyrir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.